Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 95
73
við Botnafjöll, í peim er eintómt móberg rauðleitt, en
víðast livar sést eigi í fast berg fyrir úrgangi og rusli;
fjöll pessi eru kúpumyndaðir hryggir með hvilftum,
lautum og skorum á milli. Yið gengum upp á hæsta
hnúkinn en bundum hestana fyrir neðan, par lituðumst
við um og tókum okkur bita og sáum hvergi annað í
kringum okkur en herfilegustu öræfi, hraun, sanda, fell
og jökulbungur í fjarska, en livergi stingandi strá og
enga lifandi skepnu nema eina maðkafiugu, sem flaug
suðandi kringum okkur pegar við opnuðnm nestispok-
ann ; pað er armars merkilegt hve opt rnenn sjá pessa
flugu í öræfum, uppi á hæstu fjallatindum og yfir höfuð
að tala á stöðum, sem menn sízt skyldu ætla. TJtsjón
var allgóð af tindinum nema til suðvesturs, pví par voru
nálægt okkur hærri tindar milli fióanna úr þórisvatni;
héðan rná sjá stóra spildu af upplendi Islands ; í norð-
vestri blasa við Kerlingarfjöll hjá Hofsjökli, Bláfell,
Hrútafelt og Langjökull, en annars er hálendið í pessa
átt pvínær misliæðalaust. Arnarfellsjökull er mjög
nærri og Hágöngur blasa við ; norður af peim í Yonar-
skarði skein sólin á tvö bleikrauð líparítfjöll og sama
efni er ef til vill í syðri Hágöngum ; norður af Vonar-
skarði sést jökulöxlin upp af Gæsavötnum og smátind-
arnir par vestur og suður af. Hér og hvar glittir í
Köldukvísl, sem rennur um kolsvört öræfi, hrauu og
sanda, lengra burtu sást í |>jórsá á einum stað, en
Sprengisandur sást annars óglöggt fyrir regnskúrum, sem
par voru að ganga yfir. Suður af Yonarskarði er eigl
mjög langt suður í Tungnárbotna ; miðja vegu er fjalis-
hlíðin, som fyrr var nefnd utan í jöklinum og svo Kerl-
ingar. |>á tekur við skriðjökullinn mikli suður fyrir
Tungná, en ekki sést suðurbugða hans, ,pví tindaröðin
fyrir sunnan Tungná skyggir á. J>ar suður af hátt upp.
á jökli er jökulhæð og hvöss hvít strýta upp úr og svo-
taka við smærri fell upp á jöklinum, líklega suður undir
Fljótshverfi. Beint fyrir norðan Botnafjöll er hraun-