Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 6
6 24. september 2009 FIMMTUDAGUR ORKUMÁL Tvö fyrirtæki sem sóttu um og fengu leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Dreka- svæðinu svokallaða hafa nú dregið umsóknir sínar til baka. Orkustofnun veitti annars vegar norska fyrirtækinu Aker Exploration og hins vegar fyrir- tækjunum Sagex Petroleum og Lind- ir Exploration sameiginlega leyfi til rannsókna og vinnslu á Dreka- svæðinu í maí síðastliðnum. Svæðið liggur milli Íslands og Jan Mayen. Sagex og Lindir drógu umsókn sína til baka á þriðjudag, segir Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri. Hann segist telja að fyrir- tækin hafi átt í erfiðleikum með að fjármagna rannsóknir á svæðinu. Aker dró umsókn sína til baka um miðjan júlí þar sem fyrirtæk- ið sameinaðist öðru fyrirtæki sem hafði þegar rannsóknar- og vinnslu- leyfi á norska landgrunninu, segir Guðni. „Þetta er auðvitað ekki verkefn- inu til framdráttar, en segir okkur mikið um ástandið á þessum mark- aði og fjármögnunarmöguleikum,“ segir Guðni. Viðbúið hafi verið að verkefni sem hafi verið jafn stutt á veg komið og íslenska verkefnið yrði gefið eftir á undan öðrum verk- efnum sem væru lengra komin. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda og stjórnarmaður í Sagex, hafnar því að fjármögnun hafi verið vandamál; ekkert hafi breyst hvað það varðar frá því sótt hafi verið um. Ástæðan fyrir því að fyrirtæk- in drógu umsókn sína til baka er að skattakerfið tengt olíuvinnslunni er mjög íþyngjandi, segir Gunnlaugur. Aðstæður á svæðinu séu erfiðar til leitar og vinnslu, og því ætti ríkið frekar að hvetja til fjárfestinga með hagstæðu skattakerfi en að letja með flóknu og óhagstæðu kerfi. Kerfið hefur ekki breyst frá því sótt var um, en Gunnlaugur segir að vonir hafi staðið til þess að því yrði breytt. Þær vonir hafi ekki gengið eftir, né bendi samtöl við embættismenn til þess að það verði í bráð. Verði skattakerfið lagað og vinnsla boðin út á ný muni Lindir og Sagex að öllum líkindum bjóða í að nýju, enda séu miklir möguleikar til vinnslu á Drekasvæðinu. Nú hafi stjórnvöld fengið skýr skilaboð og boltinn sé hjá þeim. Guðni segir að eitt til tvö ár geti liðið þar til farið verði í nýtt útboð á rannsóknum og vinnslu á Dreka- svæðinu. Þó muni Orkustofnun væntanlega halda dyrunum opnum, vilji fyrirtæki koma að slíkum verk- efnum í millitíðinni. Einhverjar tafir verði því vegna þess að fyrirtækin hafi dregið umsóknir sínar til baka, en allt- af hafi verið gert ráð fyrir því að langur tími liði þar til hægt yrði að vinna Ekki er allt stopp á Drekasvæð- inu, því tvö fyrirtæki vinna nú að grunnrannsóknum á möguleikum á olíu- og gasvinnslu, segir Guðni. Þau ætli sér ekki að vinna olíuna heldur selja öðrum áhugasömum fyrirtækj- um niðurstöður rannsókna sinna. brjann@frettabladid.is Áhugi á olíuleit á Drekasvæði dvínar Fyrirtæki sem sóttu um leyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu hafa dregið umsóknirnar til baka. Áhugi Norðmanna á svæðinu hefur aftur á móti glæðst. Íslenska ríkið gæti fengið tekjur af vinnslu Norðmanna. Drekasvæðið GRÆNLAND Síldarsmu- gan Jan Mayen ÍSLAND FÆREYJAR DREKASVÆÐIÐ Líklegt er talið að olía og gas leynist undir hafsbotni milli Íslands og Jan Mayen. Svæðið skiptist milli Íslands og Noregs, og nefnist hinn íslenski hluti þess Drekasvæðið. Norðmenn virðast nú áhugasamari um olíuleit og -vinnslu í nágrenni Jan Mayen en þeir hafa verið hingað til. Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri segir íslensk stjórnvöld græða á auknum áhuga Norðmanna. Rannsóknir Norðmanna muni án efa nýtast Íslendingum þegar önnur fyrirtæki fái áhuga á vinnslu á Drekasvæðinu. Auk þess muni íslensk stjórnvöld fá 25 prósent af skatttekjum af olíuvinnslu á jaðri línunnar sem skilur að yfirráðasvæði Norðmanna og Íslendinga á milli Jan Mayen og Íslands. Að sama skapi fá Norðmenn fjórðung skatt- tekna af olíuvinnslu Íslandsmegin skammt frá miðlínunni. GRÆÐUM Á ÁHUGA NORÐMANNA Markaðurinn Fylgir Fréttablaðinu einu sinni í mánuði Næsta blað kemur út miðvikudaginn 7. október Traust og vönduð umfjöllun um viðskiptalífið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HEILBRIGÐISMÁL Mun fleiri Íslend- ingar nota önnur lyf til meðferð- ar á beinþynningu en þau sem ódýrust eru og mælt er mest með. Ef notkun þessara lyfja væri með sama hætti á Íslandi og í Noregi og Danmörku væri mögulegt að lækka lyfjakostnað um 100 millj- ónir króna á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í nýútgefnu frétta- bréfi lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands. Í fréttabréfinu kemur fram að kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfja til meðferðar við beinþynn- ingu nam 167 milljónum króna árið 2008. Sem fyrsta vali í með- ferð við beinþynningu sé mælt með 70 milligrömmum af alendrónsýru einu sinni í viku. Erlendar hag- kvæmniúttektir mæli með slíkri meðferð sem bestum kosti til að hámarka ávinning, eða lífsgæða- ár, að teknu tilliti til kostnaðar. Þrátt fyrir það noti mun fleiri Íslendingar önnur lyf en þau sem mest er mælt með. Um 1.300 noti alendrónsýru lyf á meðan um 1.900 séu á öðrum lyfjum í þessum flokki. Samanburður við notkun þess- ara lyfja í Noregi og Danmörku leiðir í ljós að Norðmenn nota alendrónsýru í um 96 prósentum tilvika, um 89 prósent í Danmörku en Íslendingar í aðeins um 50 pró- sentum tilvika. - kg Margir Íslendingar nota dýrari lyf en þau sem mælt er með við beinþynningu: Um 100 milljónir gætu sparast BEINÞYNNING Íslendingar nota lyf við beinþynningu sem mælt er með í um 50 prósentum tilvika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGSMÁL Þriðjungs niður- skurður veiðiheimilda í ýsu er far- inn að segja til sín. Nánast ómögu- legt er að fá leigðan ýsukvóta öfugt við það sem hefur verið undanfarin ár þegar nægt framboð var. Frá þessu segir á vef Landsam- bands smábátaeigenda. Þar segir að afleiðingar þessa séu margvís- legar, meðal annars fyrir þá sem hafa reitt sig á leigu á ýsukvóta á undanförnum árum. Margir þeirra eru með nægar veiðiheim- ildir í þorski en standa nú frammi fyrir því að geta ekki nýtt þær þar sem ýsa veiðist alltaf í töluverðu magni með þorski. Einnig hefur þetta þær afleiðingar að framboð á línuveiddri ýsu minnkar og þar með útflutningsverðmæti þar sem minna fæst fyrir ýsu sem veidd er í troll. Í þriðja lagi kemur þetta niður á þorskveiðunum. Þær er ekki hægt að stunda með eins mikilli hagkvæmni og verið hefur. Sambandið hefur rætt þessi mál við sjávarútvegsráðuneytið og hyggst senda sjávarútvegsráðherra hugmyndir til umræðu um hvernig megi liðka til fyrir viðskiptum með veiðiheimildir á ýsu. Eins segir að krókaaflamarksbát- ar leigðu til sín yfir fjögur þúsund tonn af ýsu í fyrra. Heildarýsuafli síðasta fiskveiðiárs varð rúm 89 þúsund tonn. - shá Niðurskurður veiðiheimilda er farinn að segja til sín: Ómögulegt er að fá ýsukvóta leigðan LÖNDUN Hlutdeild krókaaflamarksbáta í ýsu var fimmtán prósent heildarafla í ýsu. Þeir veiddu 24 prósent aflans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefur þú sótt eða hyggstu sækja kvikmyndasýningar á RIFF- hátíðinni? Já 8% Nei 92% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að veiða rjúpu í haust? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.