Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 24
24 24. september 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Snærós Sindradóttir skrifar um kvótakerfið Kæri Jón.Stefna Vi nst r i grænna í sjávarútvegsmál- um er skýr. Í samstarfsyf- irlýsingu ríkisstjórnarinn- ar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrning- ar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrn- ingarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrning- arinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svo- kallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamikl- ir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á ótt- anum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í land- inu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr grein- inni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisks- ins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í fram- haldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerð- ist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndi- lausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíu- hreinsistöð, ömurlegt verksmiðju- ferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgar- svæðinu. Opið bréf til Jóns Bjarnasonar UMRÆÐAN Sigurður Gunnarsson skrifar um veiðikorta- sjóð Frá því að fjármála-kreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skyn- samlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórn- sýslu. Veiðikortasjóður Þegar ég sæki um svokallað veiði- kort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslend- ingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa pen- inga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rann- sókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki mikl- ir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela? Umhverfisráðherra og embætt- ismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geð- þótta án nokkurs samráðs við sam- tök veiðimanna og vísindasamfélag- ið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áber- andi enda hef ég áreið- anlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðil- um sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutun- um úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverj- ir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlut- að er úr sjóðnum þegar ráðuneyt- inu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlut- að úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfis stofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikorta- sjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóð- inn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðli- legt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherra Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spill- ingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýð- ræðislegu vinnubrögð er viðgang- ast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekst- ur veiðikortakerfisins verði endur- skoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasam- tök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður. Veiðikortasjóður − falinn fjársjóður SNÆRÓS SINDRADÓTTIR SIGURÐUR GUNNARSSON Komum atvinnulífinu á hreyfingu UMRÆÐAN Brynhildur Georgsdóttir skrifar um endurskipulagningu atvinnulífsins Hjá Nýja Kaupþingi hafa síðustu mán-uðir verið notaðir til að undirbúa end- urskipulagningu lánamála fyrirtækja í skuldavanda. Ljóst er að mörg fyrirtæki eiga nú þegar í miklum vanda óháð því hvort krónan styrkist eða vextir lækka. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild að ekki verði beðið lengur með endurskipu- lagninguna svo mikilvæg störf og fram- leiðsla tapist ekki. Ég mun hér leitast við að varpa ljósi á verkefnin framundan og hvernig ber að mæta þeim. Endurskipulagning skuldugra fyrirtækja er afar viðkvæmt mál, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur þjóðfélagið allt. Oft snýst hún um ævistarf fólks sem tengist umræddum fyrirtækjum. Lands- menn þurfa að trúa því að ekki sé verið að hygla neinum á ómálefnalegum forsendum. Umgjörðin þarf að vera fagleg og ferlar skýrir. Mikilvægt er að fyrirtækin fái sanngjarna og gegnsæja meðferð og jafnræðis verði gætt. Samkeppni má ekki raska og lífvænleg fyrirtæki þarf að endurreisa. Hvert þessara hugtaka er mikilvægt, en það er ekki aug- ljóst hvernig þeim er mætt. Er hægt að tala um sanngirni án þess að öllum verði bjargað? Er hægt að nota sömu úrræði fyrir alla þegar vandamálin eru jafn ólík? Hafa afskriftir slæm áhrif á sam- keppni eða viðhalda þær henni? Hvaða fyrirtækjum ber að bjarga og hver þurfa að hverfa af markaði? Undanfarna mánuði hefur verið unnið að efl- ingu starfseiningar hjá Nýja Kaupþingi sem sinnir lausn á skuldavanda fyrirtækja. „Verklagsreglur um lausn útlánavanda fyrirtækja“ hafa verið endur- bættar í ljósi reynslu undanfarinna mánaða og eru birtar á heimasíðu bankans. Reglurnar voru fyrst gefnar út í janúar sl. í samræmi við kröfur stjórn- valda. Þær lýsa m.a. skipulagi og hlutverki þeirra sem koma að skuldavanda fyrirtækja í bankanum. Áhersla er lögð á aðkomu starfsfólks með reynslu bæði af fyrirtækjarekstri og fjármálastarfsemi. Í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja eru unnar til- lögur að endurskipulagningu. Þær eru bornar undir viðeigandi lánanefnd og stærstu málin fara fyrir lánanefnd bankastjórnar. Sérstök úrlausnarnefnd kemur að öllum málunum og hefur það hlutverk að móta stefnu, gæta jafnræðis og halda yfirsýn. Umboðsmaður viðskiptavina fylgist með ferlinu í samræmi við hlutverk sitt. Ýmsar lausnir eru tiltækar til aðstoðar við endurskipulagningu. Nefna má hefðbundnar og áður þekktar lausnir eins og aðstoð við rekstrar- hagræðingu, lengingu lána, skilmála- og skuldbreytingu. Í erfiðum málum getur þurft að afskrifa skuldir eða breyta í hlutafé. Til að koma hlutunum á hreyf- ingu hefur verið kynnt skuldaaðlögun sem hentar vel smærri og meðalstórum fyrir- tækjum. Skuldir eru þá aðlagaðar greiðslu- getu, eignum og virði fyrirtækja. Skuldum umfram eignir er breytt í biðlán, en hluti þeirra kann að verða afskrifaður. Hug- myndin að baki biðláni er að skapa svig- rúm til frekari endurheimtu ef skyndileg- ur viðsnúningur verður í atvinnulífinu. Þessi lausn og önnur úrræði geta stuðlað að því að lífvænleg fyrirtæki nái fljótt jafnvægi. Til að auðvelda starfsfólki Nýja Kaupþings að ná tökum á erfiðum verkefnum framundan gilda eftir- farandi meginsjónarmið: • Lífvænleg fyrirtæki: Bankinn mun stuðla að rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Það eru fyrirtæki sem þykja líkleg til að skila verðmætum ef þau ná að starfa áfram. Ef rekstrargrundvöllur er hins vegar ekki til staðar er hagstæðara að selja eign- ir en halda rekstri gangandi. Það er mikilvægt að fjármagn samfélagsins verði notað af skynsemi og ekki veitt þangað sem það kemur ekki að gagni. • Afskriftir: Bankinn afskrifar ekki skuldir nema önnur úrræði hafi verið fullreynd eða þyki ekki lík- leg til árangurs. Bankinn afskrifar ekki meira en nauðsynlegt er til að viðhalda rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Afskriftir eða breyting skulda í hluta- fé geta verið forsenda áframhaldandi reksturs og treyst samkeppni. • Eigendur og stjórnendur: Umræðan um þátttöku fyrri eigenda og stjórnenda í framtíð fyrirtækja hefur verið tvíþætt. Sumir gera þá kröfu að þeir sem „komu fyrirtækjum í vanda“ hætti. Aðrir benda á mikilvægi þess að viðhalda þekkingu og reynslu innan fyrirtækja. Bankinn stefnir að sam- starfi við þá sem búa yfir dýrmætri reynslu og njóta trausts. Viðbúið er að aðrir stígi til hliðar. • Sala fyrirtækja: Bankinn má hvorki né vill eiga fyrirtæki sem ekki tengjast fjármálastarf- semi, nema slíkt sé nauðsynlegt til að varðveita verðmæti. Leysi bankinn til sín eignarhlut í fyrir- tæki er leitast við að selja hann sem fyrst í gegn- sæju söluferli. Ef sala þykir óhagstæð er viðkom- andi eignarhlutur fluttur í eignasýslufélag bankans. Hér hefur verið fjallað um verklag og aðferðir Nýja Kaupþings við endurskipulagningu atvinnu- lífsins. Gagnlegar ábendingar eru vel þegnar enda markmið bankans að vinna verkefnið í sátt og sam- vinnu við samfélagið. Telji viðskiptavinur brotið á sér getur hann leitað til umboðsmanns viðskipta- vina sem er skipaður af stjórn bankans. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að sanngirni, hlut- lægni og jafnræði sé beitt við lausn mála, ferli séu gegnsæ, stuðlað að rekstri lífvænlegra fyrirtækja og samkeppnissjónarmiða gætt. Því hefur verið haldið fram að efnahagskreppa geti að endingu stuðlað að langtíma hagsæld, bæði vegna þess að hún eyði sérhagsmunum sem áður hafi komið í veg fyrir breytingar og vegna þess að hún stuðli að jákvæðri endurskipulagningu atvinnulífsins. Það má því segja að í hinni erfiðu stöðu megi finna tækifæri sem nýta megi til góðs. Höfundur er umboðsmaður viðskiptavina Nýja Kaupþings. BRYNHILDUR GEORGSDÓTTIR Bankinn afskrifar ekki skuldir nema önnur úrræði hafi verið fullreynd eða þyki ekki líkleg til árangurs. Bankinn afskrifar ekki meira en nauðsynlegt er til að viðhalda rekstri lífvæn- legra fyrirtækja. Afskriftir eða breyting skulda í hlutafé geta verið forsenda áframhaldandi reksturs og treyst samkeppni. www.rannis.is/visindavaka Dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson yfi rlæknir Þróunarstofu Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og Dr. Linn Getz trúnaðarlæknir á LSH og dósent við læknadeild NUST, velta upp gildi forvarna og heilsuverndar og hvort of mikið sé gert úr sölu á þjónustu til hinna frísku á kostnað þeirra veiku og þannig gert meira úr vandamálum en efni standa til. er í kvöld Fjórða VÍSINDAKAFFIÐ Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið 24.september kl. 20:00 - 21:30 Súfi stinn Iðuhúsinu Allir velkomnir. Láttu sjá þig! - Góðmennska á villigötum? Forvarnir í læknisfræði H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.