Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 10
10 24. september 2009 FIMMTUDAGUR NEYTENDAMÁL Verð á matvöru í lágvöruverðsverslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó og Kaskó hefur hækkað á bilinu 22 til 24 prósent frá september í fyrra, samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Matvöruverð í lágvöruverðs- verslunum hækkar mest í saman- burði við klukkubúðir og svokallað- ar þjónustubúðir, en undir þær falla stórmarkaðir á borð við Hag- kaup. Verð í klukku- verslunum hækk- aði á bilinu fimmt- án til 23 prósent en í þjónustu- búðum um níu til sextán prósent á sama tímabili. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir mat- vöruverð hafa verið á uppleið samfleytt síðan í apríl í fyrra þegar verðmælingin var fyrst gerð í helstu verslanakeðjum landsins í kjölfar mikillar umræðu um veikingu krónunnar. Þróunin hafi því ekki komið á óvart. Síðan þá hefur matvöruverð í lágvöruverðsverslunum hækkað á bilinu 33 til 43 prósent, í klukku- búðunum um 25 til 36 prósent og í þjónustubúðunum um sextán til 26 prósent. „Það sem slær okkur nú er þessar almennu verðhækkanir. Þær eru í öllum vöruflokkum.“ Henný segir verðið hafa síðan í fyrravor hækkað mest hjá lág- vöruverslunum og hafi bilið á milli þeirra og þjónustubúðanna eðlilega minnkað af þeim sökum. Henný segir gengisþróun krón- unnar koma hratt fram í vöru- verði. Haldist það stöðugt eða styrkist muni það hafa jákvæð áhrif. Á móti hafi álagning vöru- gjalda hækkað um síðustu mán- aðamót og það eigi eftir að skila sér út í verðlag. „Það gefur auga leið að þeir sem leggja lítið á eru berskjald- aðri fyrir kostnaðarverðshækk- unum en þeir sem leggja meira á,“ segir Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss. Þeir geti aðeins brugðist við með verðhækkunum. „Við skulum samt ekki gleyma því að þrátt fyrir þetta er enn tugprósenta munur á milli lágvöruverðsverslana og hinna,“ segir hann. Guðmundur segir dæmi um að matvörukeðjur hafi keypt ákveð- ið magn af vörum fyrir hækkun vörugjalda. Hluti þeirrar hækk- unar eigi eftir að skila sér út í verðlagið. Ekki náðist í Kristin Skúlason, rekstrarstjóra Krónunnar, við vinnslu fréttarinnar. jonab@frettablaðið.is ÚR EINNI VERSLUN KRÓNUNNAR Matvöruverð hefur hækkað mest í verslunum Krónunnar síðasta árið, samkvæmt verðkönnun ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GUÐMUNDUR MARTEINSSON HENNÝ HINZ Matvara hefur hækkað um 40 prósent frá því í fyrra Verð á matvöru hefur hækkað mest í lágvöruverðsverslunum síðustu tólf mánuði. Verð á matvöru hefur ver- ið á uppleið síðan í apríl í fyrra. Framkvæmdastjóri Bónuss segir þá sem leggi lítið á vörur sínar varnarlitla. Hér er dæmi um meðalverðbreytingar í krónum á nokkrum vörum í lágvöru- verðsverslunum undanfarið ár. Þetta er meðalverð og engin vöruheiti á bak við það. sept. 2008 sept. 2009 Brauð 211 260 23% Mjólk 88 105 19% Gos 2l. 181 220 22% DÆMI UM VERÐHÆKKANIR Í LÁGVÖRUVERÐSVERSLUNUM Hvebúnafásonamiki gaddnamaddn? Essasú? Veruleg aukning á erlendu gagnamagni hjá Vodafone Til hamingju! Þann 1. sept jukum við til muna innifalið erlent gagnamagn í þjónustuleiðum okkar fyrir Netið. Viðskiptavinir Vodafone fengu þessa aukningu sjálfkrafa án þess að biðja sérstaklega um hana. Það besta er að verðið breyttist ekki neitt! Þetta var mögulegt vegna hagstæðari samninga um gagnaflutninga milli Íslands og umheimsins og við viljum að þú njótir góðs af breytingunni. Aukning á gagnamagni: 5 GB urðu 10 GB 10 GB urðu 30 GB 40 GB urðu 70 GB Ný þjónustuleið: 120 GB innifalið gagnamagn! Allar upplýsingar um þjónustu okkar og verð á vodafone.is og í 1414. SVEIF YFIR GRAFHÝSI Þessi íranski fall- hlífahermaður lét sig svífa yfir grafhýsi Ajatolla Khomeini erkiklerks skammt frá Teheran, höfuðborg Írans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TYRKLAND Fornleifafræðingar í Tyrklandi hafa fundið jarðneskar leifar fólks sem talið er að hafi dáið í Trójustríðinu 1.200 árum fyrir Krists burð. Fornleifafræðingarnir halda varla vatni yfir fundi sínum en leifarnar eru af manni og konu og fundust rétt við varnarmúr hinnar fornfrægu Trójuborgar. Trója reis við Eyjahaf seint á ofanverðri bronsöldinni og segir af því í Ilíonskviðu blinda skálds- ins Hómers þegar grískir her- menn laumuðu sér inn í borg- ina í gríðarmiklum tréhesti, sem Trójumenn voru látnir halda að væri gjöf, og lögðu hana í rúst. Talið var að sagan af Tróju væri hreinn skáldskapur þar til Þjóð- verjinn Heinrich Schliemann gróf rústir borgarinnar upp árið 1873. - asg Fornleifafræðingar í Tyrklandi: Jarðneskar leifar úr Trójustríðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.