Andvari - 01.01.1890, Page 86
64
Fossvötnin; par eru í Fossvatnahrauni allgóðir hagar og
töluverður gróður í hraungjótunum. Eétt fyrir ofan
kofann og víðar við Tjaldvatn eru fjöldamargir eldkatlar
með hraunkleprum og nibbum og hyldýpisholum og
gjótum, o^ eru veggirnir opt vaxnir burknum að inn-
an.
Kofarnir standa á dálitlu nesi, sem gengur út í Tjald-
vatn; peir eru byggðir utan í litlum hraunhólum, sem
eru hér við vatnið á eldrákinni frá Fossvötnum; kofarn-
ir eru tveir; er annar með hlóðum hafður fyrir eld-
hús, hinn er íveruhús veiðimanna; par er breiður bálk-
ur til að liggja á; hey var par inni dálítið og netstubb-
ar gamlir. Yms smábyrgi eru hér víðar utan í hraun-
hólunum. Sumstaðar eru menjar af fornum byrgjum
við vötnin; á peim purkuðu menn silunginn áður eins-
og porsk og fluttu hann síðan burtu. Það eru helzt
Landmenn, sem nú stunda veiði við vötnin, en langt
er pangað og torsótt, einkum vegna Tungnár, sem opt
getur verið ófær og all taf er viðsjál; menn fara pangað
um sláttinn, helzt peir, sem eigi geta gefið sig að hey-
vinnu, en ekki pykir borga sig að fáminnaen hundrað
í hlut um vikuna, en opt veiða menn miklu meir; menn
leggja net í vötnin eða draga á voga og afrennsli vatn-
anna. Báta hafa menn víða við vötnin. Menn veiða
í pessum vötnum, er nú skal greina: í Fossvötnum,
Skálavatni, Langavatni, Eskivatni, Kvíslarvatni, Breiðu-
vötnum, Nýjavatni og Snjóölduvatni. Yeiði kvað í
•sumum vötnum á seinni árum vera farin að minnka
mikið, síðan menn fóru að brúka lóðir, einkum í peim
vötnum, sem næst eru kofunum, pví par eiga menn
hægast með að leggja lóðirnar; nýlega hafa menn farið
að leggja lóðir í Snjóölduvatni og er par mikil veiði;
í Stórasjó (p. e. Litlasjó) hafa menn eigi orðið varir,
enda er pað eðlilegt, pó par sé eigi mikill silungur,
pví gróður er par pví nær enginn í kring, og par er
heldur eigi hraunbotn og vatnaplöntur, einsog í hinum