Andvari - 01.01.1890, Síða 83
61
;in nyjnn en hinn fornan og óbrúklegan; úr vatninu
rennur stuttur ós í Tungná. Fuglalíf er her töluvert,
einkum pó kríur og heimbrimar. Um kvöldið riðum
við upp að kofanum lijá Tjaldvatni; voru alstaðar á
leiðinni stórir eldgígir og gjallhrúgur, og öll eru Yeiði-
vötnin gígavötn; vatnið hefir safnazt í ótal stóra, marg-
samantvinnaða eldgígi. Við riðum upp með Vatnakvísl;
í liana rennur úr vötnunurn flestöllum; fæst peirra eru
stór, en flest mjög djúp. Neðst með Vatnakvísl eru
Nýjavatn og Breiðuvötn; par er myfrlendi töluvert og
hagar. Litlu ofar skiptist Vatnakvísl, kemur önnur
kvislin úr Fossvötnum og fer í bugðu til norðvesturs,
hín kvíslin kemur úr sérstökum vatnaklasa, par eru
sarnan í röð Ivvíslarvatn, Eskivatn, Langavatn og Tjald-
vatn, par er veiðimannakofinn og dálítill liagi; og svo
er Skálavatn, allstórt og einkennilegt gígavatn, en Foss-
vötn eru kippkorn norðaustur af Tjaldvatni. Alstaðar
eru öldur og eldgígir, hálsar og hryggir milli vatnanna
og allt er eldbrunnið; sést ekki yfir pau nema af hæstu
öldunum, pvi flest eru niðri í djúpum hvilftum. Við
settumst að hjá Tjaldvatni og tjölduðum skammt frá
kofanum; við höfðum með okkur dálítinn netstúf og
lögðum hann milli Kvíslarvatns og Eskivatns um kvöld-
ið, er við komum.
Meðan piltarnir voru að vitja um netið næsta morg-
un, skoðaði eg nágrennið kringum tjaldstaðinn, gekk
upp á öldurnar austur af Tjaldvatni, og litaðist um.
Öldurnar eru úr vikri og allháar (2—300 fet á hæð),
þær mynda bogadregin takmörk kringum Tjaldvatn og
undirlendið kringum pað; pær eru leifar af gömlum
gíg, sem er nærri míla ummáls. Nokkru neðar en efsta
gígröndin sést jafnhliða hraunstallur hringinn í kring-
um allan gíginn; hefir hann að öllum líkindum mynd-
azt við pað, að vellandi hraunbotn gígsins hefir sokkið
pegar gosin fóru að réna. Tjaldvatn sjálft er einsog
tjörn, og fyllir eigi helming gígbotnsins. J>enna dag