Andvari - 01.01.1890, Síða 52
30
20. gr. Á alþingi ■eiga sæti 36 menn.
Alþingi skiptist í tvær deildir, efri og neðri deild.
Tölu alþingisinanna og tölu þingmanna í deildunum má
breyta með lögum.
þingmenn í neðri deild eru allir þjóðkjörnir. í efri
deild sitja 4 þingmenn, er jariinn í uinboði konungs
kveður til þingsetu, og 8 þingmenn kosnir af amtsráð-
unum og sje hver þeirra búsettur í því ainti, er hann
er úr kosinn.
Amtsráð suðuramtsins kýs 2, vesturamtsins 2 og
norður- og austuramtsins 4, eða ef því amti verður
skipt í tvö ömt, þá kýs amtsráð hvors aintsins 2.
I fyrsta sinn, er alþingi kemur saman eptir þessari
stjóraarskrá, kveður konungur þó til 6 menn, en amts-
ráð suðuramtsins 2, amtsráð vesturamtsins 1 og amts-
ráð norður- og austuramtsins 2 eða aintsráð norðuramts-
ins 2 og austuramtsins 1. pá er fyrst verður autt sæti
einhvers konungskjörins þingmanns, kýs amtsráð vestur-
amtsins mann í sætið, en hið næsta sinn amstráð norður- og
austuramtsins, eða, ef þau verða aðskilin, amtsráð aust-
uramtsins.
Kjörgengi til efri deildar skal bundið við 35 ára
aldur.
21. gr. Alþingismenn í efri deildinni eiga sæti í
deildinni æfilangt eða þangað til þingmaður leggur
niður þingmennsku. Verði sæti lcouungkjörins þing-
manns autt í efri deild, kveður jarlinn í umboði kon-
ungs mann til þingsetu í hið auða sæti (sbr. þá bráða-
birgðarákvörðunina í næstu grein hjer á undan).
Vcrði sæti þjóðkjörins þingmanns autt, kveður það
amtsráð, er hann liafði kosið, mann til þingsetu í hið
auða sæti ....
23. gr. . . Dómendur í lanisyíirdóminum mega eigi
eiga setu á alþingi, livorki í efri nje neðri deild. Káð-
gjafarnir eru kjörgengir að eins til neðri deildar.
í 39. gr. er almenn regla um, að þingmenn bæði í