Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 24. september 2009 25 UMRÆÐAN Andrés Pétursson skrifar um Evrópumál Það var með nokkrum áhuga sem ég las grein þína um Evr- ópumál á vefritinu pressan.is fyrir skömmu. Ástæðan er sú að við hjá Evrópusamtökunum fögnum allri vitrænni umræðu um þessi mál enda mikilvægt að sem flestir taki þátt henni. Það er ljóst að hugsan- leg aðild Íslands að Evrópusam- bandinu er mjög umdeild enda fylgja aðild bæði kostir og gallar. Ég var hins vegar undrandi á þeim rökum sem þú beitt- ir í grein þinni enda gengur margt í þeim málflutningi þvert gegn þeim niður- stöðum sem koma fram í skýrslu flokks þíns, Sjá lf- stæðisflokks- ins, í janúar síðstliðnum. Þér er til dæmis tíð- rætt um að að Evrópusambandið muni taka yfir auðlindir Íslend- inga. Ekki er mér ljóst hvaða auð- lindir þú átt við enda skilgreinir þú það ekki sérstaklega. Í skýrslu auðlindalindanefnd- ar Sjálfstæðisflokksins segir orð- rétt: „Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðild- in mun heldur ekki valda veruleg- um breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins.“ Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu: „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslending- um sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiði- reynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi … Rétt er að benda á að Lissabonsátt- málinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins.“ (http://www.evrop- unefnd.is/audlindir) Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröf- ur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tæki- færi til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál. Það er mikilvægt að sú Evrópu- umræða sem fer fram næstu miss- erin sé málefnaleg og byggð á stað- reyndum en ekki á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópu- samtakanna. Kæri Sturla ANDRÉS PÉTURSSON UMRÆÐAN Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar um kirkjuna Baráttumál Helga Hóseasson-ar hafa oft verið illa misskil- in. Fáir hafa í raun reynt að skilja hvers vegna hann vildi ógilda skírn- arsáttmála sinn. Flestum þykir skírnin innihaldslaus gjörningur og velta til því dæmis ekkert fyrir sér að þeir sem framkvæma hana telja, allavega samkvæmt kenning- um ríkiskirkjunnar, að saklausa litla barnið sé syndugt. Jón Valur Jensson Moggabloggari náði nýlega að innsigla réttmæti málflutnings Helga Hóseassonar. JVJ sagði: „En hversu mjög sem einhverj- um kynni að vera í nöp við t.d. fyrrver- andi maka, þá er ekki leyfi- legt að þurrka út færslu um hjónavígslu þeirra í emb- ættisbókum, þó að viðkom- andi hafi feng- ið lögskilnað. Það sama gildir um skráningu kirkjubókar á skírn.“ Það sem Jóni Vali yfirsést er að fólk sem á fyrrverandi maka hefur væntanlega fengið skilnað sinn skráðan á opinbera pappíra til að staðfesta að fyrri skráning eigi ekki lengur við. Helgi Hóseas- son vildi einmitt álíka viðurkenn- ingu en fékk aldrei. Af öllu er ljóst að það voru kirkjuyfirvöld sem stöðvuðu það. Ólíkt fólki sem hefur gengið í hjónaband þá var Helgi ekki í þeirri stöðu að geta tekið upplýsta afstöðu til skírnarsáttmálans þegar hann var gerður og þegar hann var stað- festur. Fólk sem er skráð í hjóna- band án þess að hafa fengið að taka til þess upplýsta afstöðu fær ógild- ingu. Það sama hefði átt að gilda um skírnarsáttmála Helga. Frá sjónarhóli Nýja testamentis- ins er ljóst að ólík afstaða ríkis- kirkjunnar til skírnarsáttmálans annars vegar og hjónabandssátt- málans hins vegar er ákaflega vafa- söm. Jesús hafnaði skilnaði alfarið en ríkiskirkjan þykist vita betur en hann. Jesú datt ekki í hug að skíra ungabörn sem ekki gátu tekið upp- lýsta afstöðu til boðskaps hans en ríkiskirkjan þykist líka vita betur þar. Ef ríkiskirkjan þykist geta ógilt hjónabandssáttmála þá ætti það að vera hægur vandi að ógilda skírnarsáttmála. Helga tókst ekki að fá helsta baráttumál sitt í gegn en honum tókst að afhjúpa prestana og bisk- upana sem monta sig af „góðverk- um“ sem þeir vinna á launum hjá almenningi. Kirkjan gat ekki einu sinni leyft Helga að fá lausn sinna mála þegar hann var orðinn gamall maður. Það hefði ekki kostað neitt. Þetta fólk hafði ótal tækifæri en situr núna eftir með skömmina. Tvískinnungurinn er afhjúpaður. Höfundur er þjóðfræðingur. Helgi Hóseasson og staðfestar ógildingar ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON „Kirkjan gat ekki einu sinni leyft Helga að fá lausn sinna mála þegar hann var orðinn gamall maður. Það hefði ekki kostað neitt. Þetta fólk hafði ótal tækifæri en situr núna eftir með skömmina.“ Smáratorgi 1 - Sími 588 6090 15 ÁRA Afmælisvika Fimmtudag - miðvikudag 15% Afslát tur af ÖLLU M vörum 15% Afsláttur af ÖLLUM vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.