Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 48
32 24. september 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Haustið hefur alltaf verið góður tími í plötuútgáfu og haustið 2009 er þar engin undantekning. Fullt af fínum plötum eru að koma út þessa dagana. Endurhljóðblandaðar Bítlaplötur eru stærsti útgáfuviðburð- urinn fyrir marga, en nýtt og spennandi efni er að hrúgast út líka. Það má t.d. nefna nýjar plötur með Muse, Flaming Lips, Basement Jaxx, Dizzee Rascal, Zero 7, Fuck Buttons, Richard Hawley, Sufjan Stevens, Islands, Jim O’Rourke, Jay-Z, Ghostface Killah, Raekwon og væntanlegum Airwaves-vinum Kings of Convenience. Og svo eru það endurútgáfur og söfn, t.d. heildar- útgáfa þýsku sveitarinnar Kraftwerk í einum pakka sem kemur 16. nóvember og sérstakt 20 ára afmælissafn Warp- útgáfunnar sem kemur í verslanir 5. október. Og svona mætti lengi halda áfram. Ein af þeim plötum sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu er fyrsta sólóplata Kyps Malone, gítar- leikara og söngvara hljómsveitarinnar TV On The Radio. Hún kom út í byrjun vikunnar hjá fyrirtæk- inu Anti. Kyp ákvað að velja sér listamannsnafnið Rain Machine fyrir sólóplötuna, að sögn vegna þess að honum fannst sitt eigið nafn, Kyp Malone, ekki koma nógu töff út á bolum og veggspjöldum. Platan er rólegri og persónulegri heldur en efni TV On The Radio og það eru ekki sömu hljóðvers- galdrarnir í gangi á henni og hjá hljómsveitinni (enda vantar David Sitek) en þetta er samt fín plata. Umslagið hefur vakið nokkra athygli; framhlið þess prýðir teikning eftir Kyp sjálfan af tveimur klæðalausum konum. Platan hefur fengið fína dóma víðast hvar þó að Pitchfork sé í smá fýlu og gefi henni bara 6.3/10. Kyp og Regnvélin Önnur plata hins gríðar- vinsæla Mika er komin út. Gripurinn nefnist The Boy Who Knew Too Much og er undir áhrifum frá unglings- árum Mika og popptónlist níunda áratugarins. Fyrsta plata Mika, Life in Cartoon Motion, kom hinum ensk-líbanska tónlistarmanni rækilega á kortið. Platan hefur selst í fimm milljón- um eintaka víðs vegar um heim- inn, enda hafði hún að geyma einfalda og litríka smelli á borð við Grace Kelly, Take It Easy og Relax. Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá útgáfunni hefur Mika ferðast vítt og breitt um heiminn og boðað fagnaðarerindið. Síðast fréttist af honum á tónleikum í Svíþjóð þar sem hann söng á sama sviði og Jóhanna Guðrún og stillti sér einnig upp á mynd með henni. Að sögn Jóhönnu var hann við- kunnanlegur náungi sem þó hafði lítinn tíma til að blanda geði við hina listamennina. Upptökur á The Boy Who Knew Too Much hófust fyrir ári og upp- tökustjóri var sá sami og á síðustu plötu, Greg Wells, sem hefur einn- ig unnið með Katy Perry og Pink. Stefnan var sett á áframhaldandi gleðipopp og í þetta sinn var Mika undir áhrifum frá Disney-lögum, sveitasöngkonunni Patti Page og lögum níunda áratugarins með flytjendum á borð við Frankie Goes to Hollywood, Bon Jovi og Belindu Carlisle. Í von um frek- ari innblástur fyllti hann hljóð- verið í Los Angeles af leikföng- um, plakötum og barnabókum frá sjöunda áratugnum. „Mig lang- aði að gera algjöra poppplötu. Ég varð hugfanginn af Disney-lögum sjötta áratugarins og þess vegna langaði mig að semja mín eigin,“ segir Mika. „Það voru margar til- vísanir í barnæsku mína á Life In Cartoon Motion. Nýja plata er, að ég held, aðeins fullorðinslegri. Á henni er gleði, viðkvæmni og smá biturleiki – allt tilfinningar sem ég fann fyrir á unglingsárunum.“ Oft er það svo að tónlistarmönn- um reynist erfitt að fylgja eftir vinsælli fyrstu plötu sinni en svo virðist sem Mika hafi tekist ætl- unarverkið. Þrátt fyrir að hann sé athyglissjúkur eins og Fredd- íe Mercury og jaðri stundum við að vera óþolandi hress segja gagn- rýnendur að góðar melódíurnar og klókindi hans sem tónlistarmað- ur skíni alltaf í gegn. Það skipti auðvitað höfuðmáli og þess vegna hafi hann fest sig í sessi með nýju plötunni og sannað að hann sé rétt að byrja að láta að sér kveða í tónlistarbransanum. Disney-lög um unglingsárin MIKA Tónlistarmaðurinn Mika hefur sent frá sér sína aðra plötu, The Boy Who Knew Too Much. NORDICPHOTOS/GETTY KYP MALONE Ákvað að taka upp nafnið Rain Machine fyrir sólóplötuna, “af því að Kyp Malone hefði ekki verið flott á bol”. > Í SPILARANUM Basement Jaxx - Scars Dizzee Rascal - Tongue N’ Cheek Flaming Lips - Embryonic fun. - Aim and Ignite Jamie T - Kings & Queens Brendan Benson - My Old, Familiar Friend BASEMENT JAXX BRENDAN BENSON Út er komin sólóplata Maríu Magnús dóttur, Not Your Housewife. Þetta er sannfærandi sálar- og R&B-plata með frumsömdum lögum. „Sálaráhuginn þróaðist nú bara upp úr því mikla æði sem var í kringum Fugees og Lauryn Hill á tíunda áratugnum,“ segir María. Hún er 25 ára gömul og útskrifað- ist úr tónlistarskóla FÍH í fyrra. „Það var fyrir svona fjórum árum sem mér fannst ég hafa lært nógu mikið til að geta samið lög,“ segir hún. María er mikill aðdáandi söngkonunnar Erykah Badu. „Ég fór í pílagrímsferð til Danmerkur í fyrra að sjá hana og var fremst við sviðið. Hún rétti mér mækinn og allt og þetta var æðislegt!“ Titillagið Not Your Housewife hefur heyrst víða upp á síðkastið. Á plötunni spila meðal ann- ars Jagúar-bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir og Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte. „Ég tók bara þá bestu með mér,“ segir María og bætir við að útgáfutónleikarnir verði í Iðnó um miðjan október. María er annars með mörg járn í eldinum á músíksviðinu. „Ég hef verið að spila sálartónlist með hljómsveitinni Mama‘s Bag síðustu misserin, bæði lögin eftir mig og fræg erlend lög. Svo er ég að gera dónalegt elektrópopp með kærast- anum mínum í dúett sem við köll- um Cult of the Secret Samuraias. Svo get ég alveg séð fyrir mér að ég muni gera fleiri plötur og þá ekki endilega sálartónlist. Mig langar að syngja rokktónlist og gospel, svo eitthvað sé nefnt.“ María er á Mæspeisinu: myspace. com/mariamagnusdottir - drg María er ekki húsmóðirin þín SYNGUR SÁLARTÓNLIST María Magnús- dóttir hefur gefið út sínu fyrstu sóló- plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mackenzie Phillips, dótt- ir söngvarans John Phill- ips sem var í hinni þekktu hljómsveit The Mamas and The Papas, hefur gefið út ævisögu sína þar sem hún fjallar í fyrsta sinn um hræðilegt leyndarmál. Mackenzie, sem nú er 49 ára gömul, segir að faðir hennar hafi gefið henni læknalyf og heróín þegar hún var táningur og að hann hafi misnotað hana um árabil. „Faðir minn var ekki maður sem lét reglur hefta sig. Hann var fullur af ást og veikur af eiturlyfjanotkun,“ sagði Mack- enzie í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh. „Ég var aðeins hálf manneskja á þessum tíma og leynd- armál mitt gerði það að verkum að ég einangrað- ist. Eina nótt kom pabbi til mín og sagði: „Við getum hlaupist á brott og farið eitthvert þar sem ekki verður litið niður á okkur. Kannski Fiji.“ Hann var algjörlega búinn að tapa glórunni.“ Mackenzie segist hafa reynt að ræða misnotk- unina við föður sinn árið 2001. „Ég sagði við hann að við yrðum að ræða nauðgunina, en hann svaraði: „Þú meinar þegar við elskuðumst?“ Ævisaga Mackenzie, High on Arrival, hefur vakið sterk viðbrögð í Bandaríkjunum enda var John Phillips þjóðþekktur söngvari. Opinberar leyndarmál PAPA JOHN John Phillips var söngvari The Mamas and the Papas. Fjórða plata Hjálma er komin í verslanir og ætla þeir að fagna útgáfunni með tónleikum á Nasa í kvöld á tónlistarröðinni Réttum ásamt Megasi & Senuþjófunum og Dr. Gunna. Formleg útgáfugleði verður síðan á Nasa á næstunni. Heimildarmyndin Hærra ég og þú, sem fjallar um gerð plötunn- ar, er jafnframt sýnd þessa dag- ana á kvikmyndahátíðinni RIFF. DVD-útgáfa af myndinni mun fylgja fyrsta upplagi plötunnar og verður hún því fáanleg í tak- mörkuðu upplagi. Platan, sem var tekin upp á Jamaíka, nefnist einfaldlega IV en þó gengur hún undir nafninu Krókódílaplatan sökum stærðarinnar krókódíls sem prýðir forsíðu umslagsins. - fb Hjálmar fagna Auglýsingasími – Mest lesið Sími: 4 600 700 Glerárgötu 28 600 Akureyri www.asprent.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.