Andvari - 01.01.1890, Page 44
22
en með því að takmarka þingrof á líkan liátt og gjört
er í frumvarpinu.
Alrvæði frumvarpsins frá síðasta pingi um löggjafar-
valdið eru pannig fullkomnari. en í nokkru öðru frum-
varpi áður. Með peim er löggjafar- og fjárveitingarvald
alpingis gjört tryggara en áður, og' um lagastaðfesting-
arnar hafa verið sett nákvæmari ákvæði. jþar sem áður
voru liöfð hin óákveðnu orð »konungur eða landstjóri
(o: jarl)«, er nú nákvæmlega fyrir skipað, livernig laga-
staðfestingunni skuli fyrir komið milli konungs og jarls.
4. Framkvœmdurvaldið. Skipun framkvæmdarvalds-
ins fer eptir pví, hvort lijer á landi er umboðsmaður
konungs eða ekki, hvort sem liann er kallaður jarl eða
landstjóri. Fyrir 1873 fóru ísleiulingar ekki fram á, að
liafa neinn umboðsmann konungs lijer á landi, og liefði
pví afleiðingin verið sú, að framkvæmdarvaldið hefði orðið
að framkvæmast af konungi. |>að var auðvitað nokkur mis-
munur á pví, livort konungur átti að hafa erindsreka
sjer við hönd, eins og farið var fram á 1851 og 1871,
eða ákveðið var að konungur skyldi hafa ráðgjafa fyrir
ísland í Kaupmannahöfn, en par sem hjer á landi var
enginn umboðsinaður konungs, hlaut framkvæmdarvaldið
að framkvæmast af konungi í Khöfn.
]pessu fyrirkomulagi hlaut pví að fylgja seinlæti í
framkvæmdarvaldinu og ýms ópægindi, sem íslending-
ar pekkja allvel.
J>að var fyrst með frumvarpinu 1873, að Islendingar
fóru fram á, að hafa jarl hjer á landi. Frumvörpin
1881 og 1883 voru lík hinum eldri fruinvörpum, og
eptir peim átti enginn umboðsmaður konungs að vera
hjer á landi.
Eins og opt hefur verið getið um, var frumvarpið
1885 sniðið eptir frumvarpinu 1873, og ákveðið í pví
að hafa umboðsmann konungs hjer á landi, en pá fyrst
má segja, að Islendingar hafi heimtað pað fyrirkomulag á
stjórninni, er fullkomlega gat samrýmst kröfum peirra