Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 5
VL 50.—51. Reykjavík, laugardaginn 16. desember 1933 JIOLAHUGLEIÐING Eftir dr. MAGNÚS JÓNSSON prófessor. Því aff þjcr þekkið náff Drott- Hns vors Jesii Krists, aff hann þótt ríkur væri gjörffist yffar vegna fátækur, til þess aö þjer aiiöguöust af fátækt hans. 2. Kor„ 8, 9. Orðin „fátækur“ og „ríkur“ eru ófullkomin þegar lýsa á hinni guðdómlegu kærleiksfórn, sem felst í jólaboðskapnum. En svo hlýtur jafnan verða, þeg- ar lýsa á hinu guðdómlega með mannlegum orðatiltækjum, hinu liimneska með jarðneskum lik- ingum og því óendanlega með hugmyndum, sem sprottnar eru upp af því endanlega. En ekki verður þvi þó neitað að hinn mikli postuli hefir hjer hitt stórfelda líkingu á mannleg- an mælikvarða. Það hefir jafn- an verið talið til andlegra og siðferðilegra stórvirkja, að fórna allri jarðneskri velmegun fyrir aðra. Það hefi jafnan þótt bera vótt um sterk átök, þegar auð- ugur mað'ur gefur — ekki lítið og ekki mikið, heldur alt, al- eigu sína, til þcss aðrir megi heldur njóta góðs af en hann •sjálfur. En þó er sagan i raun og veru ekki nema liálfsögð með verknáðinum sjálfum. Hitt skiftir engu minna máli, með hvaða hugarþeli þetta er gert. Það er hægt að gefa eigur sín- ar og sjá svo eftir öllu saman. Og það er liægt að gera það með harmkvælum, undir ein- hverri sterkri hugaræsing. Það væri jafnvel hægt að gera það af ljelegum hvötum, af hje- gómagirnd eða til þess að vekja aðdáun eða vinna fylgi. Þá fyrst nær kærleiksfórnin hámarki sínu, þegar hún er framkvæmd án allra óhreinna livata, átakalaust og eðlilega, eins og blómið laðast upp úr jarðveginum fvrir ylgeislum sól- arinnar eða þroskaður ávöxtur fellur af trjenu. Og þannig er hin guðdómlega kærleiksfórn. Hún var fullkom- in og hún var og er hið eina mögulega samkvæmt innsta eðli guðdómsins. Hún er sjálft guð- dómseðlið. Bágstatt mannkyn og guðdómleg ást: Þetta tvent kall- ar fram fórnina. Þetta er undir- staða jólahoðskaparins og inni- hald. Og jólaboðskapurinn, þann- ig skilinn, er í raun rjettri kjarni og inntak kristnu trúarinnar. Hið „fátæka“ mannkvn mætir á jólunum hinum „rika“ guðdómi. Mörgum fátækum manni hef- ir það orðið gæfustund lífsins, l>egar hann mætti ríkum manni. Jg þá má ekki einskorða þessi hugtök, fátækur og ríkur, við peninga eða fjármuni aðeins. Það er hægt að vera fátækur og ríkur að svo mörgu öðru. Það er hægt að vera fátækur að þekk- ing, fátækur að mannkostum og siðferðisþrótti, að trúargleði og sannfæringarkrafti. Og þá er gott að mæta þeim, sem er auð- ugur að þessum sömu gáfum guðs. En þá verður líka sá fá- tæki að eiga auðmýlct og sanna viðurkenning fátæktarinnar og þrá eftir einhverju æðra. Og sá ríki verður að vera ríkur að kærleika og fórnfýsi. Syndugt og farlama mannkyn mætir á jólunum hinum ríkasta allra. Það er mannkynsins gæfu- stund. Þá mætir það sínum guð- dómlega frelsara, búnum allri himnanna auðlegð og kærleika svo miklum, að engin takmörk þekkir. Þar finnur afbrotamað- urinn heilagleikans ímynd og sá smáði sannan vin. Enginn er svo lítill, svo djúpt sokkinn, svo hrakinn og fyrirlitinn, svo sjálfs- virðing sviftur eða ógæfu um- vafinn, að ekki sé meinanna bót að finna hjá þeim vini. Og eng- inn mænir svo til hans vonar- augum, að liann liti ekki til hans á móti. Alveg ósjálfrátt gefur guðdómurinn alt, gefur sjálfan sig og allan sinn auð. Og þó að sá fátæki eignist ekki nema eitt mustarðskorn af þess- ari auðlegð, verður það lionum meiri auður en alt annað. Post- ularnir voru auðugustu menn veraldarinnar eftir að þeir höfðu hlýtt kallinu: Fylg þú mjer! Og auðmaðurinn Sakkeus varð þá fyrst ríkur, er hann hafði mætt frelsara sínum og drotni — jóla- barninu. Kærleiksfórn guðdómsins er ef til vill ekki með neinu öðru bet- ur lýst en þeirri staðreynd, að jólin skuli vera gleðiliátíð, hrein og óblandin fagnaðarhátíð. Því að í raun rjettri mætti eins lita á þau frá hinni hliðinni: Þau eru iákn hinnar mestu og átakan- legustu fórnar. Þá gerðist hinn ríki fátækur vor vegna. En svona hrein, svona alfullkomin er þessi fórn, að enginn má minnast annars en þess, sem að fátækl- ingnum sneri og því sem liann hlaut. Sá auðugi minnist þess líka með fögnuði, er liann gerð- ist fátækur til þess að aðrir auðguðust. Alt fögnuður, ein- göngu fögnuður, eingöngu gleði, eins og hjá liirðinum, sem finn- ur týndan sauð, og konunni, sem finnur tapaðan pening. Þetta er sá fullkomni kærleikur, sem gleymir sjálfum sjer. Oft eru fagnaðarlæti jólanna, Ijós og gjafir, veislur og sýn- ingar, skraut og gaman, æði meini hlandið í mannheimum. En alt er þetta þó, á mannanna ófullkomna hátt, tákn þess, sem jólin eru i raun og veru, fákn gjafarinnar miklu, þegar guð- dómurinn sjálfur, hinn guð- dómlegi frelsari, kom til okkar með allan sinn auð. Þegar hann kom til okkar tötrum klæddur til þess að við mættum eignast og verða hluttakandi í guðdóm- legri dýrð. Þess vegna var jóla- boðskapurinn fyrsti þessi: Sjá jeg færi yður mikinn fögnuð! Berum við nú gæfu til þess, að auðgast við þessa samfundi? Enn mætum við, liin fátæku, jólabarninu, sem vill gefa okk- ur allan sinn auð. Getum við gengið ósnortin framhjá og set- ið áfram í fátæktinni? Viljum við ekki að minsta kosti reyna að eignast, eins og skáldið segir, „eitt liálmstrá herrans jötu frá“? Vissulega viljum við það, mildi og guðdómlegi frelsari! Úr undirdjúpunum mænum við til þín og reynum jafnvel að rjetta fálmandi hönd til þín á þinni miklu og dýrlegu fæðingarhátíð. Frammi fyrir þjer yiljum við kveikja okkar litlu Ijós og syngja okkar veiku sálma. Þú tekur viljann fyrir verkið, þú sem elskaðir okkur að fyrra- bragði svo mikið, að þú gerðist fátækur til þess að við yrðum auðug!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.