Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 104
82
heyforðann. pá var vel liættandi á það ; enginn liafði
áður farið um þessi héruð og því mátti búast við, að
ýmislegt merkilegt yrði á vegi vorum. Yið héldum á
stað úr Tungnárbotnum kl. 2 og riðum sama veg upp
í fjöllin, sem við höfðum fyr farið ; þar mátti vel kom-
ast með hesta, nema það var örðugt sumstaðar að fara
utan í hlíðum, af því hallandi móbergshellur voru undir,
en grjótrusl ofan á, svo hestarnir stundum áttu illt með
að fóta sig. Brátt komumst við þó ofan í lægð eða
þó fremur langan dal, sem skilur fjallgarðinn, er gengur
sunnan og austan með Tungná, frá fjallgarðinum, er
liggur vestan við Langasjó. J>ó víða liggi ölduhöptyfir
þenna dal, þá er lægðin þó samanhangandi margar míl-
ur til suðurs og sér hvorki til Tungnár né Langasjós,
er maður ríður eptir henni ; víðast var þar greiðfært,
svo við gátum riðið hart; þar eru eintómir vikra- og
gjallsandai' og óð nokkuð í þeim sumstaðar, eu þar sem
vatn hafði staðið í vorleysingunum, var harðara undir
fæti. Eptir rúmra 3 stunda hraða ferð komum við að
allhárri þvergirðingu og gengum þar upp á háan tind,
sem við höfðum séð um morguninn. |>aðan var hin
hezta útsjón, eiu hin einkennilegasta, sem eg hefi séð.
Eyrir austan, sunnan og norðan eru óteljandi tindar,
allir í í'öðum frá landnorðri til útsuðurs ; Langisjór með
hvítgræuum hlæ, með höfðum og víkum fyrir neðan
okkur, teygir sig í norður og suður. Litbreytingarnar
á landinu voru undra fagrar, aðallitur fjallanna mó-
rautt, rautt og mógult, og gulgrænar mosaskellur hér og
hvar í tindunum ; tindarnir speglast í dökkgrænuin og
ljósgrænum fjallavötnum, cn mjallabvítir jöklar sjást í
öllum áttum eins og umgjörð um myndina. Öll vestur-
röndin á Vatnajðkli sýnist vera einn skriðjökull frá
Iverling suður að Fljótshverli, en litlar hugður koma
upp í jökulröndina, þar sem fjallgarðarnir koma út
undan honum, t. d. fyrir norðan og sunnan Tungnár-
botna og fvrir norðan og sunnan Langasjó. Arupptök,