Fréttablaðið - 24.09.2009, Side 26

Fréttablaðið - 24.09.2009, Side 26
JENA.THEO tískuhönnuðatvíeykið sigraði í keppninni Fashion Fringe í Covent Garden á dögunum fyrir tískulínu sína. Það eru Jenny Holmes og Dimitris Theochardis sem mynda tvíeykið. „Ég hef unnið lengi á herrastof- um og hefur fundist vanta að karl- menn hafi eitthvað við að vera meðan þeir bíða og eru klipptir. Yfirleitt er ekki annað í boði en kaffibolli og kvennablöð,“ segir Jón Hrólfur Baldursson, eigandi hárgreiðslustofunnar Rebel. Jón Hrólfur keypti billjarðborð til að hafa á stofunni sem og pílu- spjald og lestrarefnið eru blöð um mótorsport, skútur og fleira. „Svo verðum við með sjón- varp hérna þar sem kveikt verð- ur á íþróttum. Karlmenn eru allt öðruvísi en konur. Okkur leiðist að sitja á biðstofum með kaffibolla og Séð og heyrt. Við erum allt- af hálfgerð börn þannig að börn og karlmenn passa vel saman á hárgreiðslustofum.“ Borðin á staðnum eru gerð úr mótorhjóladekkjum og snagar til að hengja af sér eru úr varahlutum svo fátt eitt sé nefnt. Fyrsta mótor- hjól Jóns Hrólfs hét Honda-Rebel og er stofan skírð í höfuðið á hjól- inu, en hún er á Nýbýlavegi 18. „Mér hefur fundist gaman að prófa eitthvað nýtt og leiðist að fara venjulegar leiðir og ég held að þetta muni auðvelda karlmönnum að koma því í verk að fara til rak- arans, að þurfa ekki að muna eftir að hringja á undan sér.“ juliam@frettabladid.is Hárgreiðslustofa sniðin fyrir karla og börn Í Kópavogi opnaði nýverið hárgreiðslustofa sem er sniðin að þörfum karlmanna og barna að sögn eig- anda. Ekki þarf að panta tíma á stofunni sem býður líka upp á margs konar afþreyingarmöguleika. Jón Hrólfur, eigandi Rebel, segist vita að karlmönnum leiðist að bíða og þurfi að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frjálslegar Miller-pæjur SIENNA MILLER OG SYSTIR HENNAR SAVANNAH SÝNDU HVAÐ Í ÞEIM BÝR Á TÍSKUVIKUNNI Í LONDON. Leikkonan Sienna Miller og syst- ir hennar Savannah, sem hanna undir merkinu Twenty8Twelve, frumsýndu vor- og sumarlínuna sína á tískuvikunni í London á mánudag. Fötin áttu það sameig- inlegt að vera efnislítil og ná ekki niður fyrir mið læri. Gagnrýnendur voru sammála um að línan væri uppfull af rokki og voru leður- og galla- efni ríkjandi. Suðrænn andi sveif þó einnig yfir vötnum með tilheyrandi litadýrð enda sögðust systurnar vera undir áhrifum frá Ibiza. Fyrirsætunum virtist líða vel í föt- unum og var lagt upp úr því að þær væru sem frjáls- legastar. Hárið fékk að flaksa í allar áttir og mask- arinn náði vel niður á kinn- ar en þannig kemur Sienna Mill- er sjálf ósjald- an fyrir sjónir. Upp á ensku kallast þetta útlit „morn- ing after chic“ og þykir eftir- sóknarvert. - ve Rokkið var ekki langt undan. Síddin sem hér sést var gegn- umgangandi. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Gunnlaug Þorvaldsdóttir flutti eigin tónsmíðar á sýningu fatahönnuðarins Stefán Orscel-Read á tískuvikunni í London á sunnudaginn. Orschel-Read þykir ein af upprennandi stjörnum tískuhönnunarheimsins í Bretlandi, og er nefndur með stórum nöfnum um þessar mundir. Það var sjónvarpsstöðin on/off LFW venue sem sýndi frá sýningarpöllunum og fatalínu hans. Fötin hans, sem eru hönnuð fyrir karlmenn, þykja mjög sér- stök og framúrstefnuleg, en ekki síðri athygli vakti rödd hinnar íslensku Gunnlaugar sem söng eigin tónlist á tískusýningunni. „Nei, Stefán er ekki af íslenskum ættum, ég hélt það einmitt fyrst út af nafninu, hann er fæddur á Indlandi og alinn upp í Skotlandi. Hann þykir ein af björtu vonum tískuheimsins í Bretlandi og sýning hans vakti mikla athygli úti. Hann bað mig, eftir að hafa kynnst tónlist minni, að flytja hana á tískuvikunni fyrir sig í London og mér þótti það mikill heiður. Tónlistin pass- ar vel við fatnað hans,“ segir Gunnlaug en hún hefur verið búsett á Ítalíu síðustu sex árin, verið í einkatím- um í söng og unnið við eigin tónsmíðar. Fyrir þrem- ur árum kom út geisladiskur með tónlist hennar, gef- inn út á Ítalíu, sem byggist á alls kyns raddtækni og var tónlistin meðal annars af þeim diski. Gunnlaug hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að geta mynd- að alls konar skemmtileg hljóð, meðal annars hermt eftir fuglum, og á Íslandi hefur hún flutt hljóð sín í útvarpsleikritum og víðar. Hún hefur fært þá list á hærra og alþjóðlegra plan síðustu árin og hefur gert tónlist við stuttmyndir í London og flutt raddlistaverk sín víða, meðal annars á Pompidou-safninu í París og nú síðast í Segovia á listahátíð þar. Sá um tónlist á sýningu á tískuvikunni í London Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Gunnlaug Þorvaldsdóttir með tískuhönnuðinum Stefán Ors- chel-Read á tískuvikunni í London á sunnudag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.