Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 16
16 24. september 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ný veitingahús spretta upp eins og gorkúlur í Reykjavík. Frá FME á Suðurlandsbraut að Ingólfstorgi hafa að minnsta kosti sjö nýir staðir bæst við að undanförnu. Tilveran kíkti í bæinn. Quiznos á Suðurlandsbraut heit- ir nú Sconi‘s og þar sem Quiznos var á Nýbýlavegi í Kópavogi er nú komið Super-sub. Báðir staðirn- ir eru íslenskar útgáfur af Quiz- nos og með svipað úrval. „Sconi‘s er bara bullnafn og ekki hluti af neinni keðju,“ segir afgreiðslu- konan. Hún segir mikið regluverk fylgja því að reka stað með svæð- isleyfi erlendrar veitingakeðju. „Það mátti ekki skipta um vegg- fóðrið án þess að fá leyfi,“ segir hún. Þótt Quiznos-staðirnir tveir séu hættir lifir keðjan þó enn á bensínstöðvum Olís. Á Hlemmi, rétt fyrir ofan Torfa rakara, er kominn asíski stað- urinn Yummi Yummi. Þar fást ýmsir réttir með tvenns konar verð: 699 kr. og 999 kr. Opið er frá kl. 11.30 til 21. Fyrsti nepalski veitingastaður- inn á Íslandi heitir Kitchen og er á Laugavegi 60a. Staðurinn opnaði fyrir fimm mánuðum. Þar er etið nepalskt og indverskt á tveimur hæðum á kvöldin en bara á fyrstu hæð í hádeginu. Þá er boðið upp á um þrjátíu rétti sem eru eldað- ir jafnóðum. Mér sýndist verðið á kvöldmatseðli sambærilegt við Austur-Indíafélagið en ódýrara í hádeginu eins og venjan er. Guffi á Gauknum hefur víða komið við í skemmti- og veit- ingabransanum. Á Menningar- nótt opnaði hann veitingastaðinn Mmmmm á horni Frakkastígs og Laugavegar, þar sem tísku- búðin Gallerý Eva var til húsa. Nafn staðarins hefur að sögn vakið nokkur heilabrot en sam- kvæmt Guffa á maður bara að segja „Mmmmm“ eins og þegar maður fær eitthvað gott. „Hér er boðið upp á heilsusamlega rétti, hratt og með lágmarksþjónustu til að halda niðri verðinu,“ segir Guffi. Hann vill gjarnan reyna að koma á betri morgunverðarmenn- ingu á Íslandi og segist opna kl. 8 á morgnana. Ýmislegt girnilegt er í boði og staðurinn er nokkuð „erlendis“. „Það er allt eldað hér á staðnum nema kökurnar,“ segir Guffi. Drykkjarbarinn, rétt fyrir ofan Kaffitár í Bankastræti, er rekinn í samvinnu við Te og kaffi. Eins og nafnið bendir til er boðið upp á drykki, heita og kalda. „Það koma fáir til að fá sér frosinn „smoothie“ í svona veðri,“ segir afgreiðslukonan, „og við erum að vinna í því að auka úrvalið og aðlaga það komandi vetri.“ Feiti tómaturinn í kjallara Iðu- hússins opnaði sitt hlaðborð 1. júlí. Fyrst um sinn kostaði það 1.000 kr. með drykkjum, en nú er búið að hækka verðið upp í 1.390 kr. á mann. Opið er frá 11.30 til kl. 16. Þessu veitinga- húsa-tékki lýkur á Ingólfstorgi. Þar er nýjasta viðbótin: kebab- staðurinn Ali Baba sem opnaði í maí. Afgreiðslukonan segir að staðurinn hafi gengið mjög vel og að shawarma-máltíðin sé vin- sælust. Staðurinn kemur til móts við djammið og hefur opið til kl. 5 að nóttu um helgar. Virka daga er opið á milli kl. 11 og miðnættis. drgunni@frettabladid.is Nýir veitingastaðir spretta upp í miðbæ Reykjavíkur HRATT OG HEILSUSAMLEGT Frá Mmmmm á Laugavegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞJÓNAÐ TIL BORÐS Kúnni fær matinn sinn á Kitchen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞJÓNAR DJAMMINU Ali Baba á Ingólfstorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dæmi um verð: Sconi‘s: Rómverskt kjúklingasalat: 849 kr. Italiano-bátur: 765 kr. Kitchen (verð í hádeginu): Naan-vefja með avacado og kjúklingi: 890 kr. Kjúklinga-chat núðlur: 1.190 kr. Mmmmm: Sjávarréttasúpa Guffa (sú sama og var á Jónatan Livingstone mávi): 1.090 kr. Gullostavefja: 620 kr. Drykkjarbarinn: „Á ég að berja þig“- smoothie: 590 kr. „Allsber“-boost: 590 kr. Ali-Baba: Shawarma-máltíð (kjúkl- ingur): 990 kr. Shish kebab-máltíð (lamb): 1.290 kr. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Helsta auðlind Íslendinga er orkan og ég er mjög mikið á móti því að verið sé að selja aðgang að henni til einkaaðila. Við eigum ekki að fara út á brautir hér á landi sem verið er sveigja út af annars staðar vegna þess að þær hafa gefist illa. Erlendis, þar sem einkaaðilar hafa komist með puttana í ýmsa grunnþjónustu, hefur verð til almennings yfirleitt hækkað og mér þykir líklegt að það muni einnig gerast hér, komist auðlindir í hendur einkaaðila,“ segir Björgvin Hilmarsson líffræðingur um kaup Magma Energy á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku sem samþykkt var í síðustu viku í borgarstjórn Reykjavíkur. „Borgarstjórn samþykkti söluna jafnvel þótt búið væri að mælast til þess að henni yrði frestað, ekki var hlustað á þau rök heldur málið bara keyrt áfram. Þetta er sama taktík og notuð hefur verið í samningum og framkvæmdum í tengslum við álbræðslur og virkjanir í gegnum tíðina og því miður er eins og ekkert hafi breyst, við erum bara í sama bullinu og áður. Ef okkar framtíð liggur í náttúruauðlindunum eins og haldið hefur verið fram, eigum við að flýta okkur hægt.“ SJÓNARHÓLL MAGMA ENERGY KAUPIR Í HS ORKU Erum enn í sama bullinu og áður „Það er allt á milljón í vinnunni,“ segir Íris Kristjánsdóttir, vefstjóri nýrrar vefsíðu Mosfellsbæjar. Íris er fædd og uppalin í Laugar- nesinu í Reykjavík en segist færast fjær æskuslóðunum með hverju árinu. „Það verður einhver að stoppa mig af bráðlega. Með þessu áframhaldi verð ég komin í Stykkishólminn áður en langt um líður. En þessa dagana er ég sem sagt að að flytja inn í mjög fínan innréttaðan bílskúr hér í Mosfellsbæ. Ég er með mullet, eða sítt að aftan-klippingu, og því passar mjög vel að búa í bíl- skúr. Það gerist varla meira „white trash“ og ef einhver vill vera með í að stofna hljómsveit sem leikur eingöngu Pantera-lög þá er ég til. Svo er ég líka að leita mér að ísskáp.“ Íris segist bæði sauma og prjóna mikið í frístundum. „Upp á síðkastið hef ég einbeitt mér að því að prjóna risastóra jakka, sem hafa vakið jákvæða athygli. Ég er að gæla við að setja jakkana í sölu, en prófa líklega fyrst að skella myndum af þeim inn á Facebook til að kanna áhugann. Svona er þetta bara. Maður reynir að redda sér peningum á allan mögulegan hátt, fyrir utan að rölta í netsokkabuxum niður á höfn. Ef fólk fílar ekki jakkana þá verð ég auðvitað niður- brotin, en ég jafna mig,“ segir Íris Kristjánsdóttir. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÍRIS KRISTJÁNSDÓTTIR VEFSTJÓRI Leitar að ísskáp og fólki í hljómsveit Þessu trúði enginn nema þú „Ég held að það geti enginn stundað þá sjálfsblekkingu að niðurskurður af þeirri stærðargráðu sem við verðum vitni að núna ár eftir ár bitni ekki á störfum og þjónustu.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON HEIL- BRIGÐISRÁÐHERRA UM NIÐUR- SKURÐ Í HEILBRIGÐISKERFINU Fréttablaðið 23. september. Vopn leysa jú allan vanda „Það þarf að styrkja læsing- ar, girða svæðið eða hluta þess og hafa þar nokkra vopnaða fangaverði. Engin sjónvörp, engar tölvur, engin þægindi – aðeins það lífs- nauðsynlegasta. BALDUR ÁGÚSTSSON, FV. FORSETAFRAMBJÓÐANDI, UM FANGELSI Á KÁRAHNJÚKUM Morgunblaðið 23. september. ■ Þótt alltaf sé verið að stofna ný fyrirtæki og leggja niður önnur þá hafa sum lifað öldum saman. Samkvæmt japanskri rannsókn munu rúmlega 20 þúsund fyrirtæki í heiminum vera eldri en hundrað ára, þar á meðal átta sem komin eru yfir þúsund ára endingartíma. Flest eru þau í Japan. Elsta fyrirtæki heims var til skamms tíma jap- anskt byggingafyrirtæki sem hét Kongo Gumi, stofnað árið 578, en það var innlimað í annað fyrirtæki árið 2007. Þrjú japönsk fyrirtæki í gistihúsabransanum voru stofnuð á áttundu öld: Keiunkan hefur starfað síðan 705, en Ho-shi og Koman frá árinu 717. FYRIRTÆKI ÞAU ELSTU ERU Í JAPAN BJÖRGVIN HILMARSSON líffræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.