Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 31

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 31
F Á L K I N N i w. . ^ Víö skráar&afið. WW9 Haldið öílu á heimili yðar sem nýmálað væri, dreyfið Vim á deyga ríu, og sjáið hvernig iitirnir endurnýjast við nuddið. Ryk og önnur óhreinindi hverfa úr krókum og kymum, og allt verður bjart og glan- sandi, sem nýmálað væri, þegar þjer notið Vim. Þjer hafið ekki hugmynd um, hversu heimili yðar getur verið yndislegt, fyr en þjer hafið reynt Vim. VIM HREINSAR ALLT OG FÁGAR LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND M-V 232-33 IC Óli og Gunna höfðu ekki hugsað um annað en jólin i heilan mán- uð. Fyrst voru þau nú að hugsa um hvOrt pabbi mundi kaupa nokkurt jólalrje í ár, því að þau höfðu heyrt svo mikið talað um, að nú liefði stjórnin bannað að flytja inn öll jólatrje, því að þau væru óþarfi. En Óla og Gunnu fanst nú, að margt væri meiri óþarfi en það, til dæmis alt tóbakið, sem hajnn pabbi þeirri tók í nefið, eða sinnepið, sein hann borðaði ofan á fiskinn sinn, eða vindlarnir og margt og margt. En jólatrje — það var nú jafn nauðsynlegt og húsið seiri mað- ur átti heima í, því gð þeir sem áltu ekkert hús urðu útilegumenn og jieir sem höfðu ekki jólatrje fengu engin jól. Og útilegumenn- irnir hjeldu aldrei jól. En af einskærri tilviljun hafði Gunna fengið einhverja nasasjón a! því, að jólatrjeð hefði komið. 1 fyrradag hafði mamma hennar sagt við hana og Óla, að þau skyldu fara út og leika sjer. Þau hlýddu því, en svo voru þau svo ofur sein að fara í yfirhafnirnar sínar og dóta sig. Og í sama bili sem þau voru komin út, sáu þau mann skjót- ast inn í húsið bakdyramegin, með stórt og grænt jólatrje undir hend- inni, eða eiltlivað sem líktist jóla- trje. Og henni fanst ilm leggja aö vitum sjer, jú, það var þessi sterki grenikvistailmur, sem altaf hafði fylt stofuna á jólunum þegar jólatrjeð var koinið. Hún notaði tækifærið í hvert skifti sem hún var ein eftir þetta þess að fara upp á háaloft og nið- ur í kjallara, til þess að vita, hvort hún findi ekki jólatrjeð. Og Óli tók að sjer leitina úti í geymsluhúsinu. En þau fundu livorugt neitt. Og samt voru þau sannfærð um. að þau ættu að fá jólatrje! Hvernig stóð á þessu? Svo leið og beið þangað til á að- fangadaginn. Þá var það, að mamma kallaði á bæði Óla og Gunnu til sín. Við Óla sagði hún: — Hjerna er svolítill böggull, sem jeg ætla að biðja þig um, að skreppa með til hennar Ásu gömlu í Norðurhjáleig- unni. Og við Gunnu sagði liún: — Þessi böggull er stærri og þess vegna átt þú að fara með liann til hans Eyvindar í Veri. En þið meg- ið ekki vera lengi, þvi að það dimmir svo snemma núna. Og svo fóru þau bæði. Leiðin þeirra beggja var stutt, en svo mik- ið flýttu þau sjer bæði, að þau komust víst fyr heim en mamma þeirra hafði búist við. En alla lang- ar til að vera heima á jólunum, og eins var um Gunnu og Óla. Þau komu heim fyr en búast mátti við, því að þau hlupu báðar leiðir. F.n svo þegar þau komu heim og ætl- uðu að fara að skila þakklætinu frá Ásu og Eyvindi, þá fanst mamma þeirra hvergi. En þá vildi svo til, að þau heyrðu eitthvert skrjáf í blöðum úr stof- unni. Þau ætluðu óðar þar inn, en stofan var læst. Nú veit jeg! sagði Óli. — Nú veit jeg! sagði Gunna. Hvað vissu þau? Svo mikið er vist, að þau lögðust bæði á skrá- argatið, og hvað heldurðu að þau hafi sjeð? Þarna inni í stofunni var stórt jólatrje, og luin mamma þeirra stóð og var að setja á það kerti, brjefkörfur, sælgæti og ótal margt annað. Þá vissu þau fyrir vist, að þau höfðu fengið jólatrje. — — Jólaferð Kivi, frh. af bls. 23. hreinna. Stormurinn sem háfði geisað á neiðinni, hjelt nú áfram hamförum sínum austur ó hóg- inn og þaut hvínandi um stóru finsku skógana. Kivi stóð upp og kallaði, en .Snati hljóp á móti konnunönnunum og slóst í hóp nteð hundum þeirra. Nú utðu óp, köll og gelt, svo að ekki heyrðist mannsins mál. Kivi blístraði á húndinn og kom í sama augnabliki auga á Heikki, Nils Matti og Amadeus; var hver þeirra á sínum sleða, og höfðu þeir ökuhrein Kivis með sjer. GLEÐI samfundanna var mikil á báðar liliðar og var hrátt rætt af kappi. Kona Heikki hafði heyrt bjölluglamr- ið frá hreininum lians Kivi, þeg- ar hann kom hlaupandi og Heikki og Matti höfðu strax farið á stjá og nóð í hreininn. Svo höfðu þeir fengið Amadeus í lið með sjer og voru nú í dauðaleit. Ilvernig liafði þetta atvikast? „Já, það var óðs manns æði að leggja upp einn í svona veðri. Nú væri gott að fá svolit- ið í staupinu“, sagði Heikki og hætti þvi við, að það væri í rauninni kraftaverk, að Kivi skyldi sleppa lifandi úr þessari glæfraför. Hann dró upp flösku og skenkti i bolla, sem gekk mann frá manni, en þegar kom að Kivi, skalf liönd hans og hann hugsaði sig um í svip. Svo helti hann úr bollanum ofan í snjó- inn og skellililó. Hann hafði rekið sig nægilega eftirminni- lega á þetta skaðræði, og nú ætl- að hann að fara að dæmi föður sins og ekki snerta áfengi oftar ,,En hvað ætlarðu þá að gera við brúsann í sleðanum þínum?“ spurði Heikki forviða. Kivi dró við sig svarið. „Nú, brennivínsbrúsann“, — jú, hann ætlaði jeg að skilja I sælukofanum við Igjavre. Og nú var lagt af stað á ný upp á lieiðina. Snjórinn hafði fyrir löngu afmáð hvert spor, en eigi að sjður rakti hundur- inn sig þangað sem sleðinn var. En úlfarnir höfðu þefað sleð- ann uppi og grafið hann upp úr snjónum, og nú lenti i æð- isgegngnum áflogum milli þeirra og hundanna. ^ KÖMMU siðar voru þeir á ^ fleygiferð upp breiðan fjall- dalinn til Igjavre. Þar áðu þeir og Kivi setti frá sjer brúsann. Heikki náði í hann og skaut honum út á sleðann sinn. Er þeir höfðu jetið sig sadda á keti úr potti Heikkis, osti, þurru brauði og sterku kaffi tygjuðu þeir sig og óku enn 2—3 rnílur lil Ogalvarra, en þaðan sáu þeir Ijósin i Ivarasjok. Og seint á aðfangadagskvöld kom öll hersingin með klingjandi bjöllu hljómi og hvellu hundagelti nið- ur i kyrra aðalstrætið í Karasjok, Nú var dýrðleg hátíð í vændum, þvi að þarna áttu allir vini.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.