Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 131
109
um miðja 18. öld, en stöku menn fóru þó þangað á
liaustin til þess að veiða álptir og safna fjöðrum þeirra.
Sveiun Pálsson fékk með sér kunnugan mann, og liéldu
þeir á stað frá Næfurholti 26. ágúst 1795; Sveinn ætl-
aði sér, ef veður leyfði, að reyna að komast allt að
Yatnajökli til þess að finna upptök Tungnár og Skapt-
ár, og ætlaði svo norður í Arnarfellsjökul, til þess að
leita að upptökum Jjjórsár. Prá Næfurholti fóru þeir
upp með Vestri-Rangá, og komu í Rangárbotna og
Sölvahraun; þar var þá skógur mikill, sem nú er horfinn;
Sveinn Pálsson segir, að hraunið heiti eiginlega Salvarar-
hraun, eptir kerlingu, sem íiýði úr byggðinni og hafð-
ist þar við um tíma; siðan héldu þeir norður sandana
upp að ármótunum, þar scm Tungná fellur i þjórsá,
og óðu þar hestunum á grasbletti, sem heitir Sultar-
fit; síðan riðu þeir yfir Tungná á vaði rétt fyrir ofan
fossinn við ármótin; var þar hólmi í ánni, allur rauður
af eyrarrós; þeir voru þá komnir upp á Holtamanna-
afrétt, og settust að um kvöldið á Hestatorfu, rétt hjá
Tungná; þar var brunnur, senr kallaður var porláks-
brunnur, og sáust mannvirki á honum. Næsta morgun
veiddu þeir nokkrar álptir og riðu síðan yfir Köldu-
kvísl, rétt áður en hún fellur í Tnngná; var hún mjög
mikil og ill yfirferðar; þeir settust síðan að í Jóristung-
um, og voru þar þennan dag og þann næsta. J>óris-
tungurn skiptir Sveinn í þrennt, innstu- mið- og syðstu-
tungur; þar eru eintómir sandlrólar, nema næst Köldu-
kvísl; þar eru uppsprettur margar og lindir, smátjarnir
og ver, og sandhryggir á milli; allar falla lindirnar í
Köldukvísl; gróður var þar töluvert mikill, hvannir,
víðirhríslur og stör, og alstaðar fullt af álptum. Hinn
29. ágúst héldu þeir austur á bóginn litlu fyrir norðan
Tungná; þeir komu við í J>órisbotnum; þar koma smá-
kvíslir niður frá J>óristindi og falla í Tungná; síðan
riðu þeir til 4ÍNA, komu fyrst að vötuurn, sem Sveinn
kallar Útsynningsvötn, og um kvöldið að Tjaldvatni;