Andvari - 01.01.1890, Page 137
115
3. september fóru peir snetnma á stað niður með Sölva-
hrauni og Yestri-Eangá, síðan yfir Rangárvelli, og komu
einni stundu eptir miðuætti að Hlíðarenda. Sveinn
heyrði ýmsar sögur um Torfajökul og dalina norðan og
vestan við hann; var honum sagt, að í Reykjadölum
væri fullt af liverum, og par væri í logni varla hægt
að rata fyrir reyk; par væru og miklar brennisteins-
námur; austan við Reykjadali sögðu menn að væri
ókunnir, skuggalegir dalir, sem hétu Muggudalir; par
í nánd væri myrk gljúfur, sem gengju inu í Torfajökul,
og frá tindum við Hrafntinnuhraun, sunnan við Reykja-
dali, hefðu menn inn af gljúfrunum séð grasi vaxið iand,
og héldu menn að par væri fullt af útilegumönnum.
J>að er auðséð, að pessar frásagnir eru byggðar á óljós-
um sögnum um héruðin kringum Námskvísl og Jökul-
gil; útilegumannatrúin var pá mjög mögnuð, og fylgd-
armaður Sveins hafði meðal annars miklar dylgjur um
grasivaxna dali og byggðir hjá Hágöngum og við Köldu-
kvíslarbotna, og er ekki laust við, að enn eimi eptir
af peirri hjátrú hjá stöku mönnum sunnanlands, pótt
pau héruð séu nú vel kunn.
8*