Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 56
40 24. september 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var í vikunni dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk sína tíundu áminn- ingu á tímabilinu, eins og reglur KSÍ kveða á um. Hins vegar hefur reglunum um viðurlög við agabrot- um ekki verið breytt eftir að liðum í efstu þremur deildunum hér á landi var fjölgað í tólf. „Það er auðvitað algjört rugl hjá mér að fá svona mörg spjöld á einu tímabili. En vissulega mætti skoða það hvort eitthvað þurfi að breyta þessu kerfi eftir að fjölgað var í deildinni,“ sagði Valur Fannar. Hann vildi ekkert segja um hvort hann hefði átt þessi spjöld skilið. Hann vildi þó meina að hann væri ekki grófur leikmaður. „Ég hef stundum fengið spjöld í sumar fyrir sakir sem ég hef ekki verið áminntur fyrir áður. Ég er fastur fyrir en ekki grófur,“ sagði hann. Fylkismenn hafa verið sagðir spila hvað ákveðnast í Pepsi-deild- inni í sumar. „Leikmenn eru fylgn- ir sér en það hefur aldrei verið lagt upp með að vera grófur. Ólaf- ur Þórðarson var sömuleiðis fylg- inn sér og ákafur sem leikmaður en fékk aldrei mörg spjöld á einu tímabili,“ sagði Valur Fannar en Ólafur er þjálfari Fylkis. „Ólafur er einn heiðarlegasti maður sem ég þekki enda fær hann afar sjaldan spjöld fyrir að mótmæla dómgæslu. Hann hvet- ur okkur til að vera fasta fyrir en aldrei grófa,“ bætti Valur Fannar við. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði að það hefði verið rætt innan veggja KSÍ hvort breyta þyrfti viðurlög- unum en það hefði þó ekki verið tekið formlega fyrir. „Það hefur komið til tals hvort eigi að breyta viðurlögunum en það hefur í það minnsta engu verið breytt enn,“ sagði Þórir. „Krafa frá félögunum um að skoða þetta liggur heldur ekki fyrir.“ Stjórn KSÍ myndi þurfa að sam- þykkja slíka reglubreytingu en Þórir sagði sjálfsagt að skoða það. „Sjálfur hef ég ekki myndað mér skoðun á því hvort þurfi að breyta þessum reglum en mér finnst í góðu lagi að taka þessa umræðu upp.“ Þrátt fyrir að sextán lið séu í efstu deild bæði í Svíþjóð og Nor- egi er refsiramminn þar strangari en sá á Íslandi. Í Noregi eru leikmenn dæmdir í bann eftir þrjár áminningar og sömuleiðis eftir fimm og svo sjö gul spjöld. Leikmenn fá leikbann fyrir hvert spjald eftir það. Í Svíþjóð fá leikmenn sömuleiðis leikbann fyrir fyrstu þrjár áminn- ingarnar en svo aftur eftir sex og svo níu. Á Íslandi fá leikmenn fyrst leik- bann eftir fjórar áminningar og svo aftur eftir sex. Hins vegar breytist kerfið eftir það og leik- menn fá tveggja leikja bann fyrir átta áminningar annars vegar og tíu áminningar hins vegar, eins og í tilfelli Vals Fannars. Eftir það fá leikmenn tveggja leikja bann fyrir hverja áminningu. Ekki kemur þó til þess í tilfelli Vals Fannars enda aðeins einn leikur eftir á tímabilinu. Hann þarf ekki að taka út leikbann í fyrsta leik næsta tímabils, sam- kvæmt reglum KSÍ. Valur Fannar hefur fengið átta áminningar í samtals átján deildarleikjum í sumar auk þess sem hann fékk að líta gula spjald- ið í báðum bikarleikjum Fylkis. Fylkir hefur ekki fengið flestar áminningar allra liða í deildinni til þessa. Þróttur hefur fengið flestar, 51 talsins. Grindavík hefur fengið 50 og Fylkir 49. eirikur@frettabladid.is Tel mig ekki vera grófan leikmann Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason hefur alls fengið tíu áminningar í sumar. Af þeim sökum var hann dæmdur í tveggja leikja bann. Viðurlögum við agabrotum hefur ekki verið breytt síðan tímabilið var lengt. Í BARÁTTU Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, í baráttu við leikmann FH í leik liðanna í Kaplakrika í sumar. Liðin mætast í lokaumferðinni um helgina en þá verður Valur Fannar í banni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason mun að öllum líkindum spila með sænska úrvalsdeildarfélaginu Helsingborg á nýjan leik í kvöld en hann hefur verið frá vegna meiðsla. „Þetta fór betur en á horfðist í fyrstu þar sem við héldum að þetta væri mun verri tognun en hún reyndist,“ sagði Ólafur Ingi. „En ég er byrjaður að æfa aftur og verð í leikmannahópnum á morgun [í dag]. Ég byrja væntan- lega ekki en ef allt gengur vel fæ ég væntanlega tækifærið á sunnudaginn.“ Ólafur Ingi byrjaði að spila í júlí síðastliðnum á ný eftir átta mánaða fjarveru vegna kross- bandsslita. „Það hefur verið mikið álag á líkamanum síðan ég byrjaði aftur og ég hef spilað mikið af leikjum. Líkaminn hefur því verið orðinn þreyttur, sem var ef til vill ekkert skrítið.“ - esá Ólafur Ingi Skúlason: Spilar væntan- lega í kvöld ÓLAFUR INGI Hér í landsleik Íslands og Georgíu á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Sex íslenskir dómarar á einum leik Sex íslenskir dómarar verða við störf á einum og sama leiknum þegar Ajax frá Hollandi og Anderlecht frá Belgíu mætast í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Nýtt fyrirkomulag á dómgæslu verður prófað í deildinni í vetur þar sem auk hefðbundinna dómara verða tveir til viðbótar á endalínun- um. Kristinn Jakobsson verður aðaldómari leiksins en þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson verða á hliðarlínunni. Á endalínunni verða þeir Magnús Þórisson og Þorvaldur Árnason. Jóhannes Valgeirsson er fjórði dómari leiksins. Það verður sögulegur knattspyrnuleikur milli Fylkis og ÍR í Pepsi-deild kvenna á sunnudaginn en þá munu þrjár konur skipa dómaratríó í fyrsta sinn í efstu deild. Guðrún Fema Ólafsdóttir mun dæma leikinn og aðstoðardómarar hennar verða þær Marína Ósk Þórólfsdóttir og Birna Bergstað Þórmundsdóttir. „Þetta er mjög stór áfangi að fara að dæma í efstu deild,“ segir dómari leiksins, Guðrún Fema Ólafsdótt- ir, sem er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Þetta hefur verið viðburðaríkt sumar hjá henni. „Ég var hækkuð upp í landsdómara í vor og fór síðan út í sumar og dæmdi á Norðurlandamóti kvenna undir 17 ára í viku,“ segir Guðrún Fema og segir það hafa verið mjög góða reynslu fyrir sig. Guðrún Fema gæti verið að hefja fótbolta- ferill sinn sem leikmaður en hún hefur meiri áhuga á dómgæslunni. „Það fer ekki svaka- lega vel saman að spila og dæma en ég spilaði reyndar þrjá leiki í sumar. Ég varð að velja og það eru meiri möguleikar fyrir mig í dómarastarfinu,“ segir Guðrún. „Þetta var erfitt fyrst en svo þarf maður að komast yfir ákveðinn hjalla og þá hættir maður að heyra allt tuðið. Ég heyrði allt sem var sagt við mig fyrst en það þýðir ekki lengur að spyrja mig hvað er sagt við mig eftir leik,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég held að það hafi samt verið erfiðast að yfirstíga það að hætta heyra tuðið. Maður dæmir annars bara eftir hjartanu, gerir það sem er rétt og dæmir ekki ósanngjarnt eða neitt svoleiðis,“ segir Guðrún og hún er ánægð með viðtökurnar. „Það hafa allir tekið því vel að ég sé að dæma, þjálfarar, stelpurnar og það er búið að standa vel við bakið hjá okkur hjá KSÍ og þau reyna að gera allt fyrir okkur,“ segir Guðrún Fema og hún ætlar sér að ná langt. „Ég vona að ég geti orðið alþjóðlegur dómari en maður þarf að vera orðinn 25 ára. Ég á enn þá eftir nokkur ár í það en ég stefni á að vinna mig upp og geta orðið alþjóðlegur dómari.“ GUÐRÚN FEMA ÓLAFSDÓTTIR: FYRSTA KONAN TIL AÐ DÆMA Í EFSTU DEILD Á SUNNUDAGINN Það var erfiðast að hætta að heyra tuðið FÓTBOLTI Það stefnir í æsispenn- andi baráttu á milli risanna Barcelona og Real Madrid um spænska meistaratitilinn. Eftir 2- 0 sigur Real Madrid á Villarreal í gær er ljóst að í fyrsta sinn í sögunni eru þessir fornir fjendur með fullt hús eftir fjóra leiki. Real Madrid hefur ekki byrjað jafnvel í átján ár en þetta er besta byrjun Barcelona síðan 1997. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Real Madrid í gær. Með því varð hann fyrsti leikmaður- inn í sögu Real sem hefur skorað í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum með félaginu. Svíinn Zlatan Ibrahimovic setti sams- konar félagsmet hjá Barcelona. Real Madrid-menn fögnuðu líka seinna markinu, sem Brasilíu- maðurinn Kaka skoraði úr víta- spyrnu því þetta var fyrsta mark- ið sem hann skorar fyrir félagið síðan hann kom frá Milan. - óój Barcelona og Real Madrid: Bæði með fullt hús í fyrsta sinn FÉLAGSMET Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er enn að vinna sig út úr meiðslum sem hann varð fyrir á landsliðsæfingu fyrir Noregsleikinn á dögunum og hefur ekki enn spilað leik með Portsmouth í ensku úrvalsdeild- inni á tímabilinu. „Þetta er bara eins og var reikn- að með, að þetta tæki þessar fjór- ar vikur að gróa. Það eru komn- ar þrjár vikur síðan þetta gerðist á Íslandi. Ég byrjaði aðeins að skokka í dag,“ segir Hermann, sem viðurkennir að hann sé orðinn óþolinmóður. „Maður er orðinn hungrað- ur að komast í smá fótbolta því maður er búinn að gera allt annað. Maður er búinn að gera allt nema það sem maður er að æfa,“ segir Hermann. Portsmouth er búið að tapa fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en vann Carlisle í enska deildabikarnum á þriðju- daginn. „Það er búið að vera ömur- legt að geta ekki verið með. Við þurfum á öllum að halda því við erum ekki með það sterkan hóp að það munar um alla. Auðvitað myndi maður vilja vera þarna og hjálpa til,“ segir Hermann. „Ég er búinn að sjá flesta þessa leiki, við töpuðum á móti Arsen- al sannfærandi en hinir leikirn- ir hefðu getað farið allavega,“ segir Hermann en liðið er búið að tapa fjórum af sex leikjum á sigurmarki, þar af tveimur þeirra á marki á 89. og 90. mínútu. „Okkur var spáð falli fyrir mótið þannig að við erum ekki að valda neinum vonbrigðum. Þetta er alveg nógu góður mannskapur til þess að halda sér uppi. Þetta er gríðarlega erfið deild og það hafa sterk lið farið niður eins og Newcastle, Leeds og West Ham. Það voru allt lið sem eyddu hell- ings pening og voru með gríðar- lega sterkan hóp,“ segir Hermann og bætir við: „Það er ekkert lið hundrað pró- sent öruggt með sætið sitt nema þessir fimm til sex toppklúbb- ar. Aðrir geta lent í basli og við erum eitt af þeim liðum,“ segir Hermann. Hermann býst ekki við að spila sinn fyrsta leik fyrr en eftir landsleikjahléið í október. Portsmouth mætir þá Tottenham á heimavelli. „Við eigum Everton um helgina og mætum síðan Wolves um aðra helgi. Þótt ég sé að stefna á Wol- ves-leikinn held ég að þeir hleypi mér ekki í þann leik. Ég ætla samt ekki að útiloka það alveg strax. Eftir þann leik er tveggja vikna frí vegna landsleikja og þá ætti ég að vera hundrað prósent kominn í gang þegar það er búið,“ segir Hermann. - óój Enn gætu verið nokkrar vikur í að landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson spili með Portsmouth: Orðinn hungraður að komast í fótbolta ORÐ Í EYRA Hermann Hreiðarsson er mikill karakter á velli og Portsmouth- liðið saknar hans. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.