Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 52
36 24. september 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Bráðaliði á Bahamaeyjum reyndi að kúga fé út úr bandaríska stórleikaranum John Travolta skömmu eftir sviplegt fráfall sonar hans. Réttarhöld í málinu hófust í gær. Bráðaliðanum Tarino Lightbourne og lögfræðingi hans, Pleasant Bridgewater, er gefið að sök að hafa ætlað að kúga fé út úr John Travolta skömmu eftir að sonur leikarans og eiginkonu hans, Kelly Preston, lést. Tarino var meðal þeirra fyrstu sem komu að syni Travolta, Jett, skömmu eftir að hann hafði fengið hjartaáfall í lok janúar á þessu ári. Hann heldur því fram að Travolta hafi ekki viljað fara með strákinn sinn á sjúkrahús á Bahamaeyj- um heldur viljað fljúga honum til Bandaríkjanna og koma honum í hendur þarlendra lækna. Við það hafi glatast dýrmætur tími. Tarino lét lögregluyfirvöld vita að Travolta hefði neitað syni sínum um læknishjálp og bar lög- reglumaðurinn Andrew Wells vitni um að hann hefði undirrit- að skjal frá Tarino þar sem yfir- lýsing Travolta væri skjalfest. „Ég hef aldrei á mínum 27 ára ferli fengið slíka beiðni,“ sagði Wells fyrir dómi í Nassau, höfuð- borg Bahamaeyja, í gær. Upphaf- lega var síðan gert ráð fyrir því að sjúkrabílnum með Travolta og syni hans yrði ekið út á flugvöll en þeirri áætlun var breytt á síðustu stundu og keyrt á Rand Memori- al-sjúkrahúsið. Jett var þá látinn. Tarino mun síðar hafa nálg- ast Travolta og hótað honum að ef hann greiddi sér ekki átján milljónir punda, eða þrjá millj- arða íslenskra króna, myndi hann fara í fjölmiðla og greina frá málsatvikum þennan örlaga- ríka dag. Travolta mun bera vitni í málinu á næstunni. Reyndi að kúga John Travolta ERFIÐUR TÍMI Bráðaliði á Bahamaeyjum er sakaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr John Travolta í kjölfarið á andláti sonar leikarans. Málið er fyrir dómi um þessar mundir. NORDICPHOTOS/GETTY Björn Bragi Arnarsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri tímaritsins Mónitors, en Atli Fannar Bjarkason var ritstjóri þess. Björn Bragi segist ánægður með nýja starfið, enda sé Mónitor vel heppnað og skemmtilegt blað. „Ég er svo nýbyrjað- ur að ég er ennþá bara í undirbúningsvinnu, en mér líst vel á þetta og held að þetta verði spennandi áskorun,“ segir Björn Bragi. Aðspurður segir hann Mónitor hafa náð góðum árangri undir stjórn Atla Fannars en hann kvíði því þó ekki að feta í fótspor hans. „Ég kenndi náttúrlega Atla allt sem hann kann þegar við unnum saman á Blaðinu og 24 stundum á sínum tíma. Hann gerði góða hluti á meðan hann stýrði Mónitor og ég mun halda áfram með það og taka það aðeins lengra. Það er ýmislegt sem við erum að pæla í og skoða og ég vil til dæmis efla vefinn og setja meira fútt í hann. Ég stefni einnig á að auka útgáfuna, en hingað til hefur blaðið aðeins komið út fjórum sinnum á ári.“ Fyrsta blaðsins undir stjórn Björns Braga er að vænta í desember og segir hann að væntanlega verði um einhvers konar jólablað að ræða. Þegar Björn Bragi er inntur eftir því hvort hann sé einnig í hljómsveit líkt og forverar hans, Biggi í Maus og Atli Fannar, sem var forsprakki Haltrar hóru, segir hann svo vera. „Ég er í dauðapopp- hljómsveitinni Rokksonur. Þetta er ný hljómsveit og ný tónlistarstefna sem heimurinn fær að heyra þegar hann er tilbúinn til þess. Sveitin spilar popp- lög með hráum textum sem koma aftan að fólki og ég er söngvari og gítarleikari þessarar ágætu hljómsveitar.“ - sm Hænan tekur við af egginu „Þetta var alveg rosalega gaman,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson sem les upp textann við slagarann Reyndu aftur á væntanlegri plötu Buffsins með lögum Magga Eiríks. „Ég gerði nokkrar útgáfur af þessu, bæði án undirleiks og síðan með und- irleik. Ég veit ekki hvað verður notað,“ segir Ingvar, sem er mikill aðdáandi Magga Eiríks. „Maður ólst upp við tónlistina hans. Hún dundi í útvarpinu þegar maður var lítill og maður er undir áhrifum frá þessum mikla snillingi.“ Þótt Ingvar sé á meðal færustu leikara þjóðarinnar hefur hann einnig getið sér gott orð sem söngvari í hinum ýmsu söng- leikjum. Hann segist hafa íhugað að bresta í söng í lok lestrarins en hætt við á síðustu stundu. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég alveg prýðilegur söngvari, enda sungið í nokkrum söngleikjum og stundum troðið upp en ég er ekkert að stela sviðsljósinu frá Buffinu,“ segir hann og hlær. Hannes Friðbjarnarson úr Buffinu segir að Maggi Eiríks sé aðdáandi Ingvars og því hafi verið haft samband við hann. „Þetta kemur skemmtilega út og platan í heild sinni er bara frábær,“ segir Hannes. Reyndu aftur er eitt vinsælasta lag Magga Eiríks og því ákvað Buffið að gera einnig hefðbundna útgáfu af því. „Við tímdum ekki að hafa lagið bara svona. Við tökum það líka sjálfir þannig að það kemur tvisvar fyrir á plötunni.“ Platan kemur út 10. október, eða sama dag og ævisaga Magga Eiríks, Reyndu aftur, sem Tómas Hermannsson hjá Sögum ritar. Á útgáfudaginn verða haldnir stórtónleikar í KA-heimilinu á Akureyri þar sem fram koma Mannakorn ásamt Ellen Kristjánsdóttur og Buffinu. - fb Les textann við Reyndu aftur INGVAR E. SIGURÐSSON Leikarinn les upp text- ann við lagið Reyndu aftur á nýrri plötu Buffsins með lögum Magga Eiríks. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR MAGGI EIRÍKS Ævisaga Magga, sem Tómas Hermannsson ritar, er væntanleg 10. október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Matsala hófst aftur á Boston við Laugaveg 28b í vikunni og er það hin belgíska Sophie Mara sem mun sjá um eldamennskuna að þessu sinni, en hún hefur starfað í eldhúsinu frá upphafi. „Ég hef haft mjög mikið að gera síðustu daga við undirbúning. Ég er mjög spennt en auðvitað fylgir þessu svolítið stress,“ segir Sophie, sem kvíðir því ekki að feta í fótspor stjörnukokksins Núma Thomasson- ar sem var einkakokkur Bjarkar um hríð. „Ég vann með Núma áður en hann hætti með Segurmo og lærði mjög mikið af honum og ætli það hafi ekki spilað inn í ákvörðun mína að grípa þetta tækifæri þegar það gafst og sjá um eldhúsið ein.“ Sophie hefur áralanga reynslu sem kokkur og segist einungis ætla að vinna úr fersku hráefni. Hún segir að matseðillinn muni hald- ast nokkuð óbreyttur, enn verði boðið upp á kjötsúpu og plokkfisk auk þess sem nú verði hægt að fá heimalagaðar pitsur að hætti Sophie. „Ég ætla að elda mat sem mér finnst sjálfri gott að borða og vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Sophie og bætir við að hún sæki innblástur í ítalska og afr- íska matargerð. Eldhúsið er opið alla daga frá klukkan 18 en lokað er í hádeginu. - sm Tekur óhrædd við af stjörnukokki NÝR KOKKUR Sophie, sem er belgísk að uppruna, segist hlakka mikið til að reka eldhúsið á Boston. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > ÓVINSÆL Leikkonan Julia Roberts er nú stödd á Indlandi við tökur á nýjustu kvikmynd sinni, Eat, Pray, Love, og fer nær- vera leikkonunnar ósegjanlega í taugarnar á þorpsbúum. Einn heimamanna sagði að hann gæti ekki beð- ist fyrir í musterinu, þar sem þorpsbúum væri meinaður aðgangur að því á meðan tökur færu fram. Annar heimamaður sagði að Roberts hefði með sér um 350 manna starfslið, þar á meðal um fjörutíu vopnaða verði. Nú er á kreiki orðrómur um að söngkonan Rihanna, sem hætti með söngvaranum Chris Brown eftir að hann gekk í skrokk á henni, og söngvarinn Justin Timberlake eigi í leynilegu ástarsambandi. Sögu- sagnir herma að sést hafi til þeirra í New York þar sem þau læddust um og reyndu að fela samband sitt fyrir vökulum augum almennings. Sam- kvæmt heimildarmanni ku Timber- lake vera orðinn leiður á kærustu sinni, leikkonunni Jessicu Biel, og mun það vera tímaspursmál hve- nær hann hættir með henni. „Hann er mjög hrifinn af Rihönnu og þetta er bara spurning um tíma,“ sagði heimildarmaðurinn. Rihanna og Justin í leynilegu sambandi TEKUR VIÐ KEFLINU Björn Bragi Arnarsson er nýr ritstjóri tíma- ritsins Mónitors. Hann hlakkar til að taka við keflinu og hefja störf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kaupum gegn staðgreiðslu allar gerðir af byggingakrönum frá Liebherr og Potain. Einnig ýmsar gerðr vinnuvéla frá t.d. JCB, CAT, Komatsu, Manitou og Liebherr. Sendu myndir og upplýsingar í tölvupósti á german.cranes@gmail.com eða hringdu í síma 821 9980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.