Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 26
JENA.THEO tískuhönnuðatvíeykið sigraði í keppninni Fashion Fringe í Covent Garden á dögunum fyrir tískulínu sína. Það eru Jenny Holmes og Dimitris Theochardis sem mynda tvíeykið. „Ég hef unnið lengi á herrastof- um og hefur fundist vanta að karl- menn hafi eitthvað við að vera meðan þeir bíða og eru klipptir. Yfirleitt er ekki annað í boði en kaffibolli og kvennablöð,“ segir Jón Hrólfur Baldursson, eigandi hárgreiðslustofunnar Rebel. Jón Hrólfur keypti billjarðborð til að hafa á stofunni sem og pílu- spjald og lestrarefnið eru blöð um mótorsport, skútur og fleira. „Svo verðum við með sjón- varp hérna þar sem kveikt verð- ur á íþróttum. Karlmenn eru allt öðruvísi en konur. Okkur leiðist að sitja á biðstofum með kaffibolla og Séð og heyrt. Við erum allt- af hálfgerð börn þannig að börn og karlmenn passa vel saman á hárgreiðslustofum.“ Borðin á staðnum eru gerð úr mótorhjóladekkjum og snagar til að hengja af sér eru úr varahlutum svo fátt eitt sé nefnt. Fyrsta mótor- hjól Jóns Hrólfs hét Honda-Rebel og er stofan skírð í höfuðið á hjól- inu, en hún er á Nýbýlavegi 18. „Mér hefur fundist gaman að prófa eitthvað nýtt og leiðist að fara venjulegar leiðir og ég held að þetta muni auðvelda karlmönnum að koma því í verk að fara til rak- arans, að þurfa ekki að muna eftir að hringja á undan sér.“ juliam@frettabladid.is Hárgreiðslustofa sniðin fyrir karla og börn Í Kópavogi opnaði nýverið hárgreiðslustofa sem er sniðin að þörfum karlmanna og barna að sögn eig- anda. Ekki þarf að panta tíma á stofunni sem býður líka upp á margs konar afþreyingarmöguleika. Jón Hrólfur, eigandi Rebel, segist vita að karlmönnum leiðist að bíða og þurfi að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frjálslegar Miller-pæjur SIENNA MILLER OG SYSTIR HENNAR SAVANNAH SÝNDU HVAÐ Í ÞEIM BÝR Á TÍSKUVIKUNNI Í LONDON. Leikkonan Sienna Miller og syst- ir hennar Savannah, sem hanna undir merkinu Twenty8Twelve, frumsýndu vor- og sumarlínuna sína á tískuvikunni í London á mánudag. Fötin áttu það sameig- inlegt að vera efnislítil og ná ekki niður fyrir mið læri. Gagnrýnendur voru sammála um að línan væri uppfull af rokki og voru leður- og galla- efni ríkjandi. Suðrænn andi sveif þó einnig yfir vötnum með tilheyrandi litadýrð enda sögðust systurnar vera undir áhrifum frá Ibiza. Fyrirsætunum virtist líða vel í föt- unum og var lagt upp úr því að þær væru sem frjáls- legastar. Hárið fékk að flaksa í allar áttir og mask- arinn náði vel niður á kinn- ar en þannig kemur Sienna Mill- er sjálf ósjald- an fyrir sjónir. Upp á ensku kallast þetta útlit „morn- ing after chic“ og þykir eftir- sóknarvert. - ve Rokkið var ekki langt undan. Síddin sem hér sést var gegn- umgangandi. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Gunnlaug Þorvaldsdóttir flutti eigin tónsmíðar á sýningu fatahönnuðarins Stefán Orscel-Read á tískuvikunni í London á sunnudaginn. Orschel-Read þykir ein af upprennandi stjörnum tískuhönnunarheimsins í Bretlandi, og er nefndur með stórum nöfnum um þessar mundir. Það var sjónvarpsstöðin on/off LFW venue sem sýndi frá sýningarpöllunum og fatalínu hans. Fötin hans, sem eru hönnuð fyrir karlmenn, þykja mjög sér- stök og framúrstefnuleg, en ekki síðri athygli vakti rödd hinnar íslensku Gunnlaugar sem söng eigin tónlist á tískusýningunni. „Nei, Stefán er ekki af íslenskum ættum, ég hélt það einmitt fyrst út af nafninu, hann er fæddur á Indlandi og alinn upp í Skotlandi. Hann þykir ein af björtu vonum tískuheimsins í Bretlandi og sýning hans vakti mikla athygli úti. Hann bað mig, eftir að hafa kynnst tónlist minni, að flytja hana á tískuvikunni fyrir sig í London og mér þótti það mikill heiður. Tónlistin pass- ar vel við fatnað hans,“ segir Gunnlaug en hún hefur verið búsett á Ítalíu síðustu sex árin, verið í einkatím- um í söng og unnið við eigin tónsmíðar. Fyrir þrem- ur árum kom út geisladiskur með tónlist hennar, gef- inn út á Ítalíu, sem byggist á alls kyns raddtækni og var tónlistin meðal annars af þeim diski. Gunnlaug hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að geta mynd- að alls konar skemmtileg hljóð, meðal annars hermt eftir fuglum, og á Íslandi hefur hún flutt hljóð sín í útvarpsleikritum og víðar. Hún hefur fært þá list á hærra og alþjóðlegra plan síðustu árin og hefur gert tónlist við stuttmyndir í London og flutt raddlistaverk sín víða, meðal annars á Pompidou-safninu í París og nú síðast í Segovia á listahátíð þar. Sá um tónlist á sýningu á tískuvikunni í London Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Gunnlaug Þorvaldsdóttir með tískuhönnuðinum Stefán Ors- chel-Read á tískuvikunni í London á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.