Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 12
12 24. september 2009 FIMMTUDAGUR SÖFNUN Skipulagðar nauðganir á konum og börnum eru aðför gegn mannréttindum sem alþjóðasamfélagið ætti að beita sér gegn með enn frekari hætti en gert er nú, segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF. Stefán kynnti söfnunarátak UNICEF og V-dagssamtakanna til handa fórnarlömbum nauðgana í Austur-Kongó ásamt Diljá Ámundadóttur, formanni V-dagssamtak- anna á Íslandi. Mörg þúsund konum og börnum er nauðgað og mis- þyrmt í Austur-Kongó ár hvert. Þrátt fyrir að skrif- að hafi verið undir frið- arsamkomulag stríðandi fylkinga í landinu árið 2003 ríkir enn óöld þar og meðal fórnarlamba eru konur og börn sem eru beitt kynferðisofbeldi. Í stríðinu og í aðdraganda þess hófust skipulagðar nauðganir og benti Stefán í fram- sögu sinni á að umfang skipulagðra nauðgana í hernaði hefði vaxið gríðarlega á átakasvæð- um undanfarna áratugi og mjög mikilvægt væri að berjast gegn því. Hvergi hefur þeim þó verið beitt með hrottafengnari hætti en í Austur-Kongó og er talið að fórnarlömbin séu mörg hundruð þúsund. UNICEF hefur starfað að uppbyggingu samfélagsins í Austur-Kongó og unnið að verkefnum sem miða að því að uppræta við- horf sem stuðla að kynferðisofbeldi, ýta á stjórnvöld til að grípa til árangursríkra aðgerða og bæta lög og lina þjáningar barn- ungra þolenda á svæðum þar sem ástandið er alvarlegast. Um þúsund þolendur kynferð- isofbeldis fá í hverjum mánuði stuðning í gegnum verkefni sem eru styrkt af UNICEF. Felix Ackebo, sérfræðingur hjá UNICEF í Gomo í austurhluta landsins, segir erfitt að skýra hvers vegna nauðgunum sé beitt í svo miklum mæli í landinu. Að einhverju leyti eigi það þó menningarlegur rætur. Nauðganir hafi verið og séu enn notaðar sem vopn í átökum. Mikilvægt sé að ná tökum á því ástandi og uppræta þá fordóma sem fórnarlömbin mæti í samfélaginu. Hann segir að væntanlega muni taka mörg ár að ná tökum á ástandinu. „En vonin er alltaf til staðar.“ Fyrir tveimur árum hófst samstarf alþjóð- legu V-dagssamtakanna og UNICEF til styrktar fórnarlömbum kynferðisglæpa í Austur-Kongó. Meðal þess sem söfnunarfé hefur verið notað til er uppbygging Ánægju- borgarinnar (City of Joy) sem er athvarf fyrir þolendur nauðgana í Bukavu-héraði í Austur- Kongó en þar fá konur þjálfun í ýmsum hag- nýtum verkum til að efla sjálfstraust þeirra. Einnig hafa V-dagssamtökin og UNICEF styrkt Panzi-spítalann í sama héraði þar sem konur fá læknishjálp í kjölfar nauðgana. Þær eru oft mjög illa útleiknar og hefur verið mis- þyrmt í kringum kynfærin með hryllilegum hætti. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að byggja upp konur sem hefur verið misþyrmt kynferð- islega. Það er alltaf von,“ segir Stefán, sem sjálfur hefur kynnst sambærilegu uppbygg- ingarstarfi í Sierra Leone. sigridur@frettabladid.is FELIX ACKABE Blóðug saga Austur-Kongó Goma AUSTUR-KONGÓ KONGÓ ANGÓLA RÚANDA TANSANÍA Austur-Kongó (Democratic Republic of the Congo) er land í rústum eftir blóðug átök undanfarinna ára. Þó að borgarastyrjöld hafi lokið þar formlega árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og þar verða enn þúsundir kvenna og barna fyrir hrottalegum kynferðisofbeldi á ári hverju. Landið er þriðja stærsta ríki Afríku og það fjórða fjölmennasta með rúmlega 66 milljónir íbúa. Landið á landamæri að níu löndum, þar á meðal Vestur-Kongó sem einnig hefur verið nefnt Kongó- Brazzaville eftir höfuðborg landsins. Austur-Kongó er stundum kallað Kongó-Kinshasa eftir höfuðborginni. Um árabil var það þekkt sem Zaire en það nafn fékk það ellefu árum eftir að hafa verið veitt sjálfstæði frá Belgum. Nýlendusaga Austur-Kongó er ein sú hryllilegasta í Afríku. Landið var skilgreint sem eign Leópolds II. Belgíukonungs árið 1885. Undir hans stjórn voru íbúar beittir grimmilegu harðræði, meðal annars við framleiðslu á gúmmíi. Talið er að tugir milljóna hafi látist á þessu tímabili. Árið 1908 var landið sett undir stjórn belgísku ríkisstjórnarinnar vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu sem misbauð meðferðin á innfæddum. Eftir áratugastjórn Mobutu Sese Seko var honum steypt af stóli árið 1997 og komst þá Laurent Kabila til valda. Í kjölfarið hófst borgarastríð í landinu sem stundum hefur verið kallað heimsstyrjöldin í Afríku. Yfir fjórar milljónir manna létust í stríðinu, sem lauk formlega með friðarsamningi 2003. Í aðdraganda stríðsins hófst skipulagt kynferðisofbeldi gegn konum og börnum í hernaðarlegum tilgangi. Umfang glæpanna er mjög mikið og hefur haldið áfram æ síðan. Þúsundum nauðgað ár hvert Fórnarlömb skipulagðra nauðgana í Austur-Kongó hafa skipt hundruðum þúsunda síðan borgarastríðið hófst. Átak til að vekja Íslendinga til vitundar um kynferðisglæpi gegn stúlkum í landinu var kynnt í gær. UNNIÐ ÚR ÁFALLINU Fórnarlömb kynferðisglæpa í Austur-Kongó á bænastund í kapellu í athvarfi í borginni Goma í austurhluta landsins. NORDICPHOTOS/AFP STÚLKUM HJÁLPAÐ TIL NÝS LÍFS Dagana 23. september til 4. október standa V-dagssamtökin á Íslandi og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir sameiginlegu átaki til þess að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gagnvart stúlkum í Austur-Kongó. Á sama tíma verða samtökin með söfnun meðal íslensks almennings til styrktar verkefnum í þágu ungra fórnarlamba í landinu. Yfirskrift átaksins er: Stöðvaðu nauðganir – hjálpaðu stúlkum í Austur- Kongó til að hefja nýtt líf. Þetta er fyrsta verkefni V-dagssamtakanna á Íslandi um nokkurt skeið og kynnti nýr formaður þeirra á Íslandi, Diljá Ámundadótt- ir, söfnunina í gær. Diljá sagði við tækifærið mikilvægt að vekja athygli á málefninu, kyn- ferðisbrot lægju oft í þagnargildi og víðtækir glæpir á borð við þá í Austur-Kongó væru því miður ekki jafn kunnir í heiminum eins og ætti að vera. Hægt er að leggja söfnuninni lið með ýmsum hætti; með því að hringja í númerin 908-1000, 908-3000 og 908-5000, gefa frjáls framlög í gegnum vefinn www.unicef.is/v-dagurinn eða kaupa sérstök styrktarspjöld í verslunum Hagkaupa. V-DAGSSAMTÖKIN OG UNICEF Á myndinni má sjá frá vinstri Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, Björn Inga Hilmarsson, Diljá Ámundadóttur, Þóreyju Vilhjálmsdóttur, Ragnhildi Gísladótt- ur, fyrrverandi og núverandi meðlimi í stjórn V-dagssamtak- anna á Íslandi, og Stefán Inga Stefánsson framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FEST Á VEGG Þessi kosningamynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara var límd upp á vegg í bænum Kronach nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND Þýskaland hefur náð botni efnahagslægðarinnar og mun hagkerfið nú leita upp á við. Batinn verður hægur, að sögn Axels Weber, seðlabankastjóra landsins. Hagvöxtur mældist 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi. Weber sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær að þegar áhrif efnahagshvata stjórnvalda fjöruðu út mætti búast við auknu atvinnuleysi á ný og samdrætti í neyslu. „Þetta stefnir efnahags- batanum ekki í hættu en hægir á honum,“ segir seðlabanka- stjórinn. Atvinnuleysi í Þýskalandi mælist 7,7 prósent og skrifast að stórum hluta á fækkun vinnu- stunda í stað uppsagna. - jab Þýskaland úr mínus í plús: Segir bata verða hægan FRÁ ÞÝSKALANDI Seðlabankastjóri Þýskalands reiknar með hægum efna- hagsbata. ÖRYGGISMÁL Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga stendur fyrir dyrum á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfn- inni við Helguvík. Í ár taka Nor- egur, Frakkland, Þýskaland, Hol- land, Bandaríkin og Bretland þátt í æfingunni en jafnframt sprengju- sveit Landhelgisgæslunnar, alls um áttatíu manns. Margir aðrir aðilar frá Land- helgisgæslunni sem og öðrum stofnunum hér á landi koma að æfingunni og má þar nefna þyrlu- deild, köfunardeild, varðskipa- deild, Ríkislögreglustjóra og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Æfingin nýtist til að halda sprengjusérfræðingum í góðri þjálfun svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við verkefni á erlendri grundu og heima fyrir. Reynt er að hafa æfingarnar sem líkastar þeim aðstæðum sem sprengjusérfræðingar geta þurft að kljást við. Í því skyni eru not- aðar eftirlíkingar af sprengjum hryðjuverkamanna sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár. Æfingin hefur áunnið sér hlut- verk innan NATO, flokkast undir mannúðarstarf og er haldin er á vegum dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar, Varnar- málastofnunar og NATO. - shá Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga haldin á gamla varnarliðssvæðinu: Æfa vegna hryðjuverkaógnar TUNDURDUFLI EYTT Sprengjusérfræð- ingar LHG þurfa iðulega að eyða tund- urduflum úr seinni heimsstyrjöldinni. MYND/LHG UMHVERFISMÁL Losun Landsvirkj- unar á gróðurhúsalofttegundum er um 1,3 prósent af heildarlos- un Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu Landsvirkjunar. Heildarlosun fyrirtækisins er ígildi um 76 þúsund tonna af kol- tvíoxíði. Inni í þeirri tölu er losun vegna brennslu bensíns og olíu, losun frá lónum og útstreymi frá gufuaflsvirkjunum. Landsvirkjun framleiðir um sjötíu prósent af raforku landsins. Í skýrslunni kemur fram að raf- orkuvinnsla í vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar losi 450 til 900 sinnum minna af gróðurhúsaloft- tegundum en kolaorkuver. - bj Kolefnislosun Landsvirkjunar: Um 1,3 prósent af heildarlosun ORKA Landsvirkjun framleiðir um sjötíu prósent af raforku landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞRÓUNARMÁL Alþjóða fjármála- kreppan kemur harðast niður á stúlkum og ungum konum í þró- unarríkjum því þær eru fyrstar til að vera reknar frá matarborð- inu og fyrstar til að vera teknar út úr skólum eða missa atvinnu, segir í skýrslu samtakanna Plan International. Þetta kemur fram í vefriti Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands www.iceida.is. Samtökin gefa árlega út skýrslu undir heitinu „Because I Am a Girl“ til að vekja athygli á bágri stöðu stúlkna í þróunarlöndum og ungra kvenna í því augnamiði að hvetja til aukinnar menntunar stúlkna og jafnréttis. - sbt Kreppan í þróunarríkjum: Kreppan bitnar verst á stúlkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.