Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 46
30 24. september 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur nú í fyrsta sinn
fyrir hljómsveitarnámskeiði fyrir lengra komna
tónlistarnema. Það hófst þann 12. september
og lýkur með tónleikum í Háskólabíói á laugar-
dag kl.17 þar sem flutt verður hin magnþrungna
sinfónía nr. 5 eftir Sjostakovitsj. Leiðbeinendur á
námskeiðinu eru leiðarar úr Sinfóníunni og stjórn-
andi Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri SÍ.
Á námskeiðinu gefst tónlistarnemum tækifæri
til að kynnast því að leika í stórri sinfóníuhljóm-
sveit, vinna með hljóðfæraleikurum SÍ, sem hafa
áralanga reynslu í hljómsveitarleik, og einnig
að kynnast vinnuaðferðum hljómsveitarstjóra á
heimsmælikvarða. Námskeiðið gefur Sinfóníu-
hjómsveitinni tækifæri til að taka þátt í þjálfun
tónlistarnema í hljómsveitarleik, mynda náin og
bein tengsl við unga tónlistariðkendur og leggja
þannig drög að eigin framtíð. Í vor sóttu 140
tónlistarnemar um þátttöku og í júní voru haldin
prufuspil fyrir leiðandi stöður. Hljómsveitina skipa
í dag um níutíu ungmenni sem koma víða að.
Nokkrir nemar koma utan af landi og aðrir hafa
tekið sér frí frá námi í erlendum tónlistarháskól-
um til að taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er
nemendum að kostnaðarlausu.
Æfingar hafa gengið vonum framar og hefur
Rumon Gamba lýst yfir ánægju sinni með hljóm-
sveitina. Hér er á ferðinni ómetanlegt tækifæri
fyrir íslenska tónlistarnema sem mun án efa lifa
með þeim í námi og starfi.
Ungliðasveit Sinfóníunnar æfir
TÓNLIST Frá æfingu ungra tónlistarmanna með
Sinfóníuhljómsveitinni í vikunni.
Hagþenkir, félag höfunda fræði-
rita og kennslugagna veitir árlega
starfsstyrki til ritstarfa og til
gerðar fræðslu- og heimildar-
mynda. Árið 2009 var sótt um 29
starfsstyrki til ritstarfa og nam
heildarupphæðin sem sótt var
um rúmri 15 milljónum króna. Til
ráðstöfunar voru tíu milljónir svo
ekki dugar styrkupphæðin til að
sinna öllum þeim sem um sækja.
Úthlutað var styrkjum til 26
verkefna. Fjórar umsóknir um
styrki til handritagerðar hlutu
styrk, að upphæð samtals 900.000
krónur.
Kennir margra grasa í úthlut-
un ársins. Ferill Hafsteins Aust-
mann listmálara, aðildarviðræður
við Evrópusambandið, hljóðfræði
og félagsleg málvísindi og saga
fatagerðar eru meðal þess sem
styrkt er svo dæmi sé gefið um
víddina í þeim mörgu rannsókn-
arefnum sem undir eru í vinnu
umsækjenda. Frá hendi þeirra
höfunda sem dæmin eiga hér að
ofan hafa þegar komið út tvær
bækur: rit Auðuns Arnórssonar,
Inni eða úti? Aðildarviðræður við
Evrópusambandið, og rit Ásdís-
ar Jóelsdóttir, Saga fatagerðar og
fatahönnunar á Íslandi frá lokum
19. aldar til byrjun 21. aldar.
Styrkupphæðirnar eru ekki
háar en höfundana munar um
hvert tillegg sem þeir fá til vinnu
og útgáfukostnaðar enda er það
tilggangur styrkjanna að auðvelda
fræðimönnum að koma verkum
sínum til almennings. Flest verk-
in eru á sviði hugvísinda og félags-
vísinda og flestir styrkirnir eru
hugsaðir í verk sem eru í senn
framlag til vísindalegrar umræðu
og almenningi til fróðleiks.
Þá eru styrkir til handritsgerðar
af ólíkum toga: Ari Trausti Guð-
mundsson er að vinna heimildar-
þætti um nýsköpun á Íslandi, alls
tólf þætti Ásta Sól Kristjánsdóttir
og Berghildur Erla Bernharð kalla
verkefni sitt: Listina að lifa, Egg-
ert Þór Bernharðsson sagnfræð-
ingur vill skrifa handrit að tíu
Fréttaskotum úr fortíð og Krist-
inn Schram handrit að staðfræði
Gísla sögu Súrssonar og merkingu
hennar í huga nútímafólks. - pbb
Hagþenkir styrkir höfunda
MENNING Styrkþegar Hagþenkis við
afhendingu fjárins í liðinni viku.
MYND/HAGÞENKLR
Á Nýja sviði Borgarleik-
hússins hafa menn fylgt
þeirri stefnu að kynna
íslenskum áhorfendum ný
erlend verk og á morgun
verður þar frumsýnt írskt
verk: Heima er best eftir
Enda Walsh.
Höfundurinn Enda Walsh er fædd-
ur 1967 í Dublin og hafa verk hans
verið sviðsett víða um heim. Tvö
leikrita hans hafa verið sýnd hér-
lendis, Disco Pigs og Misterman.
Heima er best (Walworth Farce)
hlaut afbragðs viðtökur þegar það
var frumsýnt í National Theatre í
London í fyrra.
Feðgar búa þrír í lítilli íbúð í
úthverfi: Þröstur Leó Gunnarsson
fer með hlutverk föðurins sem
hefur í nær tvo áratugi læst syni
sína tvo inni þar sem hann stjórn-
ar þeim með harðri hendi í örvænt-
ingarfullri tilraun til að halda fjöl-
skyldunni saman. Synirnir Blake
og Sean, sem þeir Guðjón Davíð
Karlsson og Jörundur Ragnars-
son leika, hafa lært að lifa með
harðræðinu en eiga sér samt þann
draum að komast út. Þessu gráa
gamni lýkur þegar fjórða mann-
eskjan bankar á dyr en hana leikur
Dóra Jóhannsdóttir.
Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri er
ekki þekktur fyrir að hlífa áhorf-
andanum og gerir hann það ekki
heldur hér. Meðal fyrri uppsetn-
inga hans er Maríubjallan (LA),
Herra Kolbert (LA), Vestrið eina
(Borgarleikhúsið) og Þú ert hér
(Borgarleikhúsið).
Sýningartímabil verka á nýja
sviðinu er skarpt og er haldið
áfram fyrirkomulagi sem tekið
var upp í Borgarleikhúsinu á síð-
asta ári. Hvert verk er sýnt oft í
viku í fyrir fram ákveðinn tíma
sem er ekki lengri en fjórar vikur
í senn.
Þýðandi er Heiðar Sumarliða-
son en hann mun eiga verk á sviði
Borgarleikhússins er líður á vetur-
inn. Leikmynd og búningar annast
Ilmur Stefánsdóttir. pbb@frettabladid.is
Bræður berjast
LEIKLIST Faðir kvelur syni sína en svo snúast spilin við. MYND/LR-GRÍMUR BJARNASON
Kl. 13 í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafnsins
Ráðstefna um hina viðamiklu
útgáfu Kirkjur Íslands. Haldin
eru sjö erindi sem öll snúast um
kirkjubyggingar í Borgarfirði en
ný bindi í ritverkinu eru helguð
byggingum í Borgarfirði. Ráð-
stefnustjóri er Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 24. september
➜ Tónleikar
17.30 Jónas Ingi-
mundarson og
Sesselja Kristjáns-
dóttir flytja íslensk-
ar einsöngsperlur á
tónleikum í Salnum
við Hamraborg í
Kópavogi. Aðgangur
er ókeypis.
20.00 Bypass,
Captain Fufanu og Hypno koma fram
á Fimmtudagsforleik Hins Hússins við
Pósthússtræti 3-5. Tónleikarnir fara fram
í kjallaranum (gengið inn Austurstræt-
ismegin). Allir allsgáðir 16 ára og eldri
velkomnir. Enginn aðgangseyrir.
21.00 Rúnar Þór fer yfir ferilinn og leik-
ur sín bestu lög ásamt Jóni Ólafssyni á
tónleikum á Græna Hattinum við Hafn-
arstræti á Akureyri.
22.00 Eyjólfur Kristjánsson flytur eigið
efni ásamt vel völdum lögum Simon &
Garfunkel á Pósthúsinu vínbar við Póst-
hússtræti 13.
22.00 Hljómsveitin HEK verður á Cafe
Cultura við Hverfisgötu. Aðgangur er
ókeypis.
➜ Kvikmyndir
20.00 Kvikmyndavika tengd kreppu
og kvótabraski hjá Kvikmyndasafninu til
26. sept. Sýningar fara fram í Bæjarbíói
í Hafnarfirði. Sýndir verða tveir seinni
hlutar myndaflokksins „Verstöðin
Ísland“ eftir Erlend Sveinsson, „Baráttan
um fiskinn“ og „Ár í útgerð“. Nánari
upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is.
➜ Leikrit
20.00 Brynhildur Guðjónsdóttir flytur
einleikinn Brák á
sérstakri styrktar-
sýning í Landnáms-
setrinu við Brákar-
braut í Borgarnesi.
Allur ágóði sýning-
arinnar rennur í
söfnunarátak Eddu
Heiðrúnar Backman
og Hollvina Grens-
ásdeildar.
➜ Fyrirlestrar
12.15 Guðrún Bergmann flytur erindi
um vistvænan lífsstíl og hvernig skyn-
samleg innkaup fyrir heimilið geta
breytt heiminum. Fyrirlesturinn fer fram
í húsnæði Norræna félagsins á Óðins-
götu 7. Allir velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
> Ekki missa af
Hinu glæsilega úrvali kvik-
mynda sem sýndar verða
síðustu daga RIFF, en hátíðinni
lýkur á sunnudaginn. Sjá dag-
skrá á vefnum riff.is.
Reykjavík Iceland
25 – 30 September 2009
20th Anniversary
nordiskpanorama.com
Reykjavík
Bergen
Århus
Oulu
Malmö
Kvikmyndahátíð
í Regnboganum
25–30 september
Á MORGUN FYLGIR FRÉTTABLAÐINU
SÉRBLAÐ UM KVIKMYNDAHÁTÍÐINA
NORDISK PANORAMA.