Andvari - 01.01.1890, Síða 121
1
99
1883 kom til umræðu að kanna fjöllin norður af Síðu-
mannaafrétti og norður að Fiskivötnum, þareð grunur
lék á, að fé leyndist þar á haustum, og afréð sýslunefnd-
in að heiðast styrks úr jafnaðarsjóði amtsins, móti því
að hún sjálf legði til úr sýslusjóði það, sem hún sæi
sér fært. Amtsráðið veitti í júní 1884, 250 kr. til þessa
fyrirtækis og átti sýslan að leggja jafnmikið til. Amts-
ráðið áleit. einnig nauðsynlegt að fjalllendin austur af
Landmannaaírétt og Laufaleitum að Yatnajökli væri
rannsökuð, og ákvað að veita Eangárvallasýslu jafnmikið,
ef sýsunefndin vildi leggja jafnt fé til könnunar. Könn-
unarmenn úr báðum sýslum áttu að rnætast við Veiði-
vötn, austur undir jökli, og bera sig saman. Skaptfell-
ingar komu sér sarnan um að íinna Rangæinga 1. sept-
ember í Búlandsseli, en þeir komu eigi, enda höfðu engar
ráðstafanir verið gerðar til rannsókna frá þeirra hendi.
Skaptfellingar, sem fóru ferð þessa, voru 4, Ólafur Páls-
son á Höfðabrekku, Jón Eiríksson i Hlíð í Skaptár-
tungu, Kristófer Jorvarðarson á Breiðabólsstað, og
Bjarni Bjarnarson í Hörgsdal. Ólafur Pálsson hefi lýst
ferðinni í Suðra. Hver þeirra félaga hafði 2 hesta,
annan til r'eiðar, hinn undir nesti, íslenzkt korn og hey.
peir komu 1. september að Búlandsseli, og fóru um
kvöldið á haga lijá fremri Ófæru. Hinn 2. september
fóru þeir af stað kl. 5x/a um morguninn, og komu kl.
9 f. m. 1 nyrztu haga í Skælingum; þar áðu þeir tvo
tírna, og fóru svo til Hxatinda vestur af Skaptárgljúfri,
komu þar kl. 1 x/2; ætluðu þeir inn með þeim að aust-
an, austur til Skaptárfjalla, en urðu frá að hverfa ept-
ir 2 stunda töf Við ófært gljúfur. Sneru þeir síðan fram
fyrir Hxatinda, og norður með þeim; fóru þar eptir
löngu gili, og voru þar hvannir og gras fram með lækn-
um; kölluðu þeir þaó Hvanngil; síðan varð fyrir þeim
á, sem kemur úr norðri í Skaptá; kölluðu þeir hana
Hellisá; fyrir austan hana byrjar Skaptárfjallgarður.
7*