Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 35% 72% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... FIMMTUDAGUR 24. september 2009 — 226. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ef maður er samkvæmur sjálfum sér en hamast ekki við að eltast við einhverja ákveðna tísku held ég að útkoman verði oft fín,“ segir Heiða Dóra Jónsdóttir, trúbador og hagfræðinemi, sem í sumar r kfataversl i sama hvort þau séu inn eða ekki,“ segir hún og segist viss um að með þetta í huga sé fólk oft ófeimnara við að blanda ólíkum hlutum samanog útkoman af þ í í fallegum en óþægilegum fötum. „Þá verður maður bara stífur og líður illa og það er ekkiH i Besta útkoman verður ef ekki er elst við tískuna Heiða Dóra Jónsdóttir, trúbador og hagfræðinemi, rak í sumar verslunina Sexy grandma á Frakkastíg, Hún segist ómögulega geta nefnt uppáhaldshönnuð eða -tímabil. Mikilvægast sé að líða vel í flíkunum. Áhugasvið Heiðu Dóru virðast eiga sér lítil takmörk. Hún hefur lokið BA-prófi í sálfræði, kennt magadans um árabil, verið trúba- dor, rekið fataverslun auk fjölda annarra hluta. Ekki að undra þótt klæði hennar séu úr ýmsum áttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIKINÍ eru á undanhaldi ef marka má tískufrömuði úti í heimi sem spá nú í sundfatatísku næsta sumars. Þeir vilja meina að snið og kven- leiki sjötta áratugarins verði höfð að leiðarljósi í hönnun og því verði sundbolurinn allsráðandi. Helst skuli hann vera bundinn aftur fyrir háls til að draga fram kvenlegar línur. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is VEÐRIÐ Í DAG HEIÐA DÓRA JÓNSDÓTTIR Er samkvæm sjálfri sér við val á fötum • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS SKOTVEIÐI Gæsaveiðin komin á fullt skrið Sérblað um skotveiði FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VÍSINDAVAKA 2009 Lifandi vísindi og spennandi uppákomur Sérblað um Vísindavöku 2009 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vísindavaka 2009 Viðamikil af- mælisdagskrá Félag enskukennara á Íslandi er fjörutíu ára. TÍMAMÓT 26 FÓLK Guðni Sigurðsson horfði á 89 íslenskar bíómyndir og safnaði saman milli fimm og sex hundruð þekktum íslenskum bíófrösum sem birtast á prenti í bókinni Ég tvista til þess að gleyma. Guðni segir að löngu sé kominn tími á slíka bók enda sé íslenski kvikmyndaiðnaðurinn í miklum blóma. - fgg/ sjá síðu 46 Guðni Sigurðsson skrifar bók: Safnar frösum úr bíómyndum Spenntur Björn Bragi Arnarsson tekur við sem ritstjóri tímaritsins Mónitor. FÓLK 36 9 4 6 13 14 SKAPLEGT SÍÐAR Í DAG Nú með morgninum er víða rigning en í dag styttir upp og léttir víða til þó hætt sé við stöku skúrum hér og hvar. Í kvöld fer að rigna á nýjan leik, fyrst vestan til og það hvessir í nótt. VEÐUR 4 Á VAKTINNI Tíu manns hófu keppni í Fangavaktarleik Stöðvar 2 sem hófst í Kringlunni í gær. Leikurinn stendur fram á föstudags- kvöld. Sá sem lengst endist í fangaklefanum sigrar. Dregin eru stig frá keppendum fyrir að bregða sér út úr klefanum og fari svo að fleiri en einn þrauki fram á föstudagskvöld vinnur sá sem hlýtur fæst stig fyrir fjarveru. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Þrír Íslendingar sem voru handteknir hérlendis í sumar voru grunaðir um að tengjast einu stærsta fíkniefnasmygli sem upp hefur komið í heiminum. Þá fann lögreglan í Ekvador tæp 30 tonn af kókaíni blönduð í sýróp í um 600 stórum brúsum. „Hvaða íslenskur leppalúði halda menn að geti átt þátt í innflutn- ingi á sautján tonnum af kókaíni? Hverjum dettur þetta í hug?“ spyr Sigurður Ólason, einn þeirra sem sátu inni vegna málsins, en meint- ur þáttur Íslendinganna sneri að 17 af tonnunum 30. Hann gagn- rýnir vinnubrögð lögreglu, sem hann segir hafa notað meint tengsl hans við málið til að halda honum í gæsluvarðhaldi. Réttarhöld hefjast í dag í máli Gunnars Viðars Árnasonar, eins þremenninganna, sem ákærður er fyrir að flytja sex kíló af amf- etamíni til landsins. Til stendur að tveir hollenskir sakborningar úr stóra málinu frá Ekvador gefi þar símaskýrslu. Annar þeirra segist í samtali við Fréttablaðið hvergi hafa komið nærri innflutningn- um til Íslands, heldur hafi hann notað Gunnar Viðar sem millilið í gjaldeyrisbraski. - sh / sjá síðu 4 Þrír Íslendingar voru grunaðir um að tengjast 30 tonna kókaínsmygli í Ekvador: Tengdir við eitt stærsta smygl heims Hjálpartraust „Hví skyldu skattgreiðendur í öðrum löndum hafa hug á að rétta Íslandi hjálparhönd eins og allt er hér í pottinn búið?“ spyr Þorvaldur Gylfason. Í DAG 22 EVRÓPUMÁL Evrópusambandið hafnaði því að ræða við Íslend- inga um lánveitingu eða efna- hagsaðstoð strax eftir bankahrun og sagði að lánveiting kæmi ekki til greina fyrr en ágreiningur um Icesave hefði verið leystur. Talsmaður framkvæmdastjóra efnahagsmála hjá ESB segir að ríkisstjórnin hafi sótt formlega um aðstoð í haust. - pg / sjá síðu 18 Efnahagsaðstoð frá ESB: Tengd Icesave strax í nóvember Ég er ekki grófur Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason fékk tíu gul spjöld í Pepsi-deild karla í sumar. ÍÞRÓTTIR 40 EFNAHAGSMÁL Nauðsynlegt er að lög um greiðsluaðlögun verði fram- kvæmd þannig að mæta megi veru- legum greiðsluvandræðum í það minnsta tíu þúsund fjölskyldna á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í tillögum að lausnum um skulda- vanda heimilanna sem Alþýðu- samband Íslands (ASÍ) kynnti rík- isstjórninni á fundi í gær og verða kynntar opinberlega í dag. Í tillögunum kemur fram að gera þurfi greiðsluaðlögunarferlið fljót- virkara og notendavænna og veita verulega fjármuni til þess og þeirra stofnana sem sjá um framkvæmd- ina. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, benda kannanir sam- bandsins, Hagsmunasamtaka heim- ilanna og Seðlabankans til þess að 18 til 20 prósent heimila glími við verulegan vanda. „Stóra talan í þessu er 20.000 heimili. En samkvæmt þessum könnunum er helmingur þessa fólks í gríðarlegum vanda, sem þýðir að það þarf að finna lausn- ir á allra næstu mánuðum. Þessi úrræði verða að vera skilvirkari,“ segir Gylfi. Í tillögunum kemur fram að til að þessi markmið náist þurfi að stórefla Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Þá sé óþolandi að tugum og hundruðum milljóna króna sé varið til að standa vörð um hagsmuni kröfuhafa í gegnum skila- nefndir, lögfræðinga og endurskoð- endur á meðan takmörkuðu fé sé varið til hjálpar heimilum í vanda. Lagt er til að greiðsluaðlögun verði heildstætt, fljótvirkt og skuld- aramiðað úrræði sem meðal ann- ars taki jöfnum höndum á almenn- um skuldum og veðskuldum, hvort heldur sé um að ræða íbúðalán eða bifreiðalán og geti skilmálabreytt bæði fasteigna- og bifreiðaveð- skuldum þannig að gengistrygging sé felld niður, gjalddögum fjölgað og lánstími lengdur. Einnig er lagt til að kröfuhafi sem ekki sættir sig við niðurskurð veð- skulda umfram 100 prósenta veðþol eignar geti leyst eignina til sín gegn yfirtöku veðskuldbindinga, eða skil- að lyklunum að eigninni. Skuldari og fjölskylda hans geti engu að síður haldið afnotum eignarinnar í allt að tólf mánuði gegn greiðslu hæfilegs endurgjalds í formi húsaleigu. - kg ASÍ vill að tekið verði jafnt á húsnæðis- og bílalánum Tillögur Alþýðusambands Íslands að lausnum á skuldavanda heimilanna verða kynntar í dag. Mæta þarf vanda tíu þúsund fjölskyldna á næstu mánuðum. Stórefla þarf Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.