Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 42
26 24. september 2009 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. Á morgun og laugardag mun Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, standa að dagskrá í tengslum við Evrópska tungumáladaginn sem og stórafmæli Félags enskukennara sem er fjöru- tíu ára í ár. Jón Ingi Hannesson, enskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, er einn þeirra sem skipu- lagt hafa dagskrá helgarinnar. „Félag enskukennara á Íslandi hefur ekki staðið áður fyrir svo viða- mikilli afmælisdagskrá. Við héldum þó upp á þrjátíu ára afmæli félagsins en þá vorum við fyrst og fremst með hátíðarkvöldverð og erlendan fyrir- lesara af því tilefni. Í tilefni fjörutíu ára afmælisins fórum við í samvinnu við STÍG, Samtök tungumálakennara á Íslandi, og fengum Stofnun Vigdís- ar Finnbogadóttur í lið með okkur til að aðstoða við undirbúninginn. Þetta hefur verið mikið púsluspil, að fá fyr- irlesara, finna fundarstaði og sjá um að allt sé innan skynsamlegs fjárhags- ramma,“ segir Jón. Dagskráin hefst í Neskirkju á morg- un, með ávarpi menntamálaráðherra og afhendingu European Label-verð- launanna, sem veitt eru fyrir ný- breytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu. Daginn eftir er ráðstefna, sem fram fer á Hótel Sögu, um aðferðir og nýbreytni í tungumála- kennslu undir yfirskriftinni Bringing Us Closer. „Aðalfyrirlesarinn þar, dr. Leni Dam, hefur verið mikilvirk á sviði einstaklingsmiðaðs tungumálanáms. Bæði verður hún með fyrirlestur og svo vinnustofu fyrir ráðstefnugesti. Margar af þessum vinnustofum eru sérstaklega miðaðar við grunnskóla- kennara og við vonumst til að ná til þess hóps, því margir koma að ensku- kennslu í grunnskólum. Rúmlega 200 félagsmenn eru skráðir í Félag ensku- kennara en ef allir sem fást við ensku- kennslu í landinu eru taldir með eru þeir eflaust yfir 1.000 talsins. Bekkj- arkennarar í grunnskólum kenna oft fjölmörg fög og líta ekki á sig sem sér- staka enskukennara og sumpart hefur það verið félagsins vandi – að virkja grunnskólakennara til að nýta félags- skap eins og okkar,“ segir Jón. En hvernig stendur enskukennsla í skólum landsins að mati Jóns? „Ég held hún standi vel í framhaldsskól- um og víða í grunnskólum. Nokkur pressa hefur verið á skólakerfið að hefja enskukennslu fyrr og færa hana þannig neðar í bekkjum landsins en við teljum það ekki ráðlegt. Við höfum gert könnun á stöðu enskukennara í grunnskólum og bara brot af þeim kennurum hefur tekið ensku sem val í námi sínu þannig að þetta er ekki gott ástand. Það er hins vegar mun betra í unglingadeildum en eins og stend- ur teljum við ekki ávinning af því að færa kennsluna niður um bekki nema með töluverðu átaki til að bæta stöðu enskukennslunnar. Með lengingu kennaranámsins má ætla að það verði til bóta hvað enskukennsluna varðar og búast má við að eftir fimm til tíu ár megi sjá árangur þess,“ segir Jón og bætir við að viku fyrir efnahagshrun- ið síðastliðið haust hafi Félag ensku- kennara lagt tillögu fyrir mennta- málaráðuneytið, fimm ára áætlun um hvernig koma mætti upp teymi reyndra kennara sem farið hefðu í grunnskóla, haldið námskeið og séð um þjálfun í enskukennslu. „Þetta var auðvitað slæm tímasetning þannig að fátt varð um svör en þeir lásu þessar tillögur engu að síður og tóku vel í að líta á einhverja þætti þess. Áætlunin gerði ráð fyrir kostnað upp á fimmtíu milljónir og hefði stórbætt kennslu í yngstu bekkjunum.“ Ráðstefnugjald er 1.000 krónur en að ráðstefnu lokinni verður hátíðar- kvöldverður í Kornhlöðunni. Nauð- synlegt er að skrá þátttöku áður. juliam@frettabladid.is FÉLAG ENSKUKENNARA Á ÍSLANDI: ER FJÖRUTÍU ÁRA Enskukennsla til umfjöllunar á evrópskum tungumáladegi ÞJÁLFUN GRUNNSKÓLAKENNARA ÞYRFTI AÐ BÆTA Jón Ingi Hannesson, enskukennari til margra ára, segir að bæta megi enskukennslu í yngri bekkjum grunnskóla til muna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þennan dag árið 1963 varð mesta verðhækkun á mjólkurvörum á einum degi sem vitað er um á Íslandi, þegar mjólkin í hyrnunum hækkaði á einum degi um 18,5 prósent. Þá hafði mjólkin hækkað á einu ári samtals úr 5,25 krónum upp í 6,40 krónur, eða um 21,9 prósent. Smjörið hækkaði enn meir, um 28,2 prósent. Skyr, rjómi, mjólkur ostur og mysuostur hækkuðu einnig ríflega, á bilinu tólf til tuttugu prósent. Á þessum tíma var þetta langmesta hækkun sem orðið hafði á „hversdagslegustu og brýnustu neysluvörum almenn- ings,“ að sögn Þjóðviljans þennan sama dag, en hann var eitt af þeim dagblöðum sem gerðu úttekt á hækkununum. Daginn eftir varð þó enn stórfelldari hækkun á kjöt- vörum, þegar þær hækkuðu um þriðjung. Sú mikla hækkun varð vegna þess að hluti mjólk- urhækkunarinnar, sem átti að verða enn meiri í fyrstu, fór yfir á kjötverð. Sömu- leiðis hækkuðu kartöflur talsvert. Þrátt fyrir þessar hækkanir hélst verð- bólga á ársgrundvelli í fjórtán prósentum. ÞETTA GERÐIST: 24. SEPTEMBER ÁRIÐ 1963 Söguleg hækkun PEDRO ALMODÓVAR CABALLERO FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1949. „Konur eru sterkari en karlmenn. Þær horfast í augu við vandamálin, og einmitt þess vegna finnst mér mun áhugaverðara að ræða við þær.“ Pedro Almodóvar er spænskur kvikmyndaleikstjóri, handrits- höfundur og framleiðandi. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, Guðlaugur Jónsson (Gulli) hárgreiðslumeistari, Seljavegi 19, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 25. september kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Svan Gunnar Guðlaugsson Inese Babre Alísa Helga Svansdóttir Alda Svansdóttir Tinna Svansdóttir Mikaella Rós Svansdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Áslaug Kristín Sigurðardóttir, Nesvegi 45, Reykjavík, sem lést á Landakotspítala 15. september verður jarðsungin föstudaginn 25. september kl. 15.00 frá Neskirkju. Jón Eiríksson Björn Baldursson Hrafnhildur Baldursdóttir Sigurður Kristjánsson Bergljót Baldursdóttir Stefán Jökulsson Kolbrún Baldursdóttir Jón Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Ástkær dóttir okkar, fósturdóttir, systir, barnabarn og frænka, Lísa Arnardóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 15. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. september kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vímulausa æsku. Jóhanna Jónsdóttir Óskar Geir Pétursson Örn Hilmarsson Mila Prodanovic Stefán Hafberg Sigurðsson Heiða Arnardóttir Jóna Kristín Hallgrímsdóttir Guðrún Kalla Bárðardóttir Hilmar Þór Sigurþórsson Alma Rán Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Gyða Grímsdóttir andaðist að morgni 19. september á sjúkrahúsi Suðurlands. Útförin verður auglýst síðar. Óttar Egilsson Anat Egilsson Davíð Sigmarsson Sólrún Sigurðardóttir Guðrún Rut Sigmarsdóttir Lárus Guðmundsson Kristín María Grímsdóttir Sigríður Grímsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjálmtýr Ragnar Júlíusson bifvélavirki, Baugstjörn 3, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 19. sept- ember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 25. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta slysavarnar- og líknarfélög njóta þess. Elínborg Ásmundsdóttir Brynja Hjálmtýsdóttir Ingimundur Sigurmundsson Smári Rúnar Hjálmtýsson Ólöf Másdóttir Elvar Ingimundarson Auður Ingimundardóttir og Elínborg Ingimundardóttir, Rúnar Þór Jóhannsson, Ragnar Týr Smárason og Guðlaug Li Smáradóttir. Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, Guðrún Guðmundsdóttir Hrafnistu í Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. september kl. 13.00. Guðmundur I. Kristófersson Ósk Davíðsdóttir Guðríður Kristófersdóttir Hallgrímur Jónasson Sigurður Kristófersson Hjördís Árnadóttir Ingveldur Þ. Kristófersdóttir Helgi Már Guðjónsson Hannes Kristófersson Guðríður Ólafsdóttir Helgi Kristófersson Guðrún Eysteinsdóttir Valgerður Eygló Kristófersdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.