Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 81
59
an við fossiriii, rauðleitri, og sjást hraunlög hér og hvar
í börmunum; neðar eru gígbarmarnir iægri, en pó mark-
ar allstaðar fytir peim; hefir gígur pessi myndast á
stórri gjá til norðausturs, og sjást merki hennar kipp-
korn norðureptir; gígurinn hefir verið '/4—’/« míla á
leugd. Rauðfoss sjálfur fellur niður í gegnuin skoru
og breiðist svo út um bleikrautt líparítberg og fellur
niður í gljúfur. Rauði liturinn er víðast hvar ekki ann-
að en skán af járnlá, sem myndazt hefir af áhrifum
vatnsins á bergið; pví aðalbergtegundin er gráhvítt, hart
líparít. Ofan á líparítinu er móberg, létt og vikurkennt,
en sjálft líparítið er í lögum með bugðum og fellingum
og súlur í efstu lögunum; hér og hvar eru biksteins-
gangar grænir og svartir, og sumstaðar líparítbrecoía.
Austur af Rauðfossi sést víða líparít í hlíðunum; par er
líka stór, rauðleitur gjallgígur uppi á fjallsröndinni.
Landslagið fram með Helliskvísl er einkennilégt og
fremur fagurt, og ef grasið væri meira, væri hér eigi
ósveitarlegt; pví tilbreytingin er mikil, fell og tindar,
dalir og grundir, dalskorur, ár og vötn.
Næsta morgun var poka á fjöllum og dumbungur
allan daginn einsog undanfarna daga. Lögðum við nú
á stað um morgunin frá Landmannahelli áleiðis til
Veiðivatna. Riðum við j'fir Helliskvíslina rétt fyrir
neðan Loðmundarvatn, og svo austur með Lifrarfjöllum
og um Dómadal milli pessara fjalla og Mógilshöfða;
petta svæði er allt fremur grösugt, og voru par margar
kindur, en pegar kemur norðar úr Dómadal, koma gras-
leysur; pá tekur brátt við há hraunrönd, og fyllir
hraunið svæðið milli Lifrarfjalla og Drostastaðavatns;
hraun petta er mjög gamalt, ákaflega úfið og líparít-
kennt; yfirborðið er eintóin dílótt hrafntinna og stórir
vikursteinar innanum og er hraunið allt ekki ósvipað
Hrafntinnuhrauni við Markarfljótsbotna. Stórir, gamlir
eldgígir eru norðan til í hrauninu. Niður frá Náras-