Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 70
48
steinarnir, sera liggja í móhellunni, eru sumir hnöltótt-
ir, en flestir hornóttir og þó vindbarðir á köntunum. Mó-
hellumyndanirnar, sem svo víða eru undir jarðvegi á
Itangárvöllum, eru til orðnar af sandroki innan af öræf-
um á mörgum öldum, hefir ýmist skipzt á roksandur
eða gróður, pegar sandurinn var orðinn örfoka. Sumstað-
ar eru allmikil jarðföll, par sem vatnsrennsli hið neðra
hefir holað undan, svo efri lögin hafa dottið niður; dal-
skorurnar, sem sumstaðar eru í söndunum, eru líldega
myndaðar á líkan liátt af vatnsæðum neðan* jarðar,
sem hafa graíið í kringum sig, unz efri lögin sukku.
Yatnið, sem sígur gegnum sandaua og hraunin, stað-
nænnst neðra, par sem péttari jarðlög eru fyrir, sem
geta haldið vatni.
Hinn 22. jiilí fór eg frá Kirkjubæ áleiðis upp í Hrafn-
tinnuhraun hjá Torfajökli. Mágur rninn Bogi læknir
Pjetursson fylgdi mér upp að Rauðnefsstöðum. Við rið-
um upp hjá Keldurn; par er allt að blása upp, en apt-
ur er sumstaðar að gróa upp á Geitasandi; par koma
upp á stöku stað úr sandinum móhellu- og móbergs-
hnúskar, en sumstaðar liggja stórir, lausir basaltsteiuar
ofan á sandöldunum og eru peir allir skafnir og núnir
af vindi og sandi. Sandorpin hraun ná niður að Keld-
um; pau hafa smogið fast upp að hálsunum, sem ganga
út undan Tindafjallajökli. Rangá rennurí hrauni og hefir
sumstaðar grafið í pað djúpan farveg; hraunröndin hefir
bólgnað upp næst hliðunum, svo par eru raðir af háum
hraunhólum, fyrir norðan Rangá eru þeir allir sand-
orpnir og upp blásnir, en fyrir sunnan ána er töluverður
jarðvegur á sumum peirra, af pví áin hefir hlíft peim
•fyrir sandroki. 1 fjöllunum er hór alstaðar móberg.
Á Rauðnefsstöðum fékk eg mér leiðsögumann upp í
Hrafntinnuhraun, og síðan riðum við þaðan upp með
hlíðum; pær eru mjög grösugar, eintómar valllendis
brekkur, en mjög er hér snjópungt á vetrum. Hér
liggur Fjallabaksvegur hinn syðri niður í byggðina.