Andvari - 01.01.1890, Síða 59
37
höfuð. Ef menn vildu liafa ])að, ]>á ætti ehld að lijósa
pingmennina æfilangt heldur um ákveðinn tíma, ekki
með þreföldum kosningum, heldur ættu kjósend-
urnir að kjósa pingmennina beinlínis, og svo ættu pá
heldur ekki að vera stjórnkjörnir þingmenn í efri deild,
heldur eintómir þjóðkjörnir þingmenn.
Efri deildin er skipuð til að halda í við neðri deild-
inni, par sem hinn sanni vilji landsmanna á að koma
fram, eptir pví sem hann er á hverjum tíma, og það
er einmitt þess vegna, sem kosningin til efri deildarinn-
ar, eins og hún er eptir frumvarpinu, getur fullnægt til-
ganginum, þótt misfellur kunni að vera á einstökum
atriðum.
það lítur ekki vel út, að Norður- og Austuramtið með
27 þús. íbúum kjósi jafnmarga og Suður- og Vestur-
amtið með 44 þús. íbúum. En ef vjer breytum til, og
setjum Norður- og Vesturamtið sainan og Austur- og
Suðuramtið í eitt, þá verður munurinn milli landshelm-
inganna nærri enginn, því að þá kj^s Norður- og Vest-
uramtið með 36 þúsund íbúum jafnmarga og Suður- og
Austuramtið með 35 þús. íbúum.
Norður- og Vesturamtið hafa hjer um bil jafnmarga
íbúa, en aptur er mismunurinn mikill milli Suðuramts-
ins, sem hefur um 22 þús. íbúa að frátaldri Iieykjavík,
og Austuramtsins sem hefur um 9 þús. íbúa.
Ef menn vildu gjöra jöfnuð milli þessara amta, þá
væri rjett að leggja Austurskaptafellssýslu til Austur-
amtsins, eins og hjeraðsbúar óska, en þó svo væri eigi
gjört, þá væri mjög varliugavert að láta Austuramtið að
eins kjósa 1 þingmann í efri deild og láta Suðuramtið
kjósa 3. Vjer höfum minnst á, hversu áríðandi það er,
að þingmenn þekki landshætti í öllum fjórðungum, en
það er auðsætt, að á þingi standa Austfirðir einna vest
að vígi í því efni, en Sunnlendingafjórðungur stendur
best að vígi, þar sem alþing einmitt er haldið þar, og