Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ef maður er samkvæmur sjálfum sér en hamast ekki við að eltast við einhverja ákveðna tísku held ég að útkoman verði oft fín,“ segir Heiða Dóra Jónsdóttir, trúbador og hagfræðinemi, sem í sumar rak fataverslunina Sexy grandma á Frakkastíg ásamt unnusta sínum Gísla Eyland. Í versluninni segir Heiða að helst hafi verið boðið upp á íslenska hönnum sem oft var undir áhrif- um frá eldri tímabilum svo sem rokkabillí inu. Heiða segist þó ekki eiga nein eftirlætismerki, hönnuði eða tíma- bil. „Mér leiðist tilhugsunin um að eitthvað fari átómatískt í tísku og sé svo alls ekki málið eftir eitt ár. Ef ég fíla föt sjálf er mér alveg sama hvort þau séu inn eða ekki,“ segir hún og segist viss um að með þetta í huga sé fólk oft ófeimnara við að blanda ólíkum hlutum saman og útkoman af því verði oft prýði- leg. „Mér finnst voðalega skrítið þegar fólk fullyrðir að eitthvað sé hallærislegt en annað flott þessa og hina stundina.“ Heiða segir uppáhaldsflíkurnar sínar vera kjóla úr Kolaportinu, þar sé gaman að leita að fötum og margt spennandi í boði. „Frænka mín er svo hönnuður og ég er voða hrifin af fötum frá henni. Hún hugsar fyrst og fremst um að flík- urnar séu þægilegar en allt sem kemur frá henni er mjög flott þar að auki,“ segir Heiða sem telur lítið fútt í því að reyna að skemmta sér í fallegum en óþægilegum fötum. „Þá verður maður bara stífur og líður illa og það er ekki gaman.“ Heiða hefur komið víða við. Auk þess að reka verslun, syngja og semja lög, hefur hún kennt maga- dans og lokið BA-prófi í sálfræði. Og þótt hún og kærastinn hafi ákveðið að halda verslun sinni aðeins opinni í þrjá mánuði telur hún reynsluna af rekstrinum eiga eftir að nýtast sér vel. Þetta hafi verið gert af hvatvísi með litlum tilkostnaði og hugsað sem sumar- verkefni þeirra Gísla. Staðsetning búðarinnar á Frakkastíg hafi eftir á að hyggja ekki verið nægilega góð þar sem fólk rambaði ekki á búð- ina fyrir tilviljun. Reynslan sé þó ómetanleg. karen@frettabladid.is Besta útkoman verður ef ekki er elst við tískuna Heiða Dóra Jónsdóttir, trúbador og hagfræðinemi, rak í sumar verslunina Sexy grandma á Frakkastíg, Hún segist ómögulega geta nefnt uppáhaldshönnuð eða -tímabil. Mikilvægast sé að líða vel í flíkunum. Áhugasvið Heiðu Dóru virðast eiga sér lítil takmörk. Hún hefur lokið BA-prófi í sálfræði, kennt magadans um árabil, verið trúba- dor, rekið fataverslun auk fjölda annarra hluta. Ekki að undra þótt klæði hennar séu úr ýmsum áttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIKINÍ eru á undanhaldi ef marka má tískufrömuði úti í heimi sem spá nú í sundfatatísku næsta sumars. Þeir vilja meina að snið og kven- leiki sjötta áratugarins verði höfð að leiðarljósi í hönnun og því verði sundbolurinn allsráðandi. Helst skuli hann vera bundinn aftur fyrir háls til að draga fram kvenlegar línur. Auglýsingasími – Mest lesið             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.