Andvari - 01.01.1890, Page 51
29
Á alþingi 1885 voru aptur á móti tekin upp ákvæð-
án í frumvarpinu 1873 og var pví farið fram á að hafa
■engan konungkjörinn, heldur alla pjóðkjörna, og skyldi
kjósa efri deildar menn um land allt eptir ákvæðum
peim, er sett verða í kosningarlögunum.
petta hefur á fyrirfarandi pingum fengið ýms mót-
mæli, og pví vildu menn á síðasta alpingi liafa ná-
kvæmar tiltekið í stjórnarskránni um kosningu til efri
■deildar.
Á síðasta alpingi komu fram ýmsar tillögur um skip-
un efri deildar, sem allar miðuðu til að gjöra hana í-
haldssamari. En enginn vildi pó liafa hana eins og
deildin er skipuð nú samkvæmt stjórnarskránni 1874.
í neðri deild var ákveðið, að í fyrsta skipti, er alping
kæmi saman eptir hinni nýju stjórnarskrá, skyldu taka
sæti í efri deild 8 pingmenn, er alpingismenn kysu úr
sínum flokki, og 4 þingmenn, er landstjóri kveddi til
pingsetu; skyldu peir eiga sæti í deildinni þangað til
þeir væru 70 að aldri, og átti neðri deild að kjósa
menn í peirra stað úr sínuin flokki, er sæti þeirra yrðu
laus. Átti neðri deild þannig með tímanum að kjósa
alla pingmenn í efri deild, en trygging fyrir pví að
deildin yrði íhaldsöm lá í pví, að þingmenn voru kosn-
ir nær æfilangt.
Meiri liluti stjórnarmálsnefndarinnar í efri deild fór
aptur á móti fram á pað, að allir í efri deild yrðu
stjórnkjörnir, líkt og á sjer stað í ýmsum nýlenduríkjum
Englands. Tryggingin fyrirpví, að deildin yrði eigi of-
háð stjórninni, átti að fást með pví, að láta þingmenn-
ina sitja í deildinni æíilangt, vera búsetta, 3 í hverjum
fjórðungi landsins, og vera eigi nema þriðjungur deild-
armanna embættismenn í þeim embættum, sem hingað
til hafa legið undir veitingu konungs.
J>essi tillaga fjell í efri deild, og pá var borin fram
hin priðja tillaga og var hún samþykkt. Yiljum vjer
til færa hjer ákvæði frumvarpsins: