Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 24. september 2009 11 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Sjóðheitur VETUR Tenerife Kanarí MEXÍKÓ Þrír létust og fjórir slös- uðust í skotbardaga, sem braust út á milli lögreglunnar og manna sem grunaðir eru um mansal, við landamærastöðina San Ysidro á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, í fyrradag. Lögreglan barðist þar við menn á þremur sendiferðabílum sem hugðust flytja ólöglega innflytj- endur yfir landamærin til Banda- ríkjanna. Að sögn bandarískra embætt- ismanna hófst skotbardaginn síð- degis í gær þegar hinir meintu glæpamenn óku hratt framhjá landamæravörðum á sendiferða- bílunum þremur, sem búið var að troða samtals yfir sjötíu manns í. Landamærastöðin við San Ysi- dro í Kaliforníu, sem er á milli Tijuana í Mexíkó og San Diego í Bandaríkjunum, er vinsæl leið glæpagengja til að smygla eit- urlyfjum til Bandaríkjanna. Þá er hún einnig fjölfarin leið fyrir ólöglega innflytjendur eða menn sem stunda mansal. Hliðinu við San Ysidro var lokað í nokkrar klukkustundir í kjölfarið. Mikil umferðarteppa myndaðist því eftir skotbardag- ann. Lögregla handtók hina meintu glæpamenn, sem og þá sem í sendiferðabílunum voru. - kh Lögreglan við landamærastöðina San Ysidro í skotbardaga við glæpagengi: Þrír létust í skotbardaga í Mexíkó LANDAMÆRIN VIÐ SAN YSIDORO Um fjörutíu þúsund ökutæki aka í gegnum landa- mærastöðina við San Ysidoro á hverjum á degi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Armando Spataro, sak- sóknari á Ítalíu, segir að starfs- menn bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA hafi torveldað alþjóðlega baráttu gegn hryðju- verkamönnum þegar þeir rændu egypskum klerk á götu í Mílanó árið 2003. Lokamálflutningur í réttar- höldum yfir 26 Bandaríkjamönn- um hófst í gær fyrir dómstól í Mílanó. Mennirnir eru sakaðir um að hafa í febrúar árið 2003 rænt klerknum Osama Moustafa Hassan Nasr, sem einnig gengur undir nafninu Abu Omar, vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Með þessu segir Spataro að leyniþjónustan hafi fært hryðju- verkamönnum tilefni til að gagn- rýna Vesturlönd fyrir hræsni. - gb Réttarhöld yfir CIA-mönnum: Torvelduðu eigin baráttu ARMANDO SPATARO Saksóknari hóf í gær lokamálflutning sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum gætu kosningarnar í Þýskalandi á sunnudag orðið spennandi, því mjótt verður á mununum um það hvort Angelu Merkel kanslara tekst að mynda nýja ríkisstjórn með flokki Frjálsra demókrata. Merkel og flokkur hennar, Kristilegir demókratar, hafa undanfarið kjörtímabil verið í samsteypustjórn með Sósíal- demókrötum, en Merkel hefur sagst vilja skipta um samstarfs- flokk. Kristilegum demókrötum er nú spáð 35 prósenta fylgi, Sósí- aldemókrötum 26 prósentum en Frjálsum demókrötum þrettán prósentum. - gb Kosningar nálgast: Mjóu munar fyrir Merkel AUGLÝSINGASKILTI Kosningabaráttan hefur þótt vera daufleg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 7,8 pró- sent síðustu tólf mánuði. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Í ágúst var vísitala kaupmáttar 105,9 stig og hafði lækkað um 0,5 prósent frá því í júlí. Launavísitalan hefur hins vegar hækkað um 2,2 prósent á síðasta ári og hækkaði um 0,02 prósent á milli júlí og ágúst. Almennar launahækkanir urðu á lægstu töxtum um 6.750 krónur í júlí og er önnur hækkun fyrir- huguð 1. nóvember. Samkvæmt samningum hækka laun næst eftir það 1. júní á næsta ári. - kóp Breytingar síðasta árið: Kaupmáttur launa minnkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.