Andvari - 01.01.1890, Side 133
111
lielzt: Stórisjór, hann er nyrztur og stærstur allra
vatnanna; í honum eru margar víkur, og hann er ef
til vill í mörgum pörtum; hann nær lengra noróur en
menn hafa farið; austan og norðan að Stórasjó liggur
hár fjallgarður, og alira-nyrzt í honum er hátt, keilu-
myndað fjall, ef til vill ein af Hágöngum(I). Frá Stóra-
sjó rennur á undir hrauninu í Stóra-Fossvatn, og
úr pví rennur aptur í Litla-Fossvatn, en pau hafa
bæði afrennsli í Kvíslarvatn(?), og paðan rennur
all-löng á í Útsynningsvötn. Áreiðanlegur maður heíir
sagt mér, að í Kvíslarvatni sje 2 feta langur marhálm-
ur (zosierci marina), sem við og við relci upp að böklc-
unum; petta er líklega einhver tegund af vatnasilki
(conjerva). Til suðausturs rennur úr Stórasjó í Græna-
vatn; það er stórt vatn, sem liggur vestan undir háu
fjalli; paðan rennur aptur löng á til suðurs í stórt nafn-
laust vatn vestan undir Tungnárfjalli. Dalurinn, sem
pessi á rennur eptir, er grasi vaxinn: par eru fagrar
grundir heggja megin við ána; þetta kalla sumir Hesta-"
fit, sumir »á Kvíslum«; hér beita menn hestum sínum,
pegar peir eru við Fiskivötn. Milli Tungnafellsvatns
og Útsynningsvatna eru ýms smávötn; sunnan við Foss-
vötnin er Tjaldvatn; það er lítið vatn, og við pað að
norðvestan eru 2 kofar, og 2 bátar voru par í hraun-
inu. Fast hjá Tjaldvatni er Skálavatn; pað er nokkru
stærra; síðan koma til suðvesturs Langavatn, pá Eski-
vatn, og paðan rennur kvísl niður í Útsynningsvötn.
Á Eskivatni voru menn einu sinni á bát í góðu veðri
oglogni; pá reis allt 1 einu upp hroðaleg bylgja nálægt
bátnum, alveg einsog vatnið ylli par upp úr stóru gati;
paðan breiddust svo út þungar bylgjur til allra .hliða,
svo við sjálft lá að bátnum mundi hvolfa; síðan skall
á stormur og ill-viðri litla stund. Ætli að samþjappað
lopt í iðrurn jarðar geti ekki komið pessu til leiðar, er
pað brýzt út úr fangelsi sínu Fleiri vötn á íslandi
liafa hinn sama eiginlegleika ? Útsynningsvötn eru mörg