Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. september 2009 13 www.xs.is Sókn til betra samfélags Á fundunum flytja þingmenn og ráðherrar stutt ávörp og svara spurningum. Komið og takið þátt í líflegum skoðanaskiptum. Allir velkomnir. Opnir fundir þingflokks Samfylkingarinnar um land allt Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, laugardaginn 26. september kl. 13.00 Fimmtudagur 24/9 Hafnarfjörður Samfylkingar húsið við Strandgötu kl. 20 Árni Páll Árnason Magnús Orri Schram Ísafjörður Edinborgarhúsið kl. 20 Katrín Júlíusdóttir Ólína Þorvarðardóttir Mánudagur 28/9 Borgarnes Menntaskólinn kl. 20 Árni Páll Árnason Guðbjartur Hannesson Ólína Þorvarðardóttir Siglufjörður Allinn kl. 20 Kristján L. Möller Sigmundur Ernir Rúnarsson Jónína Rós Guðmundsdóttir Sandgerði Vitinn kl. 20 Katrín Júlíusdóttir Valgerður Bjarnadóttir Róbert Marshall Þriðjudagur 29/9 Egilsstaðir Hótel Hérað kl. 12 Sigmundur Ernir Rúnarsson Jónína Rós Guðmundsdóttir Magnús Orri Schram Vopnafjörður Hótel Tangi kl. 20 Sigmundur Ernir Rúnarsson Jónína Rós Guðmundsdóttir Magnús Orri Schram Seltjarnarnes Félagsheimili Seltj.ness kl. 20 Árni Páll Árnason Katrín Júlíusdóttir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Miðvikudagur 30/9 Reykjavík – Gullhamrar, Þjóðhildarstíg 2 kl. 20 Jóhanna Sigurðardóttir Dagur B. Eggertsson Blönduós Ósbær kl. 20 Guðbjartur Hannesson Ólína Þorvarðardóttir Róbert Marshall Árborg Tryggvaskáli Selfossi kl. 20 Björgvin G. Sigurðsson Oddný Harðardóttir Skúli Helgason 13.00 Sókn til betra samfélags Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Staða heimilanna – aðgerðir ríkisstjórnarinnar Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Umræður og fyrirspurnir 15.15 Kaffihlé 15.45 Ný tækifæri í sókn til betra samfélags – Aukinn jöfnuður með breyttri skattastefnu Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands – Mikilvæg samfélagsleg áhrif jöfnuðar Jón Gunnar Bernburg, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands – Hvernig stöndum við vörð um og styrkjum börnin á erfiðum tímum sem þessum? Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi BUGL og aðjúnkt við Háskóla Íslands – Nýjar áskoranir og tækifæri í íslensku atvinnulífi Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Stjórnandi: Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar 16.40 Önnur mál 17.00 Fundi slitið Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Málefnanefndir funda fyrir hádegi á Hallveigarstíg 1 – sjá nánar á xs.is Fundir flokksstjórnar eru opnir öllum félögum í Samfylkingunni. PERSÓNUVERND Breyta ætti lögum svo dómstólar fái heimildir til að láta fjarskiptafyrirtæki loka á vefsíður sem brjóta gegn vernd einkalífsins. Þetta er meðal þess sem lagt er til í bréfi Persónuverndar til dómsmálaráðherra. Persónuvernd hefur borist fjöldi kvartana vegna vefsíðna sem birta persónulegt efni, segir Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu- verndar. Í bréfinu til ráðherra er sérstaklega minnst á vefinn ringulreid.org, þar sem reglu- lega voru birtar myndir af ungu fólki og upplýs- ingar um viðkomandi. „Í raun og veru höfum við engin úrræði til að taka á þessum málum,“ segir Sigrún. Lög um persónuvernd byggi á evrópskum lögum frá árinu 1995. Þar hafi hreinlega ekki verið gert ráð fyrir þeim vandamálum sem komið hafi upp í tengslum við netið. Fjarskiptafyrirtækin lokuðu raunar á aðgang íslenskra netnotenda að ringulreid.org. Persónu- vernd telur að eðlilegra fyrirkomulag væri að dómstólar hefðu heimildir til að fá fjarskipta- fyrirtækin til að loka fyrir aðgang, að kröfu lögreglu. Í bréfinu til dómsmálaráðherra, sem dagsett er 17. september, er lagt til að stofnuð verði nefnd sem kanni hvort fýsilegt sé að setja slík úrræði í lög. Sigrún segir að eftir sé að útfæra það nákvæmlega, en slík mál verði að fá hraða afgreiðslu hjá lögreglu og hjá dómskerfinu til að þjóna tilgangi sínum. Nákvæm útfærsla verði að vera í höndum löggjafans. - bj Persónuvernd vill lög sem heimila dómstólum að láta loka á vefsíður sem brjóta gegn einstaklingum: Lögin gera ekki ráð fyrir netinu NETIÐ Fjarskiptafyrirtækin ákváðu nýverið að loka fyrir aðgang að vefsíðu sem braut ítrekað gegn persónu- verndarsjónarmiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Bifhjólamaður var staðinn að hraðakstri á Reykja- nesbraut í Garðabæ í gærkvöld en hjól hans mældist á 177 kíló- metra hraða. Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri, var færður á lög- reglustöð en þar var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Maðurinn hefur nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir hraðakstur en þó ekkert í líkingu við þetta, að sögn lögreglu. Þess má geta að búnaði bifhjólsins var áfátt og var skráningarnúmer þess því fjarlægt. Maður sviptur ökuréttindum: Mældist á 177 kílómetra hraða SÖFNUN Vefsíðufyrirtækið Smart- media, sem hefur aðsetur í Vest- mannaeyjum, hefur gefið söfn- unarátakinu Á rás fyrir Grensás vefsíðuna grensas.is. Síðan var opnuð síðastliðinn mánudag. Vef- síðan er gjöf Smartmedia í söfn- unina og er öll vinna við hönnun og uppsetningu á henni gefin. Á rás fyrir Grensás er söfnun- arátak fyrir Grensásdeild og end- urhæfingardeild Landspítalans. Það eru Hollvinir Grensásdeildar sem standa að söfnuninni en leik- konan Edda Heiðrún Backman opnaði síðuna. Skemmti- og söfnunarþáttur vegna átaksins verður á RÚV á föstudagskvöld. - kg Á rás fyrir Grensás: Smartmedia gaf heimasíðu UMFERÐ Fleiri fóru um þjóðvegi landsins fyrstu átta mánuði árs- ins en nokkru sinni fyrr, sam- kvæmt Vegagerðinni. Samkvæmt tölum Vegagerðar- innar, sem byggjast á sextán völdum talningastöðum á hring- veginum og birtar eru á vefsíðu hennar, var umferðin framan af árinu svipuð eða minni en árið 2007, sem var metár. Umferðin jókst síðan talsvert í sumar og þegar horft er til tímabilsins alls var hún meiri en hún hefur áður verið. Í fyrra minnkaði umferðin í fyrsta sinn í mörg ár. - bþs Umferð um sextán valda vegi: Meiri umferð en nokkru sinni Veljum íslenskt Óskar Sími: 895-9801 oskar@sbd.is www.sbd.is Ertu í vandræðum með uppskeruna Rúma 25-35 kg. af grænmeti. Tvær stærðir 25 kg. 5.500 kr. Verð nú 4.000 kr. 35. Kg. 6.500 kr. Verð nú 5.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.