Andvari - 01.01.1890, Side 56
34
skiptir sjer í tvær deildir, lögþingið, par sem er fjórð-
ungur pingmanna, og óðalspingið, par sem eru þrír
fjórðu hlutar þingmanna’.
I Danmörku eiga sæti í landsþinginu (efri deild) 66
þingmenn. Af þeim eru 12 kosnir af konungi til æfi-
langrar setu í þinginu, en hinir eru þjóðkjörnir ; eru tals-
vert flóknar reglur urn kosningarrjett og kosningar, en
það má segja, að þeir, sem yfirhöfuð liafa kosningarrjett,
kjósi með óbeinum kosningum hjerumhil 27 þingmenn í
landsþinginu, en 27 sjeu kosnir af auðmönnum landsins,
að sumu leyti beinlínis og að sumu leyti með óbeinum
kosningum. J>essir þingmenn eru kosnir til 8 ára, og
er kosinn helmingur af þingmönnum 4. livert ár-.
í Canadaveldi er efri deildin öll jarlkjörinn æfilangt;
í smnum smáríkjunum í Canadaveldi er engin efri deild,
þannig í Ontario, Manitoba og British Columbia; efri
deildir eru aptur á móti í Quebec (24), Nova Scotia (15),
New Brunswick (18) og Prins Edvards ey (13). í Que-
bec er efri deildin kosin af landstjóranum, en á Prins
Edvards ey er liún þjóðkjörin1 2 3, um efri deildirnar í
Nova Scotia og New Brunsvick hef jeg ekki upplýsingar.
A Newfoundlandi sitja í efri deild 13 menn stjórn-
kjörnir4.
I nýlenduríkjum í Astralíu eru efri deildirnar sum-
staðar þjóðkjörnar, en sumstaðar stjórnkjörnar. I New
South AXales er efri deildin öll stjórnkjörin æfilangt,
en eigi má meir en '/s af deildarmönnum vera embættis-
menn. Stjórnkjörin æfilangt er sömuleiðis efri deildin
í New Zealand og Queensland. Aptur á móti eru efri
deildar menn kosnir í Victoriu og Tasmaniu til sex
1) (frundvallarlagaákvæði 24. apríl 1869, 73. gr.
2) Grundvallarlög 28. júlí 1866, 34.—40. gr.
3) Whitakers Almanack 1887 bls. 403—407 og Govern. Year-
b. 1889 bls. 100.
4) 'Whitaker, bls. 407.