Andvari - 01.01.1890, Page 135
113
varla geta sjófuglar alstaðar hafa hjálpað timguninni
(með pví að bera hrognin). J>að er alþýðutrú hér á
landi, að í þesskonar vötnum séu »uppgönguáugu«, og
að þar komi silungarnir upp frá undirdjúpunum; menn
þykjast jafnvel hafa séð silunga koma öfuga upp úr
slíkum augum, með sporðinn upp; stundum hafa menn
af öfund við nábúa sína troðið einhverju í slíkar holur
á vatnsbotni, og á þá svo að hafa brugðið við, að veið-
in hefir minnkað og horfið. Bg þóri ekki að dæma um
þetta mál, því eg veit, að vel geta verið slíkar holur á
vatnsbotnum, og að silungarnir þar af tilviljun geta
snúið sporðinum upp; ef til vill gjóta þeir hrognum
sínum í þesskonar fylgsnum. Bitt er inerkilegt, að í
hverju vatni eru silungarnir mismunandi að stærð og
útliti, og segir alþýðutrúin, að það komi af mismunandi
vídd uppgöngu-augnanna; en ætli það komi ekki heldur
af mismunandi æti, mismunandi botni o. s. frv.? |>að
er mjög illt, að veiðiferðir til Fiskivatna hafa lagzt alveg
niður síðan 1783; menn hafa leitt þær hjá sér í hörðu
árunum; þeir sem áður kunnu til þessarar veiði, þekktu
miðin o. s. frv., eru nú flestir komnir á grafarbakkann,
Eptir því sem mér var sagt, kvað veiðin takast bezt á
nóttu, þegar veður er rakt, þoka og nokkuð hvasst; þá
eru vötnin dimm og úfin, og silungarnir leita þá út til
kvíslanna. Frá Skaptártuugu var veiðin helzt stunduð,
því þaðan er stytzt til Fiskivatna, aðeins ein dagleið
frá byggð; veiðimenn fóru þá yfir Tungná fyrir austan
vötnin, rétt fyrir austan Tungnárfjall; nú hafa menn
flutt vaðið lengra til norðausturs, upp að hvössum hnúk,
sem heitir Göndull; þar eru þó miklar sandbleytur í
áuni*1.
þessi lýsing Sveins Pálssonar er mjög merkileg, eins
I) Sveinn Pálsson: Journal liolden paa en Naturforskcr-
Reise i Island. 3. bind), bls. 238—247, fol.
Andvari XVI.
8