Andvari - 01.01.1890, Síða 134
112
í hóp, og hafa pau ufrennsli til YSV til Tungnár. Ann-
ar vatnahópur kvað vera fyrir sunnan Útsynningsvötn
og í kringum pau eru leifar af steinbyrgjum; pau
notuðu menn áður til pess að purka og herða silunginn
á. Af pví, sem hér heíir verió sagt, má sjá, að pað er
ekki svo ótrúlegt, sem. sagt hefir verið, að frá
Tungnárvatni fyrir SSA Tjaldvatn, mætti telja 100 sér-
stök vötn. Gras er hér lítið nema á Hestfit og við
Tjaldvatn og Útsynningsvptn, en alstaðar er fullt af
hvönnum, jafnvel á gróðurlausum sandi; átu hestarnir
blöð peirra og blóm með mestu græðgi; íinnst pá af
peim sérstök lykt, svipuð lauklykt, einsog Eggert Olafs-
son segir, er hann talar um Hvanngil í hinni óprentuðu
dugbók sinni; jafnvel farangurinn verður eins pefjaður,
ef menn liggja við nokkrar nætur, par sem mikið er af
hvönnum. Silungsveiðin í vötnum pessum var til forna
lögð til jafns við heila vertíð í Yestmanneyjum. pað
er auðséð, að hingað hefir fyrrum verið mikil aðsókn;
pað sést vel á ótal götum og troðningum kringum
vötnin, einkum kringum Skálavatn. J>að er mælt, að
til forna liafi mest veiðzt í Stórasjó, en sú veiði lagðist
niður, pví menn urðu varir við brtta á norðurenda vatns-
ins, og sáu ýms önnur merki ókunnugra fjallabúa; síð-
an veiddu menn mest með dráttarnetum í kvíslunum
milli vatnanna og á vissum miðum í vötnunum sjálfum;
pá réri einhver fram með ströndinni og liélt í annan
netendann, en annar hélt í hinn endann á landi; sum-
staðar lögðu menn net, einkum í Fossvötnum og Skála-
vatni. Silungarnir kvað vera mjög stórir og af ýmsum
tegundum, jafnvel í vötnuuum fyrir norðvestan Yatna-
kvísl. kvað vera 18 n pungir silungar, og greindur og
skynsamur maður segist hafa veitt 2 laxa í Stóra-Foss-
•vatni; menn segja, að í Stórasjó séu jafnvel sjófiskar
og pað stórar tegundir, en pað parf nákvæmari sönn-
unar. Ilvaðan kemur nú allur pessi silungsgrúi? Eng-
inn silungur kemst úr sjó pangað upp eptir sökum fossa;