Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 24. september 2009 39 Uppselt er á elleftu Iceland Air- waves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík 14. til 18. október. Miðasalan í ár hefur gengið vonum framar og aldrei í sögu Airwaves hafa miðar selst upp jafnhratt. Til að bregðast við eftirspurninni eru aðstandendur nú að íhuga að bæta við fleiri tónleikastöðum til að geta selt fleiri miða. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Kings of Convenience frá Noregi, The Drums frá New York, elektró- tríóið Jessica 6 og breska hljóm- sveitin Black Cherry. Einnig ætla Danirnir Trentemöller og Kasper Bjørke að þeyta skífum. - fb Uppselt á Airwaves TRENTEMÖLLER Daninn Trentemöller spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni. „Þetta var feikilega skemmtilegt,“ segir Sindri Freysson um ritun nýjustu ljóðabókar sinnar, Ljóð- veldið Ísland. Bókaútgáfan Svarta forlag hefur þjófstartað eins árs afmæli hrunsins með útgáfu þess- arar 200 blaðsíðna bókar sem fjall- ar í einu samfelldu ljóði um sögu lýðveldisins ár frá ári, allt frá 1944 til 2009, þar sem leitað er skýringa á efnahagshruninu. Efniviðurinn er sóttur í fréttir líðandi stundar og það sem hæst hefur borið í sögu þjóðarinnar á þessum 65 árum. Sindri ætlaði upphaflega að senda ljóðabókina í samkeppni um Tómasarverðlaunin í sumar en náði ekki að klára hana í tæka tíð. „Ég sat við nótt eftir nótt í tíu tíma samfleytt og hamaðist við að skrifa. Þetta var meira verk en ég átti von á og þegar 1. júní kom átti ég eftir fjórðung af bókinni,“ segir Sindri. „Ég hélt áfram að skrifa næstu tvær vikur í viðbót og skrifaði bókina á sex vikum.“ Sindri er vanur því að liggja yfir verkum sínum og nostra við þau á löngu tímabili en ekki í þetta sinn. „Ég skrifaði þetta í miklum eldmóði. Stíflan brast bara og ég hef varla hnikað til orði síðan ég kláraði bókina. Ef ég hefði farið að fikta við hana er hættan sú að ég hefði dempað kraftinn. Það vinn- ur gegn tilgangi bókarinnar og hvernig hún var skrifuð.“ Hann var staddur á Spáni þegar bankahrunið varð og norður í landi þegar búsáhaldabyltingin hófst. Fylgdist hann því með atburða- rásinni úr fjarska. „Það safnaðist upp tjáningarþörf hjá mér and- spænis reiðinni, vanmættinum og undruninni sem ég held að fólk hafi fundið,“ segir Sindri og líkir skriftunum við mýtuna í kring- um frægt verk bítskáldsins Jacks Kerouac, On the Road. „Hann sett- ist niður, hamraði á ritvélina og knúði sig áfram á amfetamíni og öðrum efnum. Þessi bók var unnin svipað mínus það að ég var ekki á amfetamíni og ég sat við tölvu í stað þess að hamra á ritvélina,“ segir hann og brosir. - fb Sindri krufði lýðveldið á sex vikum SINDRI FREYSSON Sindri hefur sent frá sér ljóðabókina Ljóðveldið Ísland þar sem leitað er skýringa á efnahagshruninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Endurhljóðblandaðar plötur Bítlanna seldust í 2,25 milljónum eintaka í Norður-Ameríku, Japan og Bretlandi fyrstu fimm dagana eftir að þær komu út 9. september. Á vinsældalista tíma- ritsins Billboard komust sex- tán Bítlaplötur á topp fimmtíu, þar á meðal allar fjórtán sem voru endurhljóðblandaðar, auk tveggja safnboxa. Plöturnar voru endurhljóðblandaðar í Abbey Road-hljóðverinu í London á fjór- um árum. Komu þær út á sama tíma og nýr tölvuleikur, The Beatles: Rock Band, leit dagsins ljós. - fb Vinsælar Bítlaplötur BÍTLARNIR Enn gríðarlega vinsælir tæp- lega fjörutíu árum eftir að þeir hættu störfum. íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.