Fréttablaðið - 24.09.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 24.09.2009, Síða 12
12 24. september 2009 FIMMTUDAGUR SÖFNUN Skipulagðar nauðganir á konum og börnum eru aðför gegn mannréttindum sem alþjóðasamfélagið ætti að beita sér gegn með enn frekari hætti en gert er nú, segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF. Stefán kynnti söfnunarátak UNICEF og V-dagssamtakanna til handa fórnarlömbum nauðgana í Austur-Kongó ásamt Diljá Ámundadóttur, formanni V-dagssamtak- anna á Íslandi. Mörg þúsund konum og börnum er nauðgað og mis- þyrmt í Austur-Kongó ár hvert. Þrátt fyrir að skrif- að hafi verið undir frið- arsamkomulag stríðandi fylkinga í landinu árið 2003 ríkir enn óöld þar og meðal fórnarlamba eru konur og börn sem eru beitt kynferðisofbeldi. Í stríðinu og í aðdraganda þess hófust skipulagðar nauðganir og benti Stefán í fram- sögu sinni á að umfang skipulagðra nauðgana í hernaði hefði vaxið gríðarlega á átakasvæð- um undanfarna áratugi og mjög mikilvægt væri að berjast gegn því. Hvergi hefur þeim þó verið beitt með hrottafengnari hætti en í Austur-Kongó og er talið að fórnarlömbin séu mörg hundruð þúsund. UNICEF hefur starfað að uppbyggingu samfélagsins í Austur-Kongó og unnið að verkefnum sem miða að því að uppræta við- horf sem stuðla að kynferðisofbeldi, ýta á stjórnvöld til að grípa til árangursríkra aðgerða og bæta lög og lina þjáningar barn- ungra þolenda á svæðum þar sem ástandið er alvarlegast. Um þúsund þolendur kynferð- isofbeldis fá í hverjum mánuði stuðning í gegnum verkefni sem eru styrkt af UNICEF. Felix Ackebo, sérfræðingur hjá UNICEF í Gomo í austurhluta landsins, segir erfitt að skýra hvers vegna nauðgunum sé beitt í svo miklum mæli í landinu. Að einhverju leyti eigi það þó menningarlegur rætur. Nauðganir hafi verið og séu enn notaðar sem vopn í átökum. Mikilvægt sé að ná tökum á því ástandi og uppræta þá fordóma sem fórnarlömbin mæti í samfélaginu. Hann segir að væntanlega muni taka mörg ár að ná tökum á ástandinu. „En vonin er alltaf til staðar.“ Fyrir tveimur árum hófst samstarf alþjóð- legu V-dagssamtakanna og UNICEF til styrktar fórnarlömbum kynferðisglæpa í Austur-Kongó. Meðal þess sem söfnunarfé hefur verið notað til er uppbygging Ánægju- borgarinnar (City of Joy) sem er athvarf fyrir þolendur nauðgana í Bukavu-héraði í Austur- Kongó en þar fá konur þjálfun í ýmsum hag- nýtum verkum til að efla sjálfstraust þeirra. Einnig hafa V-dagssamtökin og UNICEF styrkt Panzi-spítalann í sama héraði þar sem konur fá læknishjálp í kjölfar nauðgana. Þær eru oft mjög illa útleiknar og hefur verið mis- þyrmt í kringum kynfærin með hryllilegum hætti. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að byggja upp konur sem hefur verið misþyrmt kynferð- islega. Það er alltaf von,“ segir Stefán, sem sjálfur hefur kynnst sambærilegu uppbygg- ingarstarfi í Sierra Leone. sigridur@frettabladid.is FELIX ACKABE Blóðug saga Austur-Kongó Goma AUSTUR-KONGÓ KONGÓ ANGÓLA RÚANDA TANSANÍA Austur-Kongó (Democratic Republic of the Congo) er land í rústum eftir blóðug átök undanfarinna ára. Þó að borgarastyrjöld hafi lokið þar formlega árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og þar verða enn þúsundir kvenna og barna fyrir hrottalegum kynferðisofbeldi á ári hverju. Landið er þriðja stærsta ríki Afríku og það fjórða fjölmennasta með rúmlega 66 milljónir íbúa. Landið á landamæri að níu löndum, þar á meðal Vestur-Kongó sem einnig hefur verið nefnt Kongó- Brazzaville eftir höfuðborg landsins. Austur-Kongó er stundum kallað Kongó-Kinshasa eftir höfuðborginni. Um árabil var það þekkt sem Zaire en það nafn fékk það ellefu árum eftir að hafa verið veitt sjálfstæði frá Belgum. Nýlendusaga Austur-Kongó er ein sú hryllilegasta í Afríku. Landið var skilgreint sem eign Leópolds II. Belgíukonungs árið 1885. Undir hans stjórn voru íbúar beittir grimmilegu harðræði, meðal annars við framleiðslu á gúmmíi. Talið er að tugir milljóna hafi látist á þessu tímabili. Árið 1908 var landið sett undir stjórn belgísku ríkisstjórnarinnar vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu sem misbauð meðferðin á innfæddum. Eftir áratugastjórn Mobutu Sese Seko var honum steypt af stóli árið 1997 og komst þá Laurent Kabila til valda. Í kjölfarið hófst borgarastríð í landinu sem stundum hefur verið kallað heimsstyrjöldin í Afríku. Yfir fjórar milljónir manna létust í stríðinu, sem lauk formlega með friðarsamningi 2003. Í aðdraganda stríðsins hófst skipulagt kynferðisofbeldi gegn konum og börnum í hernaðarlegum tilgangi. Umfang glæpanna er mjög mikið og hefur haldið áfram æ síðan. Þúsundum nauðgað ár hvert Fórnarlömb skipulagðra nauðgana í Austur-Kongó hafa skipt hundruðum þúsunda síðan borgarastríðið hófst. Átak til að vekja Íslendinga til vitundar um kynferðisglæpi gegn stúlkum í landinu var kynnt í gær. UNNIÐ ÚR ÁFALLINU Fórnarlömb kynferðisglæpa í Austur-Kongó á bænastund í kapellu í athvarfi í borginni Goma í austurhluta landsins. NORDICPHOTOS/AFP STÚLKUM HJÁLPAÐ TIL NÝS LÍFS Dagana 23. september til 4. október standa V-dagssamtökin á Íslandi og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir sameiginlegu átaki til þess að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gagnvart stúlkum í Austur-Kongó. Á sama tíma verða samtökin með söfnun meðal íslensks almennings til styrktar verkefnum í þágu ungra fórnarlamba í landinu. Yfirskrift átaksins er: Stöðvaðu nauðganir – hjálpaðu stúlkum í Austur- Kongó til að hefja nýtt líf. Þetta er fyrsta verkefni V-dagssamtakanna á Íslandi um nokkurt skeið og kynnti nýr formaður þeirra á Íslandi, Diljá Ámundadótt- ir, söfnunina í gær. Diljá sagði við tækifærið mikilvægt að vekja athygli á málefninu, kyn- ferðisbrot lægju oft í þagnargildi og víðtækir glæpir á borð við þá í Austur-Kongó væru því miður ekki jafn kunnir í heiminum eins og ætti að vera. Hægt er að leggja söfnuninni lið með ýmsum hætti; með því að hringja í númerin 908-1000, 908-3000 og 908-5000, gefa frjáls framlög í gegnum vefinn www.unicef.is/v-dagurinn eða kaupa sérstök styrktarspjöld í verslunum Hagkaupa. V-DAGSSAMTÖKIN OG UNICEF Á myndinni má sjá frá vinstri Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, Björn Inga Hilmarsson, Diljá Ámundadóttur, Þóreyju Vilhjálmsdóttur, Ragnhildi Gísladótt- ur, fyrrverandi og núverandi meðlimi í stjórn V-dagssamtak- anna á Íslandi, og Stefán Inga Stefánsson framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FEST Á VEGG Þessi kosningamynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara var límd upp á vegg í bænum Kronach nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND Þýskaland hefur náð botni efnahagslægðarinnar og mun hagkerfið nú leita upp á við. Batinn verður hægur, að sögn Axels Weber, seðlabankastjóra landsins. Hagvöxtur mældist 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi. Weber sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær að þegar áhrif efnahagshvata stjórnvalda fjöruðu út mætti búast við auknu atvinnuleysi á ný og samdrætti í neyslu. „Þetta stefnir efnahags- batanum ekki í hættu en hægir á honum,“ segir seðlabanka- stjórinn. Atvinnuleysi í Þýskalandi mælist 7,7 prósent og skrifast að stórum hluta á fækkun vinnu- stunda í stað uppsagna. - jab Þýskaland úr mínus í plús: Segir bata verða hægan FRÁ ÞÝSKALANDI Seðlabankastjóri Þýskalands reiknar með hægum efna- hagsbata. ÖRYGGISMÁL Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga stendur fyrir dyrum á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfn- inni við Helguvík. Í ár taka Nor- egur, Frakkland, Þýskaland, Hol- land, Bandaríkin og Bretland þátt í æfingunni en jafnframt sprengju- sveit Landhelgisgæslunnar, alls um áttatíu manns. Margir aðrir aðilar frá Land- helgisgæslunni sem og öðrum stofnunum hér á landi koma að æfingunni og má þar nefna þyrlu- deild, köfunardeild, varðskipa- deild, Ríkislögreglustjóra og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Æfingin nýtist til að halda sprengjusérfræðingum í góðri þjálfun svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við verkefni á erlendri grundu og heima fyrir. Reynt er að hafa æfingarnar sem líkastar þeim aðstæðum sem sprengjusérfræðingar geta þurft að kljást við. Í því skyni eru not- aðar eftirlíkingar af sprengjum hryðjuverkamanna sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár. Æfingin hefur áunnið sér hlut- verk innan NATO, flokkast undir mannúðarstarf og er haldin er á vegum dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar, Varnar- málastofnunar og NATO. - shá Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga haldin á gamla varnarliðssvæðinu: Æfa vegna hryðjuverkaógnar TUNDURDUFLI EYTT Sprengjusérfræð- ingar LHG þurfa iðulega að eyða tund- urduflum úr seinni heimsstyrjöldinni. MYND/LHG UMHVERFISMÁL Losun Landsvirkj- unar á gróðurhúsalofttegundum er um 1,3 prósent af heildarlos- un Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu Landsvirkjunar. Heildarlosun fyrirtækisins er ígildi um 76 þúsund tonna af kol- tvíoxíði. Inni í þeirri tölu er losun vegna brennslu bensíns og olíu, losun frá lónum og útstreymi frá gufuaflsvirkjunum. Landsvirkjun framleiðir um sjötíu prósent af raforku landsins. Í skýrslunni kemur fram að raf- orkuvinnsla í vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar losi 450 til 900 sinnum minna af gróðurhúsaloft- tegundum en kolaorkuver. - bj Kolefnislosun Landsvirkjunar: Um 1,3 prósent af heildarlosun ORKA Landsvirkjun framleiðir um sjötíu prósent af raforku landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞRÓUNARMÁL Alþjóða fjármála- kreppan kemur harðast niður á stúlkum og ungum konum í þró- unarríkjum því þær eru fyrstar til að vera reknar frá matarborð- inu og fyrstar til að vera teknar út úr skólum eða missa atvinnu, segir í skýrslu samtakanna Plan International. Þetta kemur fram í vefriti Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands www.iceida.is. Samtökin gefa árlega út skýrslu undir heitinu „Because I Am a Girl“ til að vekja athygli á bágri stöðu stúlkna í þróunarlöndum og ungra kvenna í því augnamiði að hvetja til aukinnar menntunar stúlkna og jafnréttis. - sbt Kreppan í þróunarríkjum: Kreppan bitnar verst á stúlkum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.