Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 8
8 24. september 2009 FIMMTUDAGUR 1 Hversu hár verður niður- skurðurinn í heilbrigðiskerfinu á næsta ári? 2 Hvað heitir brottrekinn forseti Hondúras sem laumaðist aftur til landsins á mánudag? 3 Hvaða íslenski leikari leikur í mynd rússneska leikstjórans Sokurovs um Faust? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 A T A R N A í september Glæsilegar vörur nú á Tækifærisverði. Láttu drauminn rætast. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Skoðið Tækifæristilboðin á www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Tæki færi SVÍÞJÓÐ, AP Hópur ræningja notað- ist við stolna þyrlu og sprengiefni til að ræna fé úr peningageymslu öryggisfyrirtækis í Stokkhólmi eldsnemma í gærmorgun. Einn maður var handtekinn stuttu eftir hádegi, grunaður um aðild að ráninu. Mennirnir flugu þyrlunni yfir bygginguna, sem er í Västberga- hverfinu sunnan til í borginni. Tveir þeirra sigu niður á þakið, brutu þar glugga og komust þannig inn í peningageymsluna. Þeir flugu síðan á brott með þyrlunni með fenginn í stórum pokum. Lögreglan gat ekki notfært sér sínar eigin þyrlur vegna þess að sprengiefni hafði verið komið fyrir við þyrluskýli lögreglunn- ar. Sérsveitarmenn sáust einnig gera örvæntingarfulla tilraun til að komast inn í peningageymsluna frá götunni. Peningageymslan er í eigu bresks öryggisfyrirtækis sem heitir G4S PLC og mun vera eitt hið umsvifamesta sinnar tegund- ar í heimi. Talsmaður fyrirtæk- isins vildi ekki gefa upp hve há fjárhæð fengsins var. Um það bil tuttugu starfsmenn öryggisfyrir- tækisins voru í byggingunni þegar ræningjarnir réðust til atlögu, en að sögn sænsku lögreglunnar urðu engin meiðsli á fólki. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt háværar sprengingar meðan þjófarnir voru inni í bygging- unni. Einn sjónarvotturinn sagð- ist hafa séð gráa þyrlu svífa yfir byggingunni í um það bil fimmtán mínútur. „Tveir menn létu sig síga niður,“ sagði hann. „Ég sá þá hífa peningana upp líka.“ Þyrlan fannst skömmu síðar yfirgefin við lítið stöðuvatn um 25 kílómetra norðan við Stokkhólm. Í peningageymslu G4S í Väst- berga eru geymdir peningar sem fyrirtækið hefur tekið að sér að flytja í banka og önnur fyrirtæki í Svíþjóð. gudsteinn@frettabladid.is Hópur ræningja flaug burt með peningana í þyrlu Stolin þyrla fannst yfirgefin skammt frá Stokkhólmi stuttu eftir að hópur manna hafði notað hana til að brjótast inn í peningageymslu. Mennirnir létu sig síga á þak byggingarinnar og brutu sér leið inn þar. © GRAPHIC NEWS 320km NOREGUR SVÍÞJÓÐ Stokkhólmur Gautaborg Janúar 2008: Grímuklæddir menn vopnaðir byssum brutust inn í pósthús í Gautaborg. Þeim mistókst að ræna þar peningasendingu. Sextán manns voru ákærðir. Réttarhöld standa enn yfir. Mars 2006: Fimm ræningjar, sumir vopnaðir rifflum, réðust á starfsmenn á Landvetter-flugvelli í Gautaborg og rændu gjaldeyrissendingu að verðmæti 1,1 milljón Bandaríkjadala. © GRAPHIC NEWS Júlí 2002: Þrír vopnaðir menn stálu erlendum gjaldeyri að verðmæti 5,6 milljónir dala á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi. Þyrlurán í Svíþjóð Ræningjarnir notuðu þyrlu til að ræna peninga- geymslu öryggisfyrir- tækis í Stokkhólmi. HEIMILD: FRÉTTASTOFUR ÁSTRALÍA, AP Þykkur rykmökkur lagðist yfir Sydney og fjölmargar aðrar borgir í austanverðri Ástr- alíu í gær. Milljónir manna sáust hósta og spýta ryki á götum borg- anna, en stjórnvöld hvöttu fólk til að taka því rólega og forðast að vera mikið úti við. Hvassviðri olli því að þurr yfir- borðsjarðvegur frá eyðimörkinni í miðju landsins tókst á loft og lagðist yfir borgir og bæi. Fjöl- margir leituðu til læknis vegna öndunarerfiðleika. Síðdegis varð loftið að mestu eðlilegt á ný. - gb Rykstormur í Ástralíu: Loftið varð rauðgult á lit RYKMÖKKUR YFIR SYDNEY Eyðimerkur- rykið varpaði appelsínugulum blæ á borgina í gær. NORDICPHOTOS/AFP Stálu ljóskösturum af jeppa Tveir ungir menn voru handteknir í Reykjavík í fyrrinótt, grunaðir um að hafa stolið ljóskösturum af jeppa við Naustabryggju. Vitni gat lýst bíl sem þeir voru á og leiddi það til handtökunnar. LÖGREGLUFRÉTTIR RÁN Í SVÍÞJÓÐ Sérsveitarmenn áttu fullt í fangi með að opna sér leið inn í peninga- geymsluna eftir að ræningjarnir höfðu haft stórfé með sér á braut. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP „Þeir sem voru vanir að úthúða Bandaríkjunum fyrir að fara eigin leiðir í heim- inum geta ekki staðið hjá núna og beðið eftir því að Bandarík- in leysi vandamál heimsins upp á eigin spýtur,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem nú stendur yfir í New York. Hann hvatti ríki heims til að standa saman og takast af fullri alvöru á við vandamálin, hvort heldur um væri að ræða hlýnun jarðar, heimskreppu, stríðsátök eða annað. „Íbúar heimsins vilja breyting- ar,“ sagði hann. „Þeir munu ekki lengi sýna þolinmæði þeim sem eru öfugu megin í sögunni.“ Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti sömuleiðis ríki heims til að standa saman, meðal annars um að útrýma kjarnorkuvopnum í eitt skipti fyrir öll. Á allsherjarþinginu eru saman komnir leiðtogar flestra þeirra 192 ríkja sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum. Meðal þeirra sem ávörpuðu þing- ið í gær voru Muammar Gaddafí Líbíuleiðtogi og Mahmoud Ahmad- inejad Íransforseti. Gaddafi notaði tækifærið til að gagnrýna Sameinuðu þjóðirnar, einkum þó öryggisráðið, sem hann sagði hafa frá stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945 mistekist að koma í veg fyrir hvorki meira né minna en 65 styrjaldir. - gb Obama ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin leysa ekki öll vandamál EKKI HRIFUST ALLIR MEÐ Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti gat ekki stillt sig um að geispa hressilega meðan Bandaríkjaforseti var í ræðustól. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÚSNÆÐISMARKAÐUR Þróun í efnahagsumhverfi heimilanna bendir ekki til neins annars en að húsnæðisverð lækki á næstu mánuðum og umsvifin á íbúðamarkaðnum haldi áfram að vera lítil. Þetta segir í greiningu Morgunkorns Íslandsbanka. Í greiningunni kemur fram að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði samtals um 1,1 prósent í síðastliðnum júní- og júlímánuði. Verðið hafði lækkað samfellt frá því í júlí í fyrra, samkvæmt verðvísitölu Fasteignaskrár Íslands. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga með íbúðarhúsnæði á svæðinu voru 57 í síðustu viku, og er það meira en verið hefur á einni viku síðan í október í fyrra. Samkvæmt greiningu Íslandsbanka útskýrist hækkun íbúðaverðs og fjölgun kaupsamninga þó af hefðbundinni árstíðasveiflu. Til að ráða í þróun markaðarins þurfi að skoða þróunina til lengri tíma. Þrátt fyrir talsverða lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, eða 10,2 prósenta lækkun síðustu tólf mánuði, hafi ekki orðið algert hrun á markaðnum eins og víða erlendis. Ástæða þess sé meðal annars að leið- rétting hér hafi fremur átt sér stað í gegnum verðbólguna. Raunverð íbúðaverðs hafi lækkað um 21 prósent á síðasta ári. Auk þess hafi lækkun verið frestað að vissu marki þar sem enn hafi vandi þeirra sem eru í neikvæðri eiginfjárstöðu ekki verið leystur til lengri tími. Sú leiðrétting muni eflaust kalla á nokkra lækkun íbúðaverðs. - kg Árstíðasveifla sögð skýra hækkun íbúðaverðs og fjölgun kaupsamninga: Horfur á að húsnæðisverð lækki meira HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði samtals um 1,1 prósent í síðastliðnum júní- og júlímánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.