Andvari - 01.01.1890, Page 136
114
og öll ferðabóliin, og er sárgrætilegt að hugsa til þess,
að hún skyldi eigi vera gefin út á sínum tíma; pað
mundi mjög hafa aukið pekkinguna á landafræði og
náttúrufræði Islands, og gert íslenzkum, vísindalegum
bókmenntum hinn mesta sóma. í ferðabókinni er
margur fróðleikur, sem enn pá liefir pýðingu, pó bókin
sé nærri hundrað ára gömul, og í mörgu befir Sveinn
Pálsson verið á undan samtíðarmönnum sínum, pótt
hann bæri eigi gæfu til pess, að sjá pað metið að verð-
leikum í lifanda lífi. Ef vér pá snúum oss' að lýsing-
unni á Fiskivötnum, pá ber pess að gæta, að Sveinn,
sakir illviðra, gat ekki nema einn hálfan dag skygnzt
um nálægt Tjaldvatni; pess vegna er eðlilegt, pótt ein-
staka ónákvæmni komi fyrir í lýsingunni, t. d. í pví,
er snertir afrennslið úr Fossvötnum og stefnu ýmsra
fjalla og vatna. Útsynningsvötn eru líklega pau vötn,
sem nú eru kölluð Breiðuvötn; Tungnárfjall er sama
sem Snjóalda, og stóra, nafnlausa vatnið par fyrir vest-
an Snjóölduvatn. Eg hefi í ferðasögunni hér að fram-
an getið pess til, að vatn pað, sem Landmenn nú al-
mennt kalla Litlasjó, hafi áður heitið Stórisjór; af lýsingu
Sveins Pálssonar sést pað fyllilega, að pessi getgáta er
rétt; Litlasjó nefnir Sveinn ekki á nafn; ruglingurinn á
nöfnunum og allar getgáturnar um ópekkt vatnsflæmi
einhversstaðar í óbyggðum, sem enginn hefir séð, eiga
líklega rót sína að rekja til Uppdráttar íslands, pví par
eru Fiskivötn gerð allt of stór, og látin ná upp undir
jökul.
par sem Sveinn Pálsson lýsir heimferðinni frá Fiski-
vötnum, talar hann líka nokkuð um Landmanna-afrétt,
og lýsir honum eptir sögn kunnugra manna, en ekki
fór hann par um sjálfur; hann fór yfir Tungná á Kvísla-
vaði, rétt fyrir neðan háan foss í Tungná; pykir
honum fossinn mjög fagur, og segir hann sé 40 faðma
breiður og 20 faðma hár; paðan riðu peir um hraun og
sanda og koinust um kvöldið í Afangagil við Valafell;