Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 62
46 24. september 2009 FIMMTUDAGUR
Hún var ekki
skemmtileg byrjunin
á afmælisdegi Snæ-
fríðar Ingadóttur,
blaðamanns og
rithöfundar, í gær.
Þegar hún gekk út
að bíl sínum kom
í ljós að gulllitað
typpi hafði
verið málað
á húddið og
óviðurkvæmileg
skilaboð með.
Snæfríður hélt
í fyrstu að eiginmaður hennar
væri að grínast í henni en komst
fljótt að raun um að svo var ekki.
Afmælisdagurinn fór því að stórum
hluta í samskipti við lögreglu og
tryggingarfélagið.
Þau gleðitíðindi hafa borist
útvarpsmanninum Andra Frey
Viðarssyni til Danmerkur að þáttur
hans og Dodda litla, Litla hafmeyj-
an, verður áfram á dagskrá
Rásar 2 í vetur. Þessar
fréttir voru kærkomnar
því undanfarið hefur
Andri mátt búa við
atvinnuleysi auk
þess sem
bæði
hann og
kærasta
hans greindust
með svínaflensu í
sumar.
Bassaleikarinn og þúsundþjala-
smiðurinn Ragnar Páll Steinsson,
eða bara Raggi í Botnleðju, hefur
látið lítið fyrir sér fara
undanfarna mánuði.
Ástæðan mun vera
sú að hann greindist
með brjósklos í
baki og þurfti í
kjölfarið að vera
frá vinnu um
tíma. Eftir góða
hvíld hefur Raggi
nú náð heilsu og
hefur aftur tekið
sér stöðu bak
við barinn á
Boston. - hdm
„Mér fannst sárvanta bók af þessu
tagi. Kvikmyndaiðnaðurinn á
Íslandi er orðinn það stór og þetta
eru svo margar myndir að loksins
er kominn grundvöllur fyrir því
að gera eitthvað á borð við þetta,“
segir Guðni Sigurðsson, höfund-
ur bókarinnar Ég tvista til þess að
gleyma sem kemur út í lok október.
Hann horfði á 89 íslenskar bíó-
myndir og kveðst geta með nokkru
stolti sagt að hann hafi séð nán-
ast allar íslenskar bíómyndir sem
gerðar hafi verið frá upphafi.
Í bókinni er að finna þekktustu
frasa íslenskrar kvikmyndasögu en
margir þeirra eru nánast meitlaðir
inn í íslenskt tungumál og notað-
ir í daglegu tali. Guðni hefur ekki
nákvæma tölu á fjölda frasa í bók-
inni en telst til að þeir séu á milli
fimm og sex hundruð talsins.
Höfundurinn byrjaði hægt
og rólega í áhorfi sínu og undir-
búningi. Myndirnar voru leigð-
ar á bókasöfnum enda hefði það
eflaust útheimt mikil fjárútlát
að fjárfesta í kvikmyndunum 89.
„Fyrstu myndirnar byrjuðu að
rúlla í febrúar og svo tók maður
góðan endasprett, ætli þetta hafi
ekki verið tuttugu til þrjátíu mynd-
ir síðustu tvo mánuðina eða svo.“
Guðni fór ekki í neitt manngrein-
arálit hvað gæði kvikmyndanna
varðar þannig að myndir á borð við
Blossa og Nei er ekkert svar fengu
að fljóta með þótt þær hafi hingað
til ekki verið hátt skrifaðar meðal
kvikmyndagagnrýnenda. Guðna
þótti þær hins vegar alveg ágætis
skemmtun. „Enda státar Blossi af
nokkrum vel þekktum frösum sem
hafa kannski lifað lengur en mynd-
in sjálf,“ og höfundurinn rifjar upp
frasann: „Það eina sem við þurfum
að gera er að finna aðra plánetu og
halda partíinu gangandi.“
Höfundurinn kveðst ekki vita
hvaða mynd standi upp úr hvað
fjölda frasa varðar en grunar að
Stella í orlofi, Englar alheimsins
og Sódóma Reykjavík hafi þar
vinninginn. „Ég er sjálfur mikill
aðdáandi Stellu í orlofi og svo eru
frasarnir í Sódómu líka frábærir,“
segir Guðni. freyrgigja@frettabladid.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. uss, 6. frá, 8. skammst., 9.
lík, 11. tveir eins, 12. slen, 14. eftirsjá,
16. utan, 17. egna, 18. farfa, 20. í röð,
21. arða.
LÓÐRÉTT 1. spotti, 3. umhverfis, 4.
kváðust, 5. dæling, 7. nokkrir, 10.
járnskemmd, 13. útsæði, 15. tuddi,
16. spíra, 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. suss, 6. af, 8. möo, 9. nár,
11. gg, 12. deyfð, 14. iðrun, 16. án,
17. æsa, 18. lit, 20. tu, 21. arta.
LÓÐRÉTT: 1. band, 3. um, 4. sögðust,
5. sog, 7. fáeinir, 10. ryð, 13. fræ, 15.
naut, 16. ála, 19. tt.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Um 7 milljarðar.
2 Manuel Zelaya.
3 Sigurður Skúlason.
„Ég át alltaf granóla með múslí
en svo komst ég að því að ég
er með ofnæmi fyrir hnetum.
Ég var alltaf með svitaköst
og niðurgang og hélt ég væri
kominn með svínaflensu eða
eitthvað. Nú er það því bara
Cheerios, flatkökur með hangi-
kjöti og kaffi.“
Sigtryggur Berg Sigmarsson myndlistar-
maður
„Ég fékk þetta hlaup í fertugs-
afmælisgjöf í fyrra frá vini mínum,
Þorsteini Páli Hængssyni,“ segir
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings í London, sem
tók þátt í Berlínarmaraþoninu á dög-
unum. Hátt í fjörutíu þúsund manns
tóku þátt í hlaupinu í ár en þátttak-
endur hafa, að sögn skipuleggjanda,
aldrei verið fleiri.
Ármann, sem undirbýr nú útgáfu
á bók um starf sitt fyrir Kaupþing í
London, hafði aldrei hlaupið maraþ-
on áður en hann kom til Berlínar en
hafði æft stíft fyrir það í ár. „Þetta
er mikil þrekraun. Síðustu fimmt-
án kílómetrana pældi maður mikið
í því hvort maður ætti ekki bara að
hætta og skella sér á McDonald‘s,“
segir Ármann.
Forstjórinn fyrrverandi var
nokkuð sáttur við tímann sem hann
náði en hann hljóp kílómetrana 42
á þremur klukkustundum og 32
mínútum. „Ég ætlaði að reyna að
hlaupa undir þremur og þrjátíu,“
segir Ármann, sem getur þó vel við
unað enda voru aðstæður ákaflega
erfiðar; heitt var í veðri og mikill
mannfjöldi horfði á sem magnaði
upp hitann.
Athygli vakti að Ármann var
skráður doktor á heimasíðu
maraþonsins en sú nafnbót á víst
ekki við rök að styðjast. „Ég spurði
Þorstein að þessu en hann sagðist
ekki muna hvort hann hefði skráð
mig sem doktor í gríni eða hvort
þetta væri bara misskilningur.“
- fgg
Ármann Þorvaldsson í Berlínarmaraþoni
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Mikill hiti lék maraþonhlauparana í Berlín grátt en Ármann
Þorvaldsson hljóp kílómetrana 42 á þremur klukkustundum og 32 mínútum.
Fatahönnuðurinn Guðbjörg
Reykjalín hefur opnað hönnunar-
og listabúð í rólegri hliðargötu í
miðbæ Kaupmannahafnar. Versl-
unin ber nafnið Mums Filibaba og
selur flíkur frá upprennandi hönn-
uðum, skemmtilega hluti fyrir
heimilið, listaverk og ljósmyndir
frá ýmsum listamönnum auk alls
konar fylgihluta.
Guðbjörg hefur verið búsett
í Danmörku frá tólf ára aldri
og útskrifaðist sem fatahönn-
uður frá Håndarbejdets Frem-
mes Seminarium árið 2005. „Ég
flutti til Kaupmannahafnar árið
1992 og kalla þetta mína heima-
borg. Mamma mín flutti fyrir
stuttu aftur heim til Íslands en
ég reikna með að ég dvelji áfram
hér í Danmörku. Mér finnst
þó alltaf gott að koma heim til
Íslands og hlaða batteríin, eins er
hönnun mín undir miklum áhrif-
um frá íslenskri náttúru,“ segir
Guðbjörg, en hún hannar flíkur
undir nafninu Greykjalín.
Mums Filibaba opnaði formlega
9. september síðastliðinn og seg-
ist Guðbjörg hafa fengið góðar
móttökur frá viðskiptavinum.
Spurð út í nafnið á versluninni
segir hún að það vera danskt orð-
tak. „Danir nota þetta yfir hluti
sem þeim þykja afskaplega góðir,
„mums“ þýðir í rauninni bara
namm. Okkur fannst þetta til-
valið nafn á versluninni því það
gefur til kynna að hér séu til sölu
afskaplega góðar vörur,“ segir
Guðbjörg.
Til stendur að opna vefverslun
á slóðinni www.mumsfilibaba.dk,
þar gefst fólki kostur á að skoða
og kaupa þær vörur sem seldar
eru í búðinni og fá sendar hingað
heim til Íslands. - sm
Íslensk stelpa opnar hönnunarbúð í Köben
MUMS FILIBABA Guðbjörg Reykjalín
hefur verið búsett í Danmörku frá
tólf ára aldri. Hún rekur nú hönnunar-
verslunina Mums Filibaba í miðbæ
Kaupmannahafnar.
GREYKJALÍN Guðbjörg útskrifaðist sem
fatahönnuður árið 2005 og hefur verið
að hanna flíkur undir nafninu Greykjalín.
GUÐNI SIGURÐSSON: HORFÐI Á 89 ÍSLENSKAR BÍÓMYNDIR
Safnar þekktum íslenskum
bíófrösum saman á bók
MIKIÐ ÞARFAÞING Bókin Ég tvista til þess að gleyma inniheldur hátt í sex hundruð
þekkta íslenska bíófrasa en höfundurinn, Guðni Sigurðsson, horfði á 89 íslenskar
bíómyndir til að undirbúa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1) „Hann veit ekki hvar Sódóma
er?“
Axel um Mola í Sódómu Reykjavík.
2) „Ef ég sé með hattinn þá fer ég
örugglega í stuð.“
Dúddi í Með allt á hreinu.
3) „Frú Stella, veskan mín er
horfin.“
Salómon í Stellu í orlofi.
4) „Bíddu við, hver er þessi Herj-
ólfur?“
Daníel í Nýju lífi.
(Úr bókinni Ég tvista til þess að
gleyma)
FLEYG ÍSLENSK BÍÓ-ORÐ
FRÉTTIR AF FÓLKI
Vísindavaka
2009
www.rannis.is