Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 24. september 2009 3 Á eftir klæðnaðinum er auðvitað næsta mál að líta á fylgihlutina fyrir veturinn sem geta annað hvort fullkomnað heildarútlitið eða bjargað fólki frá stórum tískuslysum. Gæða jafnvel stöku sinnum gömul föt nýju lífi. Ódýr tískuföt má bæta upp með flottum skóm eða réttu töskunni. Belti með áberandi sylgju, til dæmis, eða falleg perlufesti dregur athyglina frá uppruna klæðanna. Fyrir nokkrum árum héldu stórar handtöskur innreið sína á markaðinn og því stærri því betri voru þær. Í vetur eru þær enn í boði þó einnig megi finna smærri töskur. Meira sést af ansi frúarlegum töskum sem kannski einhvern tíma hefðu verið kallaðar kerlingarlegar en margir hönnuðir eru afskap- lega kvenlegir í hönnun sinni sem einkennist af stíl áranna 1950-1960 og þessar töskur því fullkomnar til að setja punktinn yfir i-ið. Þeir sem hafa aðgang að fataskápum hjá ömmu eða frænku gætu sjálfsagt komist í feitt. Í nýjustu útgáfu franska tískublaðsins Elle er það rautt sem á að vera mál málanna í töskum og skóm á komandi vetri. Bæði hárautt en einn- ig bæði ryðrautt og dumbrautt. En það er eins og með fötin að það er ekki eins mikið af litum í boði þegar í búðirnar er komið. Annars eru fylgihlutirnir dökkir eins og klæðnaðurinn almennt en í bland ber talsvert á dökkbláum litum og fjólubláu sem og brúnu. Stígvél upp á mið læri „cuiss- ards“ eins og það heitir upp á frönsku, eru aðalnýjungin í skótaui og ganga sumir hönn- uðir svo langt að taka upp eftir veiðistígvélum, reimuð um mitt- ið líkt og með sokkabandabelti (Prada). Gætu reyndar verið ótrúlega góð í stormi og hríð uppi á Íslandi. Þessi háu stíg- vél er hægt að finna á öllu verði allt frá 150 evrum hjá Zöru upp í yfir þúsund evrur hjá fínu tískuhúsunum. En stundum er ódýri varningurinn ekki alveg í toppgæðum og Zörustígvélin láta stundum lit á lærum viðskiptavinanna. Annars eru það áfram gríð- arlega þykkbotna háhæla skór sem eru hvað helst móðins, sumir með pinnahælum úr málmi. Einnig eru skór með fylltum botni hærri en nokkru sinni og verður að skoða mynd- ir af þeim til að skilja hverju þeir líkjast, bæði hjá Kenzo og Balenciaga. Svo er fjöldi ódýrra lausna í boði sem tískuskríbentar hafa verið uppteknir af að kynna á ýmsu verði. bergb75@free.fr Rauður vetur Undir gospeltónum og andlegri tón- list gengu fyrirsætur tískupallinn á enda á tískusýningu Christop- hers Kane á tískuvikunni í London í vikunni. Fyrir þremur árum vakti hinn 27 ára gamli Kane athygli á tískuvik- unni fyrir níðþröng klæði í rokkara- stíl. Nú var lína hans fyrir vorið og sumarið 2010 mun kvenlegri og sætari. Þar bar helst á dúkkuleg- um kjólum í bleiku, ljósbláu, súkku- laðilitu og bláköflóttu. Kvenleik- ann dró Kane fram með púffermum og áherslu á barminn en þó með mjög íhaldssömum hætti. Öll fötin þóttu vel útfærð, fallega saumuð og greinileg natni lögð í minnstu smáatriði. Kane þykir kunna vel að mynda sérstaka stemningu á tískusýn- ingum sínum sem þótti einnig vel til takast nú með sérstæðu tón- listarvali. Inntur eftir því hvaðan hann fengi innblást- ur fyrir fötin nefndi hann þrennt. Af mynd sem hönnuðurinn sá af Nancy Reagan á flötinni fyrir utan hvíta húsið, kvikmynd- inni Lólítu og frá heimild- armynd sem hann sá um Jonestown- fjöldamorðin í Gvæjana árið 1978. Á fremsta b e k k á tískusýn- ingunni sátu meðal ann- ars Don- atella Versace sem réði Kane þegar hann var enn nemi, Anna Wintour, rit- stjóri bandaríska Vogue, Tops- hop-mógúllinn Sir Philip Green og rússneska ofurfyrirsætan Natalia Vodianova. solveig@frettabladid.is Köflótt sakleysi Hinn ungi tískuhönnuður Christopher Kane sýndi á sér nýjar og mýkri hliðar á tískuvikunni í London nýverið. Í stað ruddalegra, níð- þröngra fata voru komnir sakleysislegir kjólar í anda Lólítu. Christopher Kane hannar föt fyrir Top- shop-keðjuna. NORDICPHOTOS/GETTY ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Burberry upp á sitt besta FÁGAÐIR LITIR OG FORM EINKENNA VOR- OG SUMARLÍNU BURBERRY. Tískuhönnuðurinn Christopher Bailey hefur starfað fyrir Bur- berry síðan 2001 og þykir eiga mik- inn þátt í velgengni tískuvörufram- leiðandans. Hann sýndi það og sann- aði með vor- og sumarlín- unni sem var kynnt í Lond- on um miðjan mánuðinn en hún gaf klæðnaði stórstjarna á borð við Gwyn- eth Palt- row, Victoriu Beckham, Emmu Wat- son, Liv Tyler og Mary-Kate Olsen, sem mættu á sýn- inguna, ekkert eftir. Pastel- og jarðlit- ir voru gegnum- gangandi ásamt rykk- ingum á pils- um og yfir axlir sem þykja ein- staklega vel útfærðar. Eins voru stuttar aðsniðnar kápur, sem fyrirsæturnar báru í sumum tilfellum sem kjóla, einkennandi. - ve Sé kápunni hneppt virkar hún eins og kjóll. Pilsið hjá Christ op- her Bai- ley þykir einkar vel heppn- að. Á slóðinni www.th.is er hægt á aðgengilegan hátt að skoða úrvalið og gera góð kaup! Það er alveg óþarfi að láta sér verða kalt á höndunum Fjölbreytt úrval af leðurhönskum af öllum stærðum og gerðum! Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.