Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 28
 24. september 2009 FIMMTUDAGUR4 Leikkonan Mila Kunis í tjullkjól eftir Monique Lhuillier. Emmy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. sinn á sunnudaginn var. Emmy-hátíðin er nokkurs konar uppskeruhátíð sjónvarpsþátta og sjónvarpsleikara svipað og Óskars- verðlaunahátíðin er fyrir kvikmyndir og kvikmyndaleikara. Emmy-hátíðin nú var haldin í Nokia-leikhúsinu í Los Angeles. Helstu niðurstöð- ur voru þær að 30 Rock var valin besta gamanþáttaröðin þriðja árið í röð. Mad Men fékk viðurkenningu fyrir bestu dramaþættina. Besti aðalleikarinn í drama- þætti var Bryan Cranston í Breaking Bad og besta leikkonan í sama flokki var Glenn Close í Damages. Besti leikari í gamanþætti var Alec Baldwin í 30 Rock og besta leikkonan í sama flokki var Toni Colette í United States of Tara. Allar þessar stjörnur mættu vitanlega uppstrílaðar ásamt fjölda annarra leikara. Hér má sjá nokkrar þeirra sem þóttu bera af. solveig@frettabladid.is Sjónvarpsstjörnur og fleira frægt fólk fór í sitt fínasta púss síðastliðinn sunnudag til að ganga eftir rauða dreglinum inn á Emmy-verðlaunahátíðina. Ofurfyrirsætan Heidi Klum var stór- glæsileg í svörtum Marchesa-kjól sem var hannaður sérstaklega til að undir- strika ört stækkandi bumbuna. Sjónvarpsstjörnur skína Ginnifer Goodwin hefur vakið athygli fyrir leik sinn í Big Love. Hér er hún í fjólubláum kjól frá Yves Saint- Laurent. Leikkonan Julia Louis-Dreyf- us sem öðlaðist frægð í Seinfeld skartaði kóngabláum kjól eftir Veru Sandra Oh úr Grey‘s Anatomy var flott að venju. Hér er hún í gylltum kjól frá Marchesa. Karl Lagerfeld heillaðist af Beth Ditto í veislu. Tískumógúllinn Karl Lagerfeld hefur verið óspar á að hrósa Amy Winehouse. Hann lét þau ummæli falla árið 2007 að Amy væri Brigitte Bardot okkar tíma vegna þeirra miklu áhrifa sem hún hefur haft á tískuna en stíll hennar gaf honum innblástur við hönnun tískufatnað- ar. En Amy hefur ekki farið vel með sig og þótt hún sé aðeins nýorðin 26 ára þá hefur stöðug eiturlyfja- neysla orðið til þess að minna ber á sköpunarkrafti hennar á sviði tónlistar og tísku. Hún lítur orðið skelfing illa út og því ekki að undra þótt Karl sé farin að líta annað í leit sinni að innblæstri. Nýlega hrósaði hann stíl og orku bresku söngkonunnar Beth Ditto úr hljómsveitinni The Gossip en þau hittust í veislu fyrir skömmu. Ditto hafði ekki hægt um sig en það truflaði ekki Lagerfeld, þvert á móti. Sagðist hann óska þess að Lucian Freud gæti málað hana, en sá er þekktur fyrir málverk sín af feitlögnum konum. Hann efað- ist reyndar um að Ditto hefði eirð í sér til að sitja fyrir. Hrós Lag- arfelds þykir einkar áhugavert í ljósi þess að mikil umræða fer nú fram um að fyrirsætur eigi að hafa meira kjöt utan á sér en tíðk- ast hefur. Lengi hefur Lagerfeld hrifist af óvenju grönnum konum en Ditto þykir hins vegar óvenju feitlagin. Lagerfeld heillast af feitlaginni konu Það var gullsmiðurinn Donald Edge sem sá um smíði Cham- bord-flöskunnar sem metin er á tvær milljónir dala enda er hún alsett demöntum, gulli og perlum. Chambord framleiðir franskan rifsberjalíkjör og fékk Edge til að endurskapa hina konunglegu flösku. Var það gert í tilefni af því að Chambord kostar nýja upp- setningu á leikritinu Breakfast at Tiffany‘s á West End. Sótt hefur verið um það hjá Guinnes-heimsmetabókinni að flaskan verði skráð sem dýrasta vínflaska heims. - sg Tveggja milljóna dollara dropi DÝRASTA VÍNFLASKA HEIMS VAR AFHJÚPUÐ Á TÍSKUVIKUNNI Í LOND- ON Á MÁNUDAGINN. Flaskan er alsett demöntum, perlum og gulli. NORDICPHOTOS/AFP Beth Ditto er hæfileika- ríkur tónlistarmaður og með sérstakan fatastíl eins og Amy Winehouse en öllu stórvaxnari. Naomi í góðu formi Naomi Campbell vakti athygli á tískuvikunni í London enda þykir hún ungleg í útliti. Fatahönnuðir á tískuvikunni í London sem stendur nú yfir eru duglegir að nota „venju- legar“ konur á tískusýning- um sínum. Með venjulegar eru þó átt við stjörnur og smástirni á borð við Pea- ches, Pixie Geldof og Lisu Wallace sem hefur unnið sér það til frægðar að taka þátt í Big Brother. Ein var það þó sem hélt uppi heiðri ofur- fyrirsætna. Það var Naomi Campbell sem þrátt fyrir 39 ára aldur, sem þykir hár í heimi fyrirsætna, er með líkama tvítugrar konu. Hún þrammaði eftir tískupallin- um fyrir Issa og sýndi þar vor- og sumartískuna fyrir næsta ár. Naomi er þekkt fyrir ráðríki og fær sjálf að velja þær flíkur sem hún sýnir og hér eru dæmi um tvær þeirra. - sg SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar System kr. 33.900,- Flex Max kr. 27.900,- Flex kr. 22.900,- FLOTT Í VETUR...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.