Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 36
4 ● fréttablaðið ● skotveiði Browning Phoenix Top Cote Fæst með 26 og 28 tommu hlaupi. 3 tommu skiptanl. þrengingar. Létt og með áreiðanlegri skiptingu. Söluhæsta hálfsjálfvirka haglabyssan okkar í haust og hefur reynst framúrskarandi vel við íslenskar aðstæður. Ameristep „rúllubagga“-felubyrgi Rúllubagginn vinsæli frá Ameristep er búinn að sanna sig árum saman. Rúmt pláss fyrir tvær skyttur. Einnig hægt að fá stóla frá Ameristep. Ameristep Wing Shoot Nýtt felubyrgi frá Ameristep, fyrir einn sitjandi mann og með rúmu plássi fyrir hund. Byrgið er áfast stólnum og hægt að setja upp á innan við mínútu. Það er mjög auðvelt að fara úr byrginu og á því eru snagar til að dylja það með hálmi eða öðru grasi. Sérútgangur fyrir hund. Byrgið kemur í poka með burðarólum og netpoka fyrir gervifugla. Innan við 7 kg á þyngd. Remington 870 Express Pumpa með svörtu skefti. Sterk og örugg og gríðarlega mikið notuð um allan heim. Ein besta byrjendabyssan á markaðnum. ● VEIÐITÍMABIL ÁRSINS - Allt árið: Svartbakur, sílamávur, silfurmávur, hrafn. - Frá 20. ágúst til 15. mars: Grágæs, heiðagæs. - Frá 1. september til 15. mars: Fýll, díla- skarfur, toppskarfur, helsingi, stokkönd, urtönd, rauð- höfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmávur, hettumávur, rita. - Frá 1. september til 10. maí: Álka, lang- vía, stuttnefja, teista, lundi. - Frá 27. október til 6. desember: Rjúpa, veiðar eru ekki heimilaðar mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. - Heimilt er að veiða kjóa í og við friðlýst æðarvarp á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí. Af www.ust.is. Aðstæður til veiða hafa verið verri í ár en þrjú undangengin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hreindýraveiðitímabilinu lauk 15. september. Þrátt fyrir erfitt tíðar- far, þoku og rigningar náðist góður árangur við veiðarnar. Felld voru 1.319 dýr af þeim 1.333 sem fella átti samkvæmt út- gefnum veiðikvóta. Veiðikvóti síð- asta árs var 1.137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið vera 1.129 dýr. Talið er að aðstæður til veiða hafi verið verri í ár en undanfarin þrjú ár vegna veðurs. Síðustu sex dagarnir voru þó með ágætum og því náðist sá árangur sem raun ber vitni um. Af www.hreindyr.is. - sg Góður árangur náðist við veiðar Margir eru sjálfsagt að gíra sig upp fyrir gæsaveiðitímabilið sem er komið á fullt skrið. Hjá Ellingsen fæst allt til alls í veiðina: haglabyssur, skot, fatnaður, felubyrgi og fleira. „Það virðast engir veikir punktar í þessum byssum, bilanatíðnin er til að mynda mjög lág,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, byssusmið- ur og starfsmaður hjá Ellingsen, sem hefur haldið úti öflugri veiði- deild síðan 2005. Umræddar byss- ur eru sjálfvirkar haglabyssur af gerðinni Browning, sem eru vin- sælar meðal veiðimanna. „Þær eru haganlega smíðaðar og auk þess á góðu verði, á bilinu 130.000 til 150.000 krónur. Það þykir vel sloppið í dag.“ Til að byssan komi að góðu gagni borgar sig að vera með vel valin veiðiskot við höndina. Winchest- er og Remington segir Jóhann vel til þess fallin. „Winchester Super Speed-skotin eru rosalega fín veiðiskot. Þau eru mjög hröð en þrýstingurinn er samt ekki mik- ill þar sem í þau er notað sérstakt púður.“ Jóhann segir Remington Nitro Magnum-veiðiskotin ekki gefa Winchester Super Speed neitt eftir. „Þau koma frá Ameríku og hafa löngum þótt bestu veiðiskot sem völ er á. Þau hafa því selst vel svo árum skiptir. Svo eru Remington Heavy Magnum-skotin framleidd á Ítalíu og eru ekki síður góð.“ Þá bendir Jóhann á að Ellings- en hafi tekið í sölu nýja gerð af felubyrgi sem þyki þægilegt í alla staði. „Gallinn á byrgjum hefur stundum verið sá að langan tíma tekur að setja þau saman. Svo hafa þau jafnvel verið óþægileg. Þetta nýja sem er frá fyrirtækinu Am- eristep er mjög einfalt í notkun. Það er innan við sjö kíló að þyngd í poka og með burðarstólum og það tekur varla mínútu að tjalda því. Svo er gott pláss fyrir hund í byrginu.“ Í verslunum Ellingsen er jafn- framt rekin viðgerðarþjónusta fyrir byssueigendur og þar kemur menntun Jóhanns að góðum notum, en hann lærði byssusmíði í Liege í Belgíu. „Ég var þar í fjögur ár og er örugglega sá eini á landinu, eða að minnsta kosti með fáum hér- lendis, sem er með pappíra sem á stendur að ég beri titilinn byssu- smiður.“ En hefur lát orðið á sölu skot- vopna og annarra veiðivara að und- anförnu? Ekki vill Jóhann kann- ast við það. „Það er kannski meira um að menn kaupi ódýrari byssur. Svo hefur verið fullt á skotveiði- námskeiðum sem ég hef verið að kenna. Ætli menn séu ekki farnir að veiða meira í matinn en áður.“ Meira veitt í matinn en áður Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður í verslun Ellingsen að Fiskislóð 1, sem hefur haldið úti veiðideild síðan 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verður með nokkuð breyttu sniði frá í fyrra að ákvörðun umhverfisráðherra. Tveimur helgum verður bætt við tímabilið en á móti kemur að veiðihelgar verða styttar úr fjórum dögum í þrjá. Því verða veiðidag- ar átján eins og í fyrra. Nú verður veiði heimil á föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum og tímabil- ið hefst 27. október og stendur til og með 6. desember. Gert er ráð fyrir að reglugerð- in gildi til þriggja ára, nema að óvænt þróun verði í rjúpnastofn- inum á þeim tíma. Þess vegna er fyrsti veiðidagur í ár ekki fyrr en 30. október þrátt fyrir að veiði- tímabilið hefjist 27. október sam- kvæmt reglugerð. Ákvörðun umhverfisráðherra byggir á mati Náttúrufræðistofnun- ar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofns- ins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2008. - sg Breytt fyrirkomulag Fyrsti veiðidagur er 30. október. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.