Andvari - 01.01.1890, Síða 101
79
urð. Þegar við áttum rúma hálfa mílu eptir til jökuls-
ins, pá sáurn við í kíkir dálitlar grasfitjar fyrir sunnan
Tungná ; við fórum niður að ánni, par sem hún mynd-
ast af tveim kvíslum, er koma sín hvoru megin úr
skriðjöklinum og mætast kippkorn fyrir neðan einstakt
móhergsfell allhátt; fellið er einstakt á söndunum og
efst á því klettastrýta, einsog geysimikil varða Ólafur
reið suður y^fir til að kanna ána og fitjarnar, en við
biðum norðan ár á meðan. J>egar hann kom aptur fór-
um við suður yfir kvíslarnar, þær eru báðar mjög vatns-
miklar, þó þær séu svo nærri jökli, og bleytur miklar
í þeim sumstaðar og eins á eyrunum, svo alstaðar
verður að fara varlega ; við riðum yfir kvíslarnar rétt
fyrir utan móbergsfellið; nyrðri kvísiin er heldur vatns-
meiri. Fyrir innan fellið myndast svif allmikið upp að
jökulröndinni, þar eru breiðar eyrar og ótal kvíslar,
þar eru víða hagateygingar á söndunum og kölluðum
við þar Jökulíitjar. Suður og austur af þessum sléttu
söndum við jökulinn eru hvilftir upp á rnilli margvís-
lega lagaðra móbergsfella og koma þar upp dý og
lindir undan fjallahlíðunum, og er þar nokkur gróðnr
í þessum mosadýjum og allbrúkandi hagi fyrir hesta
í 2 eða 3 dægur. þetta kölluðum við Botnaver. Und-
irlagið í þessum verum er alstaðar mosi og geldinga-
lauf, en svo er fífa, stör og rauðbreyskingur innan um,
smáar gulvíðirliríslur sá eg á stöku stað ; alstaðar eru
ver þessi mjög ill yfirferðar vegna sökkvandi bleytu. I
nyrzta Botnaverinu settumst við að, en illt var að finua
tjaldstað vegna bleytunnar og þar sem þurrast var toldu
hælarnir mjög illa í jarðveginum. Frá Tjaldvatni í
Tungnárbotna vorum við 8 stundir, riðum beint og
optast vel liðugt og stóðum varla neitt við. Gróðrar-
bléttirnir liér í Tungnárbotnum eru svo víðáttumiklir,
að dálítill kindahópur gæti vel haldizt hér við sumar-
langt, en líklega kemur þó aldrei fé hingað, því afréttir
og fjárhagar eru svo langt í burtu og öræfin í kring