Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 32
 24. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vísindavaka Nýherji verður með sauma- vélar, fisvélar og ýmsa aðra áhugaverða gripi til sýnis á Vísindavöku, til að varpa ljósi á þá öru þróun sem hefur átt sér stað í gerð IBM- og Lenovo-far- tölva síðustu ár. „Þarna gefst fólki færi að sjá þá ótrúlegu þróun sem hefur átt sér stað og setja hana í sögulegt sam- hengi,“ segir Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja, sem verður með bás á Vísindavöku í Listasafni Reykja- víkur á morgun þar sem IBM- og Lenovo-fartölvur frá ýmsum tíma- skeiðum verða til sýnis. „Sumar þykja all sérstakar í dag enda hafa framleiðendur verið að prófa sig áfram með misgóðum ár- angri. Sumt virkaði hreinlega og annað ekki,“ segir Gísli og bætir við að marga eigi sjálfsagt eftir að reka í rogastans við að sjá hversu fornaldarlegar sumar tölvurnar eru. Meðal þess sem verður til sýnis er ein fyrsta fartölvan sem kom til landsins um miðjan níunda ára- tuginn. „Hún er yfirleitt kölluð saumavélin, vegna þess að lokuð er hún nánast eins og saumavél í útliti. Nema hvað að hægt er að opna hana og taka út lyklaborð. Fartölvan olli miklum straum- hvörfum hérlendis, því með henni gátu menn allt í einu ferðast með tölvur.“ Að sögn Gísla verður síðan saga fartölva rakin með vel völdum sýningargripum. „Sumar þykja allsérstakar, aðrar hafa markað tímamót. Til dæmis fyrsta IBM- fartölvan með innbyggðu geisla- drifi sem kom fyrst á markað 1994. Hún gerði notendum kleift að hlaða inn og nota mikið af gögnum með einföldum hætti. Eða fyrsta vélin með þráðlausu neti frá IBM sem kom árið 2000. Hún jók nota- gildi og afköst notenda hratt með nýjum þráðlausum lausnum.“ Hann bætir við að nýjasta útspilið verði að sjálfsögðu til sýnis. „Já, fistölv- an. Hún vegur ekki nema rétt rúmt kíló og gaman að bera hana saman við gömlu hlunkana.“ - rve Frá saumavél til fistölva „Fartölvur hafa þróast hratt síðustu tíu til fimmtán ár með þeim afleiðingum að afkastagetan hefur breyst og aukist,“ segir Gísli, hér með saumavélina svokölluðu og eintak af fisvél. Þær og fleiri verður hægt að skoða og prófa á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vísinda- og fræðimenn á Íslandi eru fullir af hugmyndum og eld- móði því aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku á Vísindavöku RANNÍS. Vísindavaka er haldin föstudaginn 25. september í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, klukkan 17 til 22. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísinda- mönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu. Markmiðið með Vísindavöku og atburðum sem tengjast henni er að kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vís- indastarfs í landinu. Á Vísinda- vöku mun fræðifólk frá háskól- um, stofnunum og fyrirtækjum kynna viðfangsefni sín fyrir al- menningi á lifandi og skemmti- legan hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vísindafólk- ið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Í ár verður lögð áhersla á lif- andi vísindi og uppákomur á sviði og eru börn og ungmenni sérstak- lega boðin velkomin á Vísinda- vöku. Vísindakaffi hefur verið í gangi alla vikuna og aðsókn verið einstaklega góð. Í kvöld, fimmtudaginn 24. september, eru þrjú Vísindakaffi. Í Reykja- vík er Vísindakaffi á Súfistanum í Iðuhúsinu þar sem velt verður upp spurningum um gildi for- varna og heilsuverndar og hvort of mikið sé gert úr sölu á þjón- ustu til hinna frísku á kostnað þeirra veiku í heilbrigðiskerfinu. Á Sauðárkróki er boðið til um- ræðna á Kaffi Króki um hvort eitthvað vit sé í að stunda vísindi og rannsóknir á landsbyggðinni og á Friðriki V. á Akureyri munu menn velta því fyrir sér hvort Eyjafjörður geti orðið helsti vaxt- arbroddur Íslands. Vísindakaffi hefst klukkan 20 á hverjum stað og stendur til 21.30. Verið vel- komin á Vísindavöku! Aðalheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindavöku Vísindin lifna við Nemendur við tækni- og verk- fræðideild Háskólans í Reykja- vík ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Leifur Þór Leifs- son lektor hefur leiðbeint nem- endum í nokkrum áhugaverðum verkefnum undanfarin misseri. „Úr mörgu er að velja en af ný- legum verkefnum má nefna hönn- un og smíði á jafnvægishjóli sem nefnt hefur verið Noway. Þeir Stefán Þór Bjarnason og Valdi- mar Ómarsson smíðuðu hjólið sem virkar í grunnatriðum eins og Segway-hjólið fræga. Jafn- vægishjól þeirra félaga er þó mun ódýrara og getur farið rúm- lega 15 kílómetra á einni hleðslu. Innan tíðar er ætlunin að setja hönnunarleiðbeiningar á vefinn svo hver sem er geti smíðað sitt eigið tæki.“ Hönnun X er áfangi þar sem nemendur vinna saman að stóru hönnunarverkefni. Vorið 2008 hönnuðu nemendur eldflaug sem fór í rúmlega 1,5 kílómetra hæð og mesti hraði var 640 kílómetr- ar á klukkustund. Síðastliðið vor hönnuðu nemendur tvo sjálfvirka „geimjeppa“, svipaða Mars-Rover faratækinu, sem gátu leitað sjálf- virkt að „geimverum“ og flutt þær í heimastöð. „Á yfirstandandi önn eru nem- endur við tækni- og verkfræðideild HR til dæmis að breyta venjuleg- um fólksbíl með bensínvél í raf- magnsknúinn bíl og hanna sjálf- virkan kafbát sem ætlað er taka þátt í alþjóðlegri kafbátakeppni í Bandaríkjunum,“ segir Leifur. Á Vísindavökunni gefst gestum tækifæri til að reyna Noway-jafn- vægishjólið. Farartæki framtíðarinnar Verða farartæki framtíðarinnar jafn einföld og skutlan? MYND/ÚR EINKASAFNI ● HRÍSLUR OG HREINDÝR Þekkingarnet Austurlands tekur þátt í Vísindavöku 2009 í samstarfi við ýmsar stofnanir og fyrirtæki á Austurlandi. Þekkingarnetið kynnir rannsóknatækifæri á Austurlandi undir nafninu Hríslur og hreindýr. Kynningin byggir meðal annars á því að undanfarið hefur verið unnið að skráningu á hug- myndum um rannsókna- verkefni sem sérfræðingar á stofnunum og í fyrirtækj- um á Austurlandi luma á. Skarphéðinn Þórisson frá Náttúrustofu Austurlands verður fulltrúi vísindamanna á Austurlandi. Hann mun kynna rannsókn sína á ferðum hreindýra en hann hefur sett staðsetningar- tæki á nokkur hreindýr og skrásetur ferðalög þeirra. ● PÖDDUR, PÖDDUR, PÖDDUR Náttúrufræðistofnun Íslands verður með kynningu á nýopnuðum pödduvef sínum á Vísindavöku. Hægt verður að fylgjast með myndasýningu um pöddur á Íslandi, en á sýningunni eru myndir af meira en 100 pöddutegundum sem allar hafa fundist hér á landi, þar á meðal sniglar, köngulær, bjöllur, fiðrildi og sporðdrekar. Einnig verður hægt að skoða nokkrar pöddur í víðsjá og á staðnum verða nokkrir lifandi Spánarsniglar, en þeir hafa einmitt valdið töluverðum usla í náttúru nágranna- landanna og virðast vera komnir til Íslands til að vera. Pöddu- nammi og ýmislegt fyrir börnin verð- ur einnig í boði. Starfsmenn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands kynna hlutverk hjúkrunarfræðinga á Vísindavöku, en það er ekki bara að sinna hinum sjúku heldur líka að efla heilsu og upplýsa almenning um mikilvægi þess að taka ábyrgð á sinni heilsu. Aðstaða verður til að mæla blóðþrýsting þeirra sem vilja og fræða þá um líkamsþyngdar- stuðulinn og mikilvægi þess að vita eigin tölur og viðmiðunarmörk. Þá verður heilsufræðsla fyrir börn í og þeim gefst kostur á að skoða líkan af mannslíkaman- um og fá upplýs- ingar um líffærin. Hjúkrun og heilsa ● AUKINN SKILNINGUR Á AUGNSJÚKDÓMUM Oxymap hefur þróað tækni til mælinga á súrefnismettun í sjón- himnu augans og mun kynna hana á Vísindavöku. Sjónhimnan nemur ljós og sendir upplýsingar um það til heila. Brenglun á súrefnisbúskap í sjónhimnu er talin koma við sögu í mörgum algengum og alvarlegum augnsjúk- dómum, til dæmis sjónhimnu- sjúkdómi í sykursýki, æðalokunum í sjónhimnu og gláku. Með tækni Oxymap er unnt að greina súrefnismettun í sjónhimnu með myndatöku sem er jafn einföld í framkvæmd og hefðbundin myndataka af augnbotnum. Vonast er til að tæknin geti í nánustu framtíð aukið skilning á augnsjúkdómum, bætt greiningu og eftirlit með meðferð. Útgefandi: Rannís Heimilisfang: Laugavegi 13, 101 Reykjavík, s. 515 5800 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Aðalheiður Jónsdóttir Vefsíða: www.rannis.is Forsíða: HNOTSKÓGUR grafísk hönnun Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.