Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 2
2 24. september 2009 FIMMTUDAGUR Garðar, upplifir þú þetta sem höfnun? „Já, við erum greinilega taldir eftir- bátar annarra.“ Eigendur smábáta óttast að verða hraktir úr gömlu höfninni í Reykjavík. Garðar Berg Guðjónsson er formaður Félags smábátaeigenda. H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 AÐEINS 1% FITA 20% ÁVEXTIR N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS ENGINSÆTUEFNI GETRAUNIR Einstæð móðir tveggja ára gamals barns var ein með allar fimm tölurnar réttar í Lottóútdrættinum síðastliðinn laugardag. Vinningsupphæðin nam rúmlega 35,5 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef- síðu Íslenskrar getspár. Á síðunni kemur fram að konan hafi keypt miðann í Olís við Gull- inbrú á föstudagskvöldinu fyrir útdrátt. Hún hafi séð auglýsingu um þennan risapott og ákveðið að skella sér á einn sjálfvalinn miða með Jóker. Vinningurinn komi sér sérlega vel þar sem þessi unga kona sé atvinnulaus og hafi nýlega misst íbúðina sína. - kg Vann tugi milljóna í Lottó: Einstæð móðir með allar réttar LÖGREGLUMÁL „Þetta er nánast alveg eins og innbrotið sem Fréttablaðið sagði frá um síðustu helgi. Það er brotist inn um miðja nótt, allt verðmætt tekið og svo keyrt burt á bílnum,“ segir Brynja Þórhallsdóttir, íbúi í Reynihvammi í Hafnarfirði. Brotist var inn í íbúð Brynju, þar sem hún svaf ásamt fimm mánaða gamalli dóttur sinni, á þriðjudags- nótt. Þaðan var meðal annars stolið dýrri myndavél, gjaldeyri, vegabréfum og glæ- nýjum Lexus-jeppa. Fréttablaðið greindi á laugardag frá svipuðu innbroti í Ásahverfi í Hafnarfirði. Alls hefur því verið tilkynnt um fimm innbrot á sömu slóðum í Hafnarfirði á einni viku. Brynja segir það hafa verið óhugnanlegt að vakna og uppgötva að farið hefði verið um íbúðina um nóttina. „Ég þakka bara guði fyrir að við vöknuðum ekki. Ég vil ekki hugsa til þess sem hefði getað gerst ef ég hefði farið fram og lent í klónum á þessum aðilum. Það er ótrúlegt hvernig þetta þjóðfélag okkar er orðið. Nú vona ég bara að allt heiðarlega fólkið standi saman til að loka á þessa menn,“ segir Brynja. Ólafur G. Emilsson, stöðvarstjóri lögreglu- stöðvarinnar í Hafnarfirði, segir að málin fimm séu rannsökuð með tilliti til þess hvort þau tengist innbyrðis. Játningar hafi feng- ist við þremur innbrotanna, en ekki sé enn vitað hvort hin tvö tengist þeim. „Í þeim til- fellum sem játningar hafa komið fram er um að ræða ungt íslenskt vandræðafólk sem á í basli með áfengi og önnur vímuefni,“ segir Ólafur G. Emilsson. - kg Lét greipar sópa og keyrði burt á nýjum Lexus-jeppa í fimmta innbrotinu á einni viku í Hafnarfirði: Þakka guði fyrir að við vöknuðum ekki STJÓRNMÁL Lánveitingar Norður- landanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frænd- þjóðir okkar leggðu allt af mörk- um til að ljúka þessu og þeir sögð- ust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Frétta- blaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sam- eiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 millj- arða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á efnahagsáætl- un Íslands. Það mál ræddi Össur við Dom- inique Strauss- Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Við- brögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endur- skoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss- Kahns. Á hinn bóginn sagði hann við- ræður þeirra hafa verið hrein- skiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopn- unarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtoga- fund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkis- ráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu. bjorn@frettabladid.is Össur ræðir um lán og ESB í New York Forstjóri AGS vonast til að hægt verði að endurskoða efnahagsáætlun Íslands sem fyrst. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ætla að beita sér fyrir að lán- veitingum verði hraðað. Utanríkisráðherra ræðir um ESB við starfsbræður. DOMINIQUE STRAUSS-KAHN Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði með Strauss-Kahn í gær. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að Íslendingar vildu fá endur- skoðunina afgreidda sem allra fyrst. ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON ATVINNULÍF „Það standa öll spjót á Seðlabankanum. En ég á ekki von á öðru en að tekin verði skyn- samleg ákvörðun í þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu með fulltrúum ríkis- stjórnarinnar í ráðherrabústaðn- um í gær. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag. Stöðugleikasáttmálinn sem undirritaður var í sumar gerði ráð fyrir að stýrivextir yrðu komnir niður í eins stafs prósentutölu hinn 1. nóvember. Stýrivextirnir eru tólf prósent í dag. Næsti vaxtaákvarðanadagur bankans er 5. nóvember. „Framkvæmd sáttmálans hefur ekki gengið eftir með þeim hætti sem búist var við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. - kg Stöðugleikasáttmáli ræddur: Þrýstingur á Seðlabankann TÍSKA „Ég hef unnið lengi á herra- stofum og hefur fundist vanta að karlmenn hafi eitthvað við að vera meðan þeir bíða og eru klipptir,“ segir Jón Hrólfur Bald- ursson, eigandi hárgreiðslustof- unnar Rebel, sem einungis er ætluð karlmönnum og börnum. „Okkur leiðist að sitja á bið- stofum með kaffibolla og Séð og heyrt. Við erum alltaf hálfgerð börn þannig að börn og karlmenn passa vel saman á hárgreiðslu- stofum.“ Á stofunni er billjarð- borð, píluspjald, blöð um mótor- sport og fleira sem Jón Hrólfur segir falla vel að hugðarefnum karlmanna. - jma / sjá allt í miðju blaðs Nýjung á markaðinum: Hárgreiðslu- stofa fyrir karl- menn og börn REYNIHVAMMUR Brynja segir innbrotsþjófinn greini- lega hafa tekið sinn tíma inni í íbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni sem sakaður er um að hafa beitt stjúpsystur sína kynferðislegu ofbeldi í fimm ár, frá 1999 til 2003. Manninum er gefið að sök að hafa allt að 40 sinnum haft munnmök við stúlkuna og káfað á kynfærum hennar innan klæða sem utan. Þá er hann sakaður um að hafa einu sinni látið stúlkuna hafa við sig munnmök. Verjandi mannsins krafðist þess við fyrirtöku að ráðgjafa frá Stígamótum, sem stúlkan hefur verið í reglubundnum við- tölum hjá, yrði meinað að vitna í málinu. Á það var ekki fallist. - sh Ákærður fyrir kynferðisbrot: Níddist á stjúp- systur sinni Vilja ekki hætta að veiða Stjórn Orkuveitunnar vísaði á síðasta föstudag frá tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar um að hætt yrði að bjóða völdum sveitarstjórnar- og embættismönnum í laxveiði í Elliðaánum. REYKJAVÍK ATVINNUMÁL Horfur eru á að vilja- yfirlýsing iðnaðarráðuneytisins, Alcoa og Norðurþings um álver á Bakka við Húsavík verði ekki endurnýjuð. Gildistími yfirlýsing- arinnar, sem var undirrituð í maí 2006, rennur út eftir viku. Í ráði er að bjóða fleirum að taka þátt í formlegum viðræðum um orkunýtingu í Þingeyjarsýslu og atvinnuuppbyggingu í Norður- þingi. Fram undan er að búa til formlega yfirlýsingu þar um. Forystumenn Norðurþings gengu glaðir í bragði af fundi með iðnaðarráðherra um kvöldmatar- leytið í gær en hljóðið í þeim hefur verið þungt síðustu vikur. Sögð- ust þeir hafa átt góðar samræður við ráðherrann. „Ég er sannfærð- ur um góða lausn,“ sagði Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri en vildi fátt láta uppi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra sagði þau sammála um útlínur málsins en vildi fáu svara um Alcoa. „Engum verður hent út úr ferlinu,“ sagði hún þó. Nefnd fjögurra ráðherra fjall- ar um stefnu stjórnvalda í orku- og umhverfismálum. Í henni situr Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. „Við viljum að hægt verði að ræða við hvern sem er sem vill nýta orku á þessu svæði og getur losað málið úr þeirri patt- og biðstöðu sem það hefur verið í.“ Í því fælist að framlengja ekki viljayfirlýsinguna við Alcoa um álver. Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, hafði ekki heyrt af vendingum í málinu í gærkvöldi. Sagðist hann enn gera ráð fyrir framlengingu viljayfirlýsingarinnar. - bþs Sveitarstjóri Norðurþings fundaði með Iðnaðarráðherra: Alcoa situr ekki eitt við borðið BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.