Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 22
22 24. september 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Forsetaboðskapur
Baldur Ágústsson bauð sig fram til
forseta árið 2004 og 12,3 prósent
kjósenda völdu hann. Í því ljósi er
athygli vert að skoða þann boðskap
sem Baldur býður upp á í grein í
Morgunblaðinu í gær um fangelsis-
mál.
Baldur hefur augljósan ímugust
á „hótel-fangelsum“ og telur þau
íslensku fylla þann flokk. Reyndar
gæti sú betrunarvist
ef til vill átt rétt á sér
„þegar um Íslendinga
er að ræða“ líkt og tólf
prósenta forsetinn
orðar það.
Hvað erlenda
afbrotamenn varðar
hefur Baldur annað í
huga og horfir helst til aðstæðna í
fangelsum suður í Ameríku, þar sem
klefi „sem smíðaður var fyrir fjóra
hýsir auðveldlega tuttugu“.
Segjum upp sáttmálum
Lausnin er ljós í huga Baldurs, nýta
skal vinnubúðir við Kárahnjúka.
Gefum honum orðið: „Það þarf að
styrkja læsingar, girða svæðið eða
hluta þess og hafa þar nokkra vopn-
aða fangaverði. Engin sjónvörp,
engar tölvur, engin þægindi
– aðeins það lífsnauð-
synlegasta. Matargerð
þrif og þvotta annast
fangarnir sjálfir
undir vopnuðu
eftirliti.“
Til að koma á
þessu draumafangelsi sínu vill Baldur
segja upp lögum og erlendum samn-
ingum sem gætu staðið í veginum.
Líklega á hann við alla sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um mannúðlega
meðferð fanga.
Mikilvægt spurningarmerki
Frjálslyndi flokkurinn heldur mið-
stjórnarfund á föstudaginn. Þar verða
rædd mál eins og fjármál, rekstur
skrifstofu og útgáfumál, sem og
smámál eins og framtíð flokksins. Á
eftir þeim lið er síðan að finna
þennan: Fundir á næstunni?
Mikilvægt spurningamerki
atarna, því samþykktir um
framtíð flokksins gætu haft
nokkuð um hann að segja.
kolbeinn@frettabladid.is
Vaknaðu, sagði konan mín. Klukkan var þrjú um nótt.
Ég hlýddi og hlustaði með henni
á dynki og brothljóð úr nærliggj-
andi íbúð, skerandi skaðræðisvein
og formælingar með málvillum,
fimm á Richter. Ástarfuglarnir
voru eina ferðina enn að skiptast
á húsgögnum, postulíni og öðru
lauslegu líkt og Liz Taylor og
Richard Burton gerðu stundum
í svítunni sinni á Dorchesterhót-
elinu í London. Við hringjum í
lögregluna, sagði Anna. Eigum
við ekki heldur að leyfa þeim að
drepa hvort annað? sagði ég. Við
fórum aftur að sofa, en þó ekki
fyrr en við sáum konuna fara út.
Þeir vita það núna
Þessi litla nætursaga rifjast upp
fyrir mér nú að gefnu tilefni.
Hví skyldu skattgreiðendur í
öðrum löndum hafa hug á að rétta
Íslandi hjálparhönd eins og allt
er hér í pottinn búið? – frekar en
mig langaði að hringja í lögregl-
una um árið. Augu umheimsins
hvíla á Íslandi. Mikill fjöldi
erlendra manna hefur beðið stór-
fellt fjárhagstjón af viðskiptum
við íslenzka fjárglæframenn.
Málið myndi horfa öðruvísi
við útlendingum, hefðu íslenzk
stjórnvöld strax við hrunið snúizt
á sveif með fólkinu í landinu gegn
eigendum og stjórnendum banka
og annarra stórfyrirtækja, sem
keyrðu landið í kaf. Hefðu stjórn-
völd tekið máli fólksins og stofn-
að til trúverðugrar rannsóknar
á hruninu og aðdraganda þess
undir yfirstjórn óháðra erlendra
manna, helzt fyrir opnum
tjöldum, í stað þess að draga lapp-
irnar í lítt dulbúinni meðvirkni
með ábyrgðarmönnum hrunsins,
nyti Ísland kannski meiri sam-
úðar og skilnings úti í heimi. En
því er ekki að heilsa. Ríkisstjórn-
in gerir sér að því er virðist að
góðu þann rannsóknargrunn,
sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði í
fyrri ríkisstjórn í þeirri augljósu
von, að ekkert óþægilegt kæmi
upp úr krafsinu.
Allir Íslendingar vita, að rétt-
arkerfið er skilgetið afkvæmi
gömlu helmingaskiptaflokkanna,
enda nýtur það jafnlítils álits
meðal almennings og Alþingi
samkvæmt skoðanakönnunum
Capacents. Útlendingar vissu
þetta ekki áður, en þeir vita þetta
núna, þar eð þeim hefur gefizt
ærið tilefni til að kynna sér inn-
viði íslenzks samfélags. Spilling-
in á Íslandi er nú altöluð í öðrum
löndum. Erlendir bankar hafa nú
hrundið af stað hryðju málsókna
á hendur gömlu bönkunum og rík-
inu. Hugsanlega hefði verið hægt
að komast hjá slíkum málaferlum,
svo sem tókst til dæmis í Argent-
ínu eftir hrunið þar 1999-2002, en
Ísland nýtur ekki trausts. Jafn-
vel Norðurlöndin virðast ekki
kæra sig um að hjálpa til umfram
gjaldeyrislánin, sem samið hefur
verið um, og þau lán fást ekki
reidd fram, þar eð stjórnvöld hafa
ekki staðið til fulls við sinn hlut
í efnahags áætluninni, sem þau
sömdu um við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn í nóvember 2008. Ríkis-
stjórnir Norðurlanda hafa sömu
upplýsingar um ástandið hér og
við hin. Og hvað sjá þær? Þær sjá
þjófabæli, þar sem fáeinir menn
létu greipar sópa og keyrðu fjár-
hag fjölda heimila og fyrirtækja
í kaf með stjórnvöld – einkum
Sjálfstæðisflokkinn, samstarfs-
flokka hans og sljóa, meðvirka
stjórnsýslu – ýmist í ökusætinu
eða eftirdragi.
Viðskiptalíkan víkinganna
Dæmin eru mörg. Nýir eigendur
tóku við Sjóvá 2005 og réðu til
sín forstjóra beint frá Viðskipta-
ráði Íslands. Hann varð síðar for-
maður Samtaka atvinnulífsins
og stjórnarformaður Árvakurs í
umboði Björgólfs Guðmundsson-
ar. Margir þóttust vita, að eigend-
urnir ætluðu sér að braska með
bótasjóðina. Eigendurnir tóku
tuttugu milljarða króna arð út úr
félaginu og skildu þannig við, að
ríkissjóður tók félagið yfir með
sautján milljarða króna fram-
lagi frá skattgreiðendum til að
komast hjá gjaldþroti. Eigendur
og stjórnendur félagsins hefðu
alveg eins getað rænt ríkissjóð
milliliðalaust. Og tökum FL
Group: þar sat í stjórn fyrrum
oddviti sjálfstæðismanna í borg-
arstjórn Reykjavíkur, allir sjóð-
ir tæmdust, og félagið fór í þrot,
en oddvitinn hafði þá dregið sig
hljóðlega í hlé. Sjóður 9 í Glitni?
Landsbankinn allur? Sama saga.
Þetta var viðskiptalíkan vík-
inganna: þeir keyptu sér frið til
að braska með eigur annarra með
því meðal annars að raða stjórn-
málamönnum í stjórnir fyrir-
tækja sinna. Stjórnmálastéttin
hafði áður, með lögfestingu
kvótakerfisins, lagt blessun sína
yfir brask með eigur annarra og
meðfylgjandi mannréttindabrot.
Víkingum og öðrum kann að hafa
yfirsézt, að dómsmálin gegn þeim
verða sum trúlega háð í erlendum
réttarsölum. Fólkið í landinu þarf
þó því miður að una því, að Ísland
er rúið trausti, ekki bara söku-
dólgarnir. Ríkisstjórnir Norður-
landa virðast líta svo á, að Ísland
þurfi líkt og önnur lönd að ávinna
sér og verðskulda þá hjálp, sem
landinu er veitt. Hjálpartraust
er eins og lánstraust. Hvorugt
kemur af sjálfu sér.
UMRÆÐAN
Diljá Ámundadóttir skrifar um fjáröfl-
un V-dagsins
Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn
kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta
og sem slík er hún óháð landamærum; kyn-
ferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á
jarðkringlunni sem þeir eru framdir.
Í Austur-Kongó hafa konur og stúlku-
börn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna
eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis.
Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verð-
ur lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru dag-
legt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur
áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kyn-
ferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund.
Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri.
Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið
1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að nið-
urlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og sam-
félögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-
Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta
landsins og nauðgunum er miskunnarlaust
beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átaka-
svæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir
sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál
og líkama.
Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin
og UNICEF höndum saman ásamt konum í
Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli
á hinum skelfilegu mannréttindabrotum
sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þess-
ari hræðilegu martröð sem á sér stað í Aust-
ur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir
fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem
miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kyn-
ferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlku-
börnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra
hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum.
Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjár-
öflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi
leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að
kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið
málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.
Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða
DILJÁ
ÁMUNDADÓTTIR
Hjálpartraust
Í DAG | Að verðskulda traust
ÞORVALDUR GYLFASON
Þ
ær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman
taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af
blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið
er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir
haust.
Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka
slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær
máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur.
Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar
vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóð-
málin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær
en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það
eiginlega og kalda.
Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál.
Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merki-
legar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar.
Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum.
Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi.
En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi.
Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í
næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir
í að vinna saman.
En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar-
og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín
á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sig-
fússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunn-
laugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að
þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts
sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu
samfélagi frá endanlegri glötun.
Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert
var til forna.
Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti,
merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokk-
anna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknar-
mannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjarg-
ar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni
er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa
málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á
orðinu.
Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að
formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í
fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til for-
mennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er.
Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuð-
um en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangs-
efni sín af stakri fagmennsku í vetur.
Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn
landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa
lært af þeim mistökum.
Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgar-
anna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það
góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess
um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig
við mikilvæg störf sín.
Stjórnmál eru ekki vísindi heldur einföld.
Sláturtíð
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR