Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 58
42 24. september 2009 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Landsliðsmarkvörður- inn Björgvin Páll Gústavsson er að gera frábæra hluti með nýja liði sínu í Sviss en Kadetten var hársbreidd frá því að komast inn í Meistaradeildina og hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í svissnesku deildinni. Björgvin Páll hefur verið lykilmaður í liðinu enda búinn að vera í miklu stuði í markinu. „Við byrjuðum á skemmtilegu verkefni þegar við spiluðum í undankeppni fyrir Meistaradeild- ina. Það var frábært verkefni til að sjá hvar við stæðum á alþjóðleg- um mælikvarða. Við spiluðum þar frábærlega og síðan hefur ekkert stoppað okkur, ekki einu sinni það að missa menn út í meiðsli,” segir Björgvin Páll. „Við sýndum sjálf- um okkur það í þessum leikjum í Meistaradeildinni að við erum öfl- ugir í handbolta. Þar fengu margir menn trúna því ef við gætum þetta þá ættum við að geta klárað deildina.“ „Ég er hrikalega ánægður með sjálfan mig það sem af er,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er mitt yfir- burðatímabil á ferlinum eins og þetta hefur byrjað. Ég kom full- ur sjálfstraust hingað út því það gekk mjög vel með landsliðinu í sumar.“ Björgvin Páll var frábær í for- keppni Meistaradeildarinnar með liði sínu sem þurfti að sætta sig naumlega við annað sætið á eftir spænska liðinu Ademar Leon. Björgvin Páll er mjög ánægður með hvernig honum hefur verið tekið í Sviss sem hann lítur á sem eitt skref í átt að þýsku úrvals- deildinni. „Ég er bara 24 ára og mjög ungur að markmanni að vera og gæti átt allt að fimmtán ár eftir í þessu. Ég ákvað það frá byrjun að taka skref fyrir skref á mínum ferli og ekki lenda í því að taka of stórt skref og fara í eitthvert Bundesligu-lið og fá ekkert að spila. Spilatími er hrikalega mikil- vægur fyrir ungan markmann og ég fékk að spila mikið í deildinni heima þegar ég var ungur,“ segir Björgvin sem fékk líka að spila mikið með TV Bittenfeld í þýsku 2. deildinni í fyrra og er áfram í stóru hlutverki hjá Kadetten. „Markmiðið er síðan að koma mér í Bundesliguna eftir þetta tímabil eða það næsta. Ég held að ég sé að nálgast það að vera tilbúinn að spila fullt þar,“ segir Björgvin. Íslenska landsliðið kemur næst saman um mánaðamótin október/ nóvember og Björgvin Páll stefnir á að sigurgangan verði þá ennþá í fullu fjöri. „Núna vill maður klára þessa leiki sem eru fram undan. Það væri flott að geta komist í landsliðsfríið taplaus og það er markmiðið í dag,“ segir Björgvin kátur að lokum. - óój Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten eru með fullt hús á toppnum í svissnesku úrvalsdeildinni: Þetta er mitt yfirburðatímabil á ferlinum LOKAR MARKINU Björgvin Páll Gúst- avsson er að standa sig mjög vel í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Landsliðskonan Hólm- fríður Magnúsdóttir, sem leikur með Kristianstad í Svíþjóð, var í fyrrakvöld valin af Philadelphia Independence í nýliðavali banda- rísku atvinnumannadeildarinn- ar WPS. Philadelphia eru nýliðar í deildinni og fengu því forvals- rétt á erlendum leikmönnum og varð Hólmfríður þriðja í valinu hjá þeim. „Þetta er einstakt tækifæri og stórt skref fyrir mig ef ég læt verða af þessu. Það er líka mjög gaman að einhver af íslensku landsliðsstelpunum hafi hlot- ið þessa viðurkenningu því við höfum allar staðið okkur mjög vel. Ég hef aldrei æft eins vel og ég hef gert á þessu ári og í und- irbúningnum fyrir EM, og ég er, held ég bara, að uppskera eftir því. Ég átti nú samt ekki endilega von á því að verða í lokavalinu þó svo að ég hafi vissulega vitað af áhuga Philadelphia. Það var því óneitanlega sérstök tilfinning að sjá nafnið mitt á meðal þeirra sem félagið valdi. Mér brá mjög mikið,“ segir Hólmfríður. Hólm- fríður viðurkennir að hún sé mjög spennt fyrir bandarísku atvinnu- mannadeildinni en kveðst nú þurfa að ýta því dæmi til hliðar til þess að einbeita sér hundrað prósent að lokasprettinum með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. „Þetta val er nú ekki að detta inn á góðum tíma verð ég að segja því ég er núna í bull- andi fallbaráttu með Kristianstad og vil vera með fókusinn í lagi í síðustu sex leikjum tímabilsins. Ég mun því þurfa að blokka út þetta dæmi með bandarísku deildina í bili til þess að vera með hausinn í lagi á loka- sprettinum. Ég ætla að sjá til þess að ef ég skilji við Kristianstad þá verði það í góðu. Ég hef verið að spila vel með Kristianstad og ætla því ekki að falla heldur mun ég gera mitt besta og meira en það til þess að klára tímabilið með stæl,“ segir Hólmfríður. omar@frettabladid.is EINSTAKT TÆKIFÆRI FYRIR MIG Hólmfríði Magnúsdóttur stendur til boða að ganga til liðs við Philadelphia Independence. Ákvörðun um framhaldið liggur þó ekki fyrir því hún vill einbeita sér að því að klára tímabilið hjá Kristianstad með stæl. „Að heyra að Hólmfríður hafi verið valin voru ef til vill ekkert sérstaklega góð tíðindi fyrir okkur hjá Kristianstad en á móti kemur hefur maður nú hag kvennaknattspyrnunnar á Íslandi sér aðeins meira fyrir brjósti en sjálfan sig. Þetta er því frábær viðurkenning fyrir hana og í raun íslenska landsliðið í heild sinni,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. „Það hefur í raun verið stígandi í hennar leik allan tímann síðan hún kom út og hún hefur bætt sig mjög mikið. Hún hefur verið að spila mjög vel fyrir okkur og einnig með íslenska landsliðinu og það virðist ætla að skila sér í stökkpalli eitthvað lengra. Hún hefur bæði bætt varnarvinnuna mjög mikið og hún er líka farin að taka mun betri ákvarðanir inni á vellinum þegar ákveðnar leikstöður koma upp. Við vonumst líka til þess að þetta dæmi með nýliðaval- ið gefi henni bara meira sjálfstraust til þess að klára tímabilið af krafti,“ segir Elísabet. - óþ Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad: Mikil viðurkenning Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er mjög ánægð- ur fyrir hönd Hólmfríðar að henni standi sá möguleiki til boða að fara í bandarísku atvinnumannadeildina, burt séð frá því hvaða ákvörðun hún muni á endanum taka. „Það er mjög ánægjulegt að hún hafi þessa valkosti því bandaríska atvinnumannadeildin er mjög sterk deild rétt eins og sænska deildin, sem hún leikur nú í. Það er bara fínt fyrir hana að vera eftirsótt og mikil viðurkenning enda er hún frábær leikmað- ur,“ segir Sigurður Ragnar. Landsliðsþjálfarinn segir Hólmfríði hafa bætt sinn leik mjög mikið undanfarið en geti vissulega náð enn lengra á komandi árum. „Hólmfríður var með bestu leikmönnum Íslands á lokakeppninni þar sem hún skoraði meðal annars gott mark á móti Frökkum. Það voru í raun engir leikmenn sem við mættum á lokakeppninni sem stand- ast henni snúninginn hvað varðar snerpu og líkamlegan styrk. Stóri munurinn á leik hennar er hins vegar sá að hún er búin að bæta varnarvinnu sína gríðarlega mikið. Hún getur þó ennþá bætt sig mikið bæði varnar- lega og sóknarlega. Ég veit að hún hefur mikinn metnað og ef hún held- ur áfram að bæta sig þá eru henni allir vegir færir. Það er engin spurning.“ - óþ Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari: Getur enn bætt sig KUNNUGLEG STAÐA Hólmfríður Magnúsdóttir gerir sig klára til þess að leika á tvo varnarmenn Eistlands í leik liðanna í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á dögunum. Hólmfríður skoraði þrennu í 12-0 sigri Íslands í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Powerade-bikarinn Breiðablik-Tindastóll 68-83 (36-42) Stigahæstir: Hjalti Frirðiksson 11, Þorsteinn Gunnlaugson 10, Ágúst Angantýsson 9 - Svavar Birgison 25, Friðrik Hreinsson 16. ÍR-FSu 119-59 Stigahæstir: Steinar Arason 33 - Chris Caird 14. Enski deildarbikarinn Aston Villa-Cardiff 1-0 1-0 Gabriel Agbonlahor (3.). Chelsea-QPR 1-0 1-0 Salomon Kalou (52.). Hull-Everton 0-4 0-1 Yakubu (11.), 0-2 Jo (20.), 0-3 Dan Gosling (24.), 0-4 Leon Osman (57.). Preston-Tottenham 1-5 0-1 Peter Crouch (14.), 0-2 Jermain Defoe (37.), 0-3 Crouch (77.), 1-3 Chris Brown (83.), 1-4 Robbie Keane (87.), 1-5 Crouch (90.). Manchester City-Fulham 2-1 (framl.) 0-1 Zoltan Gera (34.), 1-1 Gareth Barry (52.), 2-1 Kolo Toure (111.) Manchester United-Wolves 1-0 1-0 Danny Welbeck (66.). Ítalska úrvalsdeidin Inter-Napoli 3-1 1-0 Samuel Eto‘o (2.), 2-0 Diego Milito (5.), 3-0 Lucio (31.), 3-1 Ezequiel Lavezzi (37.). Fiorentina-Sampdoria 2-0 1-0 1-0 Stevan Jovetic (24.), 2-0 Alberto Gilardino (71.). Palermo-Roma 3-3 0-1 Matteo Brighi (20.), 1-1 Igor Budan (40.), 1-2 Nicoas Burdisso (45.), 2-2 Fabrizio Miccoli (45.), 3-2 Antonio Nocerino (56.), 3-3 Francesco Totti (88.). Udinese-AC Milan 1-0 1-0 Antonio Di Natale (22.). Franski deildabikarinn Nancy-Mónakó 2-0 1-0 J. Feret (13.), 2-0 I. Dia (82.). Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Nancy og var skipt út af á 66. mín. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Mónakó og var skipt út af á 60. mín. Sænska úrvalsdeildin Hammarby-GAIS 1-2 Eyjólfur Héðinsson spilaði allan leikinn fyrir GAIS. Örebro-IFK Gautaborg 0-0 Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson spiluðu saman allan leikinn í miðverðinum hjá IFK og Theódór Elmar Bjarnason var á vinstri vængnum. Undankeppni HM kvenna Króatía-Frakkland 0-7 Lið í riðli Íslands. Fyrsti leikur franska liðsins. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Sol Campbell fékk sig í gær lausan frá samningi sínum við enska d- deildarfélagið Notts County en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið í sumar. Campbell spilaði sinn fyrsta leik með Notts County um helgina í 2-1 tapi gegn Morecambe og mun sú raun hafa reynst honum ofviða. „Campbell hefur komist að því eftir fimm vikna dvöl hjá Notts County að þetta verkefni sé ekki fyrir hann og þess vegna fór hann þess á leit við okkur að samningnum yrði rift. Stundum ganga hlutirnir bara ekki upp og þá verða menn að endurskoða ákvarðanir sínar,“ sagði stjórnar- formaðurinn Peter Trembling hjá Notts County í viðtali við breska fjölmiðla í gær. - óþ Framtíð Campbells óráðin: Hættur hjá Notts County CAMPBELL Fékk sig lausan frá samningi sínum við Notts County í gær. NORDIC PHOTOS/AFP HÓLMFRÍÐUR Var valin í nýliðavali bandarísku atvinnu- mannadeildarinnar í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.