Andvari - 01.01.1890, Page 64
42
ánssonar verður pví afleiðingin pessi, að pegar misldiðir
eru milli neðri deildar og ráðaneytisins, þá má neðri
deild jafnan eiga pað víst, að liafa ekki að eins efri
deildina móti sjer, heldur einnig landsdóminn, og verð-
ur eigi sjeð, að hverju leyti petta er neitt æskilegra
fyrir liana, heldur en að yfirdómurinn dæmi mál þau,
er luin býr á hendur ráðgjöfunum.
Yfirdómendurnir dæma mörg mál, sem geta verið al-
veg eins vandasöm og mál gegn ráðgjöfunum ; þeir eru
lÖgfræðingar með bezta vitnisburði í lögum, eiðsvarnir
og óafsetjanlegir, og pótt þeir sjeu skipaðir í embætti
sin af stjórninni, pá er pað í sjálfu sjer alls eigi næg
mótbára gegn pví, að þeir dæmi mál, er búin eru á
hendur ráðgjöfunum.
Petta er mótbára Skúla Thoroddseus sýslumanns, sem
öðrum fremur hefur mótmælt frumvarpinu, en krafa
hans, að dómstóllinn verói pjóðkjörinn eða þingkjörinn.
fað er hægur vandi að koma ineð slíkar kröfur, en
pað er erfiðara að fá peim framgengt, og því erfiðara
er pað, sem hin helstu lönd í Norðurálfunni, par sem
er pingbundin konungsstjórn, ekki hafa slíka dómstóla;
til pess að sýna fram á þetta, viljum vjer nefna, livernig
peir dómar eru skipaðir í ýmsum löndum í Norðurálf-
unni, par sem er þingbundin konungsstjórn, sem dæma í
málum, sem búin eru á hendur ráðgjöfunum.
I Svíarílci er pað ríkisdómurinn, en hann er skip-
aður eintómum embættismönnum, er konuugur hefur,
veitt embættin (stjórnarlög Svía 6. júní 1809, 102. og
106. gr.). - í Hollandi dæmir pessi inál hæstirjettur
ríkisins ; dómendur í honum eru skipaðir af konungi
(grundvallarlög Hollands 14. okt. 1848, 159. gr.). — í
Belgíu dæmir pessi mál dómstóll, er á að dæma um
dóma hinna lægri dómstóla (Kassationsdómur), og eru
dómendur í honum skipaðir af konungi (stjórnarlög
Belgíu 7. febr. 1831, 90. gr. sbr. 95. og 99. gr.). — 1
Prússlandi dæmir þessi mál ríkisrjetturinn í Leipzig,